Á tímum þar sem kröfurnar á línuverði eru að breytast, frá því að vera stórir og sterkir varnarmenn sem stöðva hlaupaleikinn yfir í að vera fljótir, liprir og góðir í dekkningu, fann Luke Kuechly að líkamleg geta hans var ekki lengur á pari við aðra línuverði í herbúðum Carolina Panthers.
Luke Kuechly var grískur guð á fótboltavellinum sem gat allt en á þeim átta tímabilum sem hann spilaði í deildinni var hann valinn sjö sinnum í Pro Bowl, fimm sinnum All-Pro, varnarmaður ársins árið 2013 og nýliða varnarmaður ársins 2012.
Hann var allt sem þjálfarar í dag gætu óskað sér í formi línuvarða en það var ekki eins og hann væri af gamla skólanum þegar kom að stöðunni. Hann var allur pakkinn – fljótur, sterkur, lipur, klár, útsjónasamur og eilífur nemandi leiksins.
Tveir línuverðir voru teknir í fyrstu umferð síðasta nýliðavals, Devin White (LSU) og Devin Bush (Michigan). Báðir leikmennirnir eru gríðarlega hraðir og geta bæði lokað hratt á hlaupara og dekkað sendinguna. Mikilvægi þess að finna línuvörð sem getur spilað vel gegn hlaupa- og sendingaleik andstæðingsins er mjög mikið í dag. Í stað þess að skipta inn á línuvörðum sem eru góðir í hlaupavörn en slakir gegn sendingunni þá gefur þú mótherjanum ekki sterka vísbendingu um það við hverju þú býst við af honum í næsta snappi.
Hér fyrir neðan eru átta nýliða línuverðir sem spiluðu að minnsta kosti 40% varnarsnappa liðs síns á síðasta tímabili. Þeir gegndu mismunandi hlutverkum fyrir liðin sín en ekki allir eru þeim eiginleikum gæddir að geta spilað gegn hlaupinu og sendingunni.
- SNAPS: Fjöldi snappa á tímabilinu
- TKL: Fjöldi heppnaðra tæklinga
- MTKL: Fjöldi misheppnaðra tæklinga
- TFL: Fjöldi heppnaðra tæklinga fyrir aftan átakalínu
- SACK: Fjöldi sacks
- INT: Fjöldi stolinna bolta
- PD: Fjöldi varinna sendinga
- FF: Þvinguð boltatöp
- FR: Endurheimt boltatöp
Nýliðar
NAFN | SNAPS | TKL | MTKL | TFL | SACK | INT | PD | FF | FR |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Devin White | 826 | 91 | 12 | 4 | 2.5 | 1 | 3 | 3 | 4 |
Devin Bush | 889 | 109 | 14 | 9 | 1.0 | 2 | 4 | 1 | 4 |
Jahlani Tavai | 597 | 58 | 8 | 5 | 2.0 | 1 | 2 | 1 | 0 |
Germaine Pratt | 436 | 76 | 7 | 4 | 0.0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Bobby Okereke | 472 | 65 | 2 | 2 | 1.0 | 0 | 2 | 2 | 1 |
Dre Greenlaw | 725 | 92 | 2 | 3 | 1 | 1 | 2 | 0 | 0 |
Mack Wilson | 944 | 82 | 13 | 4 | 1 | 1 | 7 | 1 | 0 |
Cole Holcomb | 718 | 105 | 12 | 6 | 1.0 | 0 | 1 | 3 | 0 |
Mack Wilson varðist flestum sendingum í vetur en hann var iðulega talinn bestur í dekkningu af línuvörðunum sem komu inn í deildina seinasta apríl. En hann er nýliði og var þar af leiðandi targetaður oft af leikstjórnendum andstæðingsins. Í 71% tilvika heppnaðist sending á hans svæði en aðeins Devin Bush leyfði lægri heppnunar-prósentu (67%) meðal leikmanna sem voru targetaðir oftar en 40 sinnum yfir tímabilið. Það er ekkert grín að vera nýliði.
Cole Holcomb var tekinn í 5. umferð af Washington Redskins og átti næstflestar tæklingar af nýliðunum en hann tók þátt í 63% varnarsnappa Redskins. Dre Greenlaw fékk tækifærið hjá 49ers þegar Kwon Alexander reif brjóstvöðva í leikviku 8 gegn Carolina Panthers. Greenlaw átti eftirminnilegt stopp gegn Seahawks í seinastu umferð deildarkeppninnar sem tryggði Niners fyrsta sæti deildarinnar.
Reyndir
NAFN | SNAPS | TKL | MTKL | TFL | SACK | INT | PD | FF | FR |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Jaylon Smith | 991 | 142 | 12 | 6 | 2.5 | 1 | 9 | 2 | 1 |
Deion Jones | 949 | 110 | 13 | 8 | 0.0 | 1 | 5 | 0 | 1 |
Darius Leonard | 828 | 121 | 5 | 7 | 5.0 | 5 | 7 | 2 | 0 |
Bobby Wagner | 1054 | 159 | 10 | 7 | 3.0 | 1 | 6 | 1 | 1 |
Luke Kuechly | 1064 | 144 | 10 | 4 | 0.0 | 2 | 12 | 0 | 0 |
Eric Kendricks | 947 | 110 | 10 | 4 | 0.5 | 0 | 12 | 2 | 2 |
Jordan Hicks | 1133 | 150 | 18 | 11 | 1.5 | 3 | 6 | 2 | 1 |
Lavonte David | 1124 | 123 | 10 | 10 | 1.0 | 1 | 7 | 3 | 1 |
Bobby Wagner, Luke Kuechly og Lavonte David hafa verið staðallinn þegar kemur að línuvörðum í NFL. Þetta eru leikmenn sem fara ekki af vellinum og stjórna vörninni af stakri snilld. Það má kannski segja að þeir verði varla betri en það er ný kynslóð línuvarða sem er tilbúin til að taka við keflinu.
Darius Leonard er þar fremstur í flokki en Leighton Vander Esch, Deion Jones og Jaylon Smith fylgja fast á eftir.
Kröfurnar eru miklar og ráin situr hátt uppi en framtíðin er björt og framundan er nýtt nýliðaval með stjörnulínuvörðinn Isaiah Simmons í broddi fylkingar. Þetta verður veisla.