Meiðsli setja oft strik í reikninginn hjá íþróttafólki, félagsliðum og landsliðum. Þau eru óumflýjanlegur hluti af íþróttum sem öll lið þurfa að glíma við. Gott sjúkrateymi getur unnið að því að fyrirbyggja meiðsli leikmanna en kemur í raun aldrei alveg í veg fyrir þau. Slakt sjúkrateymi getur á hinn bóginn reynst leikmönnum og liðum illa ef meiðslagreining er ekki nákvæm eða jafnvel röng. Mikilvægt er að greina meiðsli rétt svo hægt sé að setja rétt endurheimtarferli í gang sem hjálpar líkamanum að ná fyrri getu og styrk eins fljótt og auðið er.
Erfiðast fyrir NFL lið er að missa leikstjórnanda sinn því mörg lið eru aðeins með einn nothæfan leikstjórnanda í hóp. Sum lið eru ekki með neinn nothæfan QB en það er önnur saga.
Pittsburgh Steelers misstu Ben Roethlisberger út tímabilið í leikviku tvö og Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, hefur verið að spila í gegnum meiðsli um hríð en hann var endanlega settur á meiðslalistann á miðju tímabilinu. Steelers rétt misstu af úrslitakeppninni en það var kannski fyrir bestu þar sem við sleppum þá við að horfa á málningu þorna. Ætla má að Steelers hefði flogið inn í útsláttarkeppnina með Big Ben í liðinu en Panthers brotlentu algjörlega og töpuðu 8 leikjum í röð í lok tímabilsins. Reyndar áttu þeir góða sigurhrinu fyrst um sinn með Kyle Allen við stjórnvölin en síðan kom hann niður til jarðar og áttaði sig á því að hann getur ekki blautan.
Ég tók saman fjölda leikmanna hvers liðs sem settir hafa verið á Injured Reserve (IR) listann en lið getur aðeins virkjað tvo leikmenn af þessum lista (þegar leikmaður hefur verið þar í minnst 8 vikur) svo fyrir flesta leikmenn markar listinn endalokin á tímabilinu.

Washington Redskins tróna á toppi meiðslalistans en það ríkir einskonar meiðslafaraldur í höfuborginni. Hvort þetta sé hluti af tank-pælingum veit ég ekki en margir af þeirra betri leikmönnum eru þarna, eins og Ryan Kerrigan, Trent Williams, Brandon Scherff og Jordan Reed.
Fjögur lið af liðunum 18 á súluritinu hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Seahawks og 49ers hafa verið þeirra óheppnust.

Minnesota Vikings og Buffalo Bills eru með ólíkindum heppin og eru hér með krýndir sigurvegarar heppninnar í ár en þetta eru hlægilega lágar meiðslatölur.
Á þessu súluriti eru 8 af 12 liðum úrslitakeppninnar sem sýnir mikilvægi þess að hópurinn haldist þokkalega heill svo getir gefið þér alvöru séns á Ofurskálinni. Af liðunum 32 eru Patriots og Bills þó með þá leikmenn sem hafa verið flestar vikur á IR að meðaltali með 15 vikur. Næst koma Buccaneers og Packers með 12 vikur.
Á hinum endanum má finna Lions með 5,1 viku pr leikmann, Titans með 6,9 vikur, Bears með 7,9 og Bengals með 8,2 vikur.
Liðsvíti
Víti (penalty) geta kostað lið leiki og jafnvel tímabil. Það er líklega fátt sem fer jafn mikið í pirrurnar á þjálfurum liðanna heldur en léleg framkvæmd í sókn og vörn. Við þekkjum það af eigin reynslu þegar QB-inn okkar kastar smekklegri snuddu sem svífur mjúklega yfir allan völlinn og tillir sér í hendur útherjans fyrir snertimarki.
Flagg.
Holding. Offense. Number 72.
Beiting rökhugsunar myndi flesta daga leiða okkur að einskonar niðurstöðu um tengsli lélegra liða og fjölda liðsvíta. Hérna eru þau fimm lið í NFL sem fengu fæst liðsvíti á sig á tímabilinu (og samtals jardar í sviga):
Bengals, Giants, Dolphins og Panthers eiga öll valrétt innan topp 7 í næsta nýliðavali. Þá er spurning hvort tankið var svo metnaðarfullt að leikmenn nenntu ekki einu sinni að reyna og þar af leiðandi minnka líkur á vítum? Hvert sem svarið er þá hata allir þessir náungar að tapa og elska að vinna svo við leyfum þeim að njóta vafans. Hér eru svo agalausustu liðin:
Ekkert þessara liða komst í playoffs, líkt og liðin á fyrri listanum, og geta þakkað liðsvítunum fyrir að hjálpa sér nákvæmlega ekki neitt í þeim málum.