Ritstjórnin hefur ákveðið að búa til sambærilegan póst NBA megin en fyrr í dag kom NFL póstur þar sem ég sameinaði liðin og blandaði saman liðmerkjum þeirra þar sem útkoman var 16 endurhönnuð (endurlituð) lógó.
Þetta var skemmtileg tilraun og ákvað ég því að bjóða NBA áhugamönnum upp á svipaða útsetningu.
Phoenix Pacers

Suns boltinn passaði flott á Pacers P-ið en boltinn í Pacers lógóinu skildi eftir sig svipaðar rákir og koma úr Suns boltanum svo tengingin var einföld. Phoenix Pacers hljómar reyndar alls ekki þjált en merkið kemur ágætlega kemur út.
Charlotte Pelicans

Þessi fuglalógó enduðu sem Pelicans merkið með liti Charlotte Hornets. Þetta kemur þokkalega út og ég hugsa að aðdáendur Hornets myndu fagna því vel og innilega ef Zion Williamson myndi færa sig austur til Norður Karólínu fylkis.
Milwaukee Bulls

Það lá beinast við að sameina bæði horndýra merkin í NBA deildinni. Útkoman er nokkuð slæm litablanda á sögufrægu Bulls merkinu. Það væri reyndar nokkuð spennandi að sjá Lauri Markkanen og Giannis Antetokounmpo saman í liði!
Oklahoma City Nets

Þessi merki pöruðust saman útaf skildinum sem þau hvíla á. Thunder skjöldurinn passaði þægilega neðan á Nets lógóið en eftir að hafa svarthvítað Thunder merkið þá kom þetta allt heim og saman og skapar þokkalega skemmtilega blöndu. Kevin Durant fer með skottið á milli lappanna aftur til Oklahoma City en kemur með Nets merkið í farteskinu.
Los Angeles Knicks

Stórveldin New York Knicks og Los Angeles Lakers eru loks sameinuð! Aðdáendur Knicks missa liðið sitt til vesturstrandarinnar en á móti kemur að kannski enda þeir með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta skipti síðan 2012/13. Knicks merkið ber gula og fjólubláa litin stórfenglega en þetta er að koma hrikalega vel út.
Miami Magic

Flórída liðin tvö sameinast hér en lokaútgáfa nýja merkisins er alls ekki ólík Heat liðsmerkisins. Hér var ekki nóg að endurlita annað lógóið heldur passaði flott að klippa út Magic boltann og skipta honum inn fyrir Heat knöttinn.
Golden State Cavaliers

Cavaliers færa sig frá Ohio til Kaliforníu en blöndunin kom hrikalega vel út og til að krydda þetta aðeins setti ég Golden Gate brúnna í bakgrunninn. Ég veit ekki hvort þetta sameinaða lið styrkist einhversstaðar en framtíðin gæti verið spennandi ef Kevin Porter, Darius Garland og Collin Sexton taka þeim framförum sem búist er við.
Sacramento 76ers

Það var svosem ekki mikið hægt að gera við þennan samruna en Kings litirnir koma nokkuð vel út á 76ers merkinu. Þetta yrði roslega spennandi lið ef þau myndu sameinast.
Toronto Timberwolves

Minnesota menn færa sig aðeins norðar á kortið og sameinast Toronto Raptors. Þessi samtvinning kemur ótrúlega þægilega út og ég er ekki frá því að þetta sé betri litablanda en Úlfarnir bjóða upp í alvörunni.
Utah Hawks

Haukarnir frá Atlanta fljúga vestur á bóginn og fæla jass listamennina frá Utah. Lógóið verður einföld hauka nóta í Atlanta rauðum lit. Þetta minnir óneitanlega á Pacman með hokkíkylfu.
San Antonio Grizzlies

Memphis Grizzlies og San Antonio Spurs blandast í svartgráan björn sem verður nokkuð gott mix. Spurs eiga leiðinlegasta liðsmerki deildarinnar svo það var aldrei séns að nota neitt frá því nema litina. Björninn tekur sig vel út í gráu og svörtu.
Houston Celtics

Rauðir fjögurra blaða smárar? Er þetta ekki eitthvað? Celtics menn gráta blóði þessa stundina en Rockets menn fá aðra nýja uppfærslu á sínu lógói. Dökkgrár og rauður gefur Boston merkinu nýtt vibe.
Denver Wizards

Bradley Beal fær kærkominn liðsstyrk og Mike Malone getur loks hætt að treysta á Gary Harris. Denver fá aðra stórstjörnu til að para með Nikola Jokic. Merkið er engin snilld en stundum er bara ekki hægt að gera betur.
Detroit Trail Blazers

Mótórborgin fær yfirhalningu en nýja lógóið heldur Detroit litunum en nú í formi Blazers merkisins. Þetta var einföld aðgerð en er þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. Solid.
Los Angeles Mavericks

Mark Cuban pakkar liðinu sínu saman og flytur til LA og kemur sér vel fyrir í fyrrum skrifstofu Steve Ballmer. Hesturinn og boltinn halda sér í endurhönnuðu lógóinu en rauði, blái og hvíti liturinn í Clippers merkinu kemur inn.