Þegar ég grúfði yfir leikjaplani NFL deildarinnar fyrir mót til að ákvarða leiki viknanna sá ég fram á að þessi viðureign gestanna frá San Francisco og heimamanna New Orleans yrði stórleikur sem kæmi til með að skipta gríðarlega miklu máli fyrir landslag NFC deildarinnar. Það reyndist ekki vera svo.
Hér er hægt að sjá alla leiki viknanna sem framundan eru og skoða liðna leiki vikunnar!
Saints liðið mætti til leiks á fimm leikja sigurgöngu en í síðustu umferð valtaði liðið yfir Tampa Bay Buccaneers. Vörn liðsins var óaðfinnanleg og virtist loks vera að smella saman og ná áttum eftir hæga byrjun.
Gestirnir frá Kaliforníu höfðu tapað tveimur leikjum í röð og sátu í neðsta sæti vesturriðils NFC en eins og allir vita beit meiðslapaddan liðið illa.
Í leikinn vantaði hlauparann Tevin Coleman og útherjann Deebo Samuel San Francisco megin en enginn lykilleikmaður New Orleans var á meiðslalistanum.
Gangur leiksins

Niners byrjuðu leikinn betur með fljúgandi starti, héldu kúlinu á þriðju tilraununum sínum í fyrstu sókninni þar sem Brandon Aiyuk átti þrjú grip sem skiluðu þýðingamiklum jördum og snertimarki. Hlaupvörn Saints var þó stíf og bjó hreinlega á bakvelli Niners á löngum köflum. Deonte Harris, skilari Saints, flaskaði á einu pöntgripi sem 49ers endurheimtu og tryggðu sér góða vallarstöðu. Vörn Saints hélt og Niners spörkuðu vallarmarki. 10-0.
Það kom upp annað pönt atriði, nú í boði 49eres sem tryggði Saints nýja sókn á 21 jarda línu SF. Í þeirri sókn fær Drew Brees steypubílinn Kentavious Street yfir sig og meiðist. Street fékk dæmt á sig fautavíti fyrir felluna sem heldur lífi í sókn Saints. Taysom Hill kom inn í stað Brees og Alvin Kamara hleypur inn snertimarki stuttu seinna.
Vörn New Orleans Saints hélt áfram að sýna sig eftir frábæra frammistöðu gegn Tampa Bay en hún átti tvö hörku stopp á eigin vallarhelmingi á 3-1 og 4-1. Drew Brees mætti aftur á völlinn og fann Alvin Kamara sem sótti flottan jardagróða fyrir lok fyrri hálfleiks og töltir síðan inná endasvæði SF eftir stutta sendingu frá Brees.
Seinni hálfleikur
Þriðji leikhluti var tíðindalítill fyrir utan stolinn bolta þegar miðvörður Saints, Malcolm Jenkins, komst inn í sendingu Nick Mullens. Í upphafi fjórða leikhluta virtust New Orleans, með Jameis Winston undir senter, ætla að ná að skora snertimark en vörn San Francisco stóð vaktina með prýði og hélt sókn Saints frá endasvæðinu sem endaði með vallarmarki.
Það dró loks til tíðinda í fjórða leikhluta þegar Richie James flaskaði á pöntgripi á 21 jarda línu SF og sérlið Saints endurheimti knöttinn. Það var svo Alvin Kamara sem sá um að koma sex stigum upp á töfluna stuttu síðar. 27-10 eftir aukastigsspark Will Lutz.
Í lokasóknum leiksins fengum við svo að sjá vallarmark frá San Francisco, Taysom Hill fömbla pillunni og 49ers endurheimta hana bara til að kasta henni frá sér í hendur Patrick Robinson, bakvarðar Saints.
Vörn New Orleans Saints stóð sig mjög vel annan leikinn í röð með tvær fellur, 11 TFT (tæklingar fyrir tapi) og 9 SV (sendingum varist). Sóknarlega misstu þeir Drew Brees en það var ekki sjón að sjá sóknina í seinni hálfleik. Þeir voru stálheppnir að skilarar 49ers flöskuðu á tveimur pöntgripum en útfrá þeim skoruðu Saints í tvígang.
Maður leiksins
Maður leiksins að þessu sinni er sérliðsleikmaðurinn Marquez Callaway. Callaway endurheimti tvö fömbl í pöntdekkun, fyrst á 21 jarda línu San Francisco og síðar á 22 jarda línu San Francisco. Þar með lagði hann sóknina upp í dauðafæri og í bæði skiptin skoraði liðið.
Embed from Getty ImagesTilþrif leiksins
Innherjinn Jordan Reed átti tilþrif leiksins þegar hann, á einhvern óskiljanlegan hátt, greip lága sendingu Nick Mullens með annarri hendi. Sjón er sögu ríkari.
Samanburður

Það var greinilegur munur á sóknarleik Saints liðsins eftir að Drew Brees meiddist og Jameis Winston og Taysom Hill tóku við og skyldi engan undra. Liðið var 2/12 á þriðju tilraunum í leiknum og náðu einungis 17 endurnýjunum. Hlaupvörn liðsins fékk aðeins á sig 49 hlaupajarda í leiknum úr 25 tilraunum. Þrátt fyrir að 49ers hafi verið með boltann í höndunum í tæpar 33 mínútur fengu Saints tveimur fleiri sóknir (13 vs. 11).
Fjórir tapaðir boltar hjá lærisveinum Kyle Shanahan er ávísun á erfiðan dag en lykilklúðrin voru flöskurnar hjá pöntskilurum liðsins sem gáfu Saints 14 stig í þessum leik.

Það er voðalega lítið hægt að taka út úr leikjum San Francisco þessa dagana. Nick Mullens kastaði boltanum í tvígang frá sér en hann var alls ekkert ömurlegur í þessum leik.

Einhverra hluta vegna hafa Next Gen Stats ekki framleitt sendingakort fyrir Jameis Winston úr þessum leik og því sjáum við Drew Brees kortið í staðinn. Winston kom engum á óvart með frammistöðu sinni en spennandi verður að sjá hann spila á sunnudaginn þegar hann er búinn að fá vikuna til æfinga sem byrjunarliðsmaður.
Sex sigurleikir í röð og fjórir vinnanlegir leikir framundan hjá Saints
Þrátt fyrir að virka lélegir á löngum köflum hefur liðsmönnum Sean Payton tekist að vinna sex leiki í röð eftir að hafa byrjað mótið 1-2. Nú virðist vörnin vera mætt í teitið sem mun gefa liðinu öllu mikla orku. Það verður þó að teljast áhyggjuefni ef Drew Brees missir af leikjum sökum meiðsla því blindi byssubrandurinn Jameis Winston er til alls líklegur.
Næstu leikir hjá Saints liðinu eru gegn Falcons x2, Broncos og Eagles áður en liðið fær Patrick Mahomes og Chiefs í heimsókn 20. desember. Liðið situr um þessar mundir í efsta sæti suðurriðils NFC og eiga leik inni á Tampa Bay eiga Rams og Chiefs í næstu tveimur leikjum.
Kyle Shanahan styður Jimmy Garoppolo
Kyle Shanahan, þjálfari San Francisco, sagði eftir leikinn að hann búist við Garoppolo undir senter á næsta ári, þrátt fyrir vangaveltur sérfræðinga og stuðningsmanna liðsins um annað. Garoppolo hefur spilað sex leiki í vetur og er liðið 3-3 með hann undir stýri. Hann kastaði 7 snertimörk og 5 tapaðar sendingar áður en hann meiddist á ökkla í leikviku 8.
Sama hvernig John Lynch, framkvæmdastjóri 49ers, snýr sér í leikstjórnenda málum liðsins, mun vera áhugavert að fylgjast með framvindu mála í norður Kaliforníu. Liðið á bye viku þessa umferðina og mætir Los Angeles Rams á útivelli í leikviku 12.