
Hér má líta þá leikstjórnendur sem eru með lausa samninga eftir tímabilið en reikna má með því að nokkrir þeirra muni semja við sitt lið áður en frjálsi markaðurinn opnar á næsta ári.
Nick Mullens, sem steig upp í fjarveru Jimmy Garoppolo í fyrra, er reyndar Exclusive Rights Free Agent sem þýðir að 49ers geta léttilega haldið honum í 1 ár í viðbót ef þeir leggja fram lágmarkslaunaboð (minimum salary tender) sem tryggir þeim þjónustu hans án þess að önnur lið geti gert honum samningsboð.
Hér fyrir neðan eru smá hugleiðingar um þau lið sem gætu gert breytingar fyrir næsta tímabil í QB stöðunni sinni.
Cincinnati Bengals
Zac Taylor tók við aðalþjálfara stöðunni fyrir tímabilið en þá var Andy Dalton búinn að vera leikstjórnandi liðsins síðan hann var draftaður í annarri umferð 2011 nýliðavalsins. Zac Taylor er ungur sóknarheili og fyrrum leikstjórnandi Nebraska en deildin hefur verið að færast í þá átt með ráðningum undanfarið en Sean McVay og Kyle Shanahan hafa átt góðu gengi að fagna sem hefur sett af stað smá trend hjá GM-um deildarinnar.
Andy Dalton var hinsvegar bekkjaður eftir leikviku 8 og nýliðinn Ryan Finley steig inn í byrjunarliðið gegn Ravens í viku 10 eftir bye viku 9. Dalton átti gott run með Bengals en það eru hreinar línur að hans tími hjá félaginu er liðinn.
Cincinnati Bengals áttu séns á að drafta Dwayne Haskins og Drew Lock með ellefta pikkinu í seinasta drafti en ákváðu að taka sóknartæklarann Jonah Williams frá Alabama í staðinn. Það er því ljóst að Bengals eru ansi líklegir til þess að nýta sinn fyrsta valrétt (og þann fyrsta í 2020 draftinu, miðað við gengið akkurat núna) til þess að drafta leikstjórnanda. Þeir leikstjórnendur sem Bengals eru líklega að horfa til eru Joe Burrow hjá LSU og Tua Tagovailoa hjá Alabama en ég myndi útiloka að þeir reyni við einhvern af þeim leikstjórnendum sem verða með lausa samninga eftir tímabilið.
Miami Dolphins
Brian Flores tók við Dolphins fyrir tímabilið en síðan þá hefur front office-ið haft sig alla við að gera liðið ósamkeppnishæft í ár og skipt burt öllum sínum helstu stjörnum eins og Minkah Fitzpatrick og Laremy Tunsil.
Uppúr krafsinu hafa þeir hinsvegar fengið slatta af 1st rounders og sitja nú á samtals þremur slíkum fyrir næsta nýliðaval.
Dolphins fengu til sín leikstjórnandann Josh Rosen degi eftir að Arizona draftaði Kyler Murray með fyrsta valréttinum í síðasta nýliðavali en Rosen hefur hinsvegar ekki fengið mikinn séns á að stimpla sig inn í lið Dolphins í vetur því Ryan Fitzpatrick hefur verið að starta undanfarnar vikur.
Það þykir því nokkuð líklegt að Dolphins muni koma til með að líta til Joe Burrow eða Tua Tagovailoa í næsta nýliðavali en herferið #TankforTua hefur verið vinsæl á samfélagsmiðlum. Dolphins hafa hinsvegar unnið 2 leiki það sem af er tímabilinu og færst fjær fyrsta valréttinum í kjölfarið en munu þó að öllum líkindum velja innan topp 5.
Tennessee Titans
Titans völdu leikstjórnandann Marcus Mariota með öðrum valrétti árið 2015 og síðan þá hefur Mariota verið annaðhvort meiddur eða að valda vonbrigðum og nú vermir hann tréverkið hjá Tennessee. Mariota er að klára fimmta og síðasta árið á nýliðasamningi sínum hjá félaginu og eru líkur á lofti að Titans muni ekki koma til með að bjóða kauða nýjan samning.
Ólíkt Bengals og Dolphins eru Titans með hörku lið og í rauninni það eina sem vantar er ágætur QB. Ryan Tannehill hefur byrjað seinustu fjóra leiki Titans en liðið er 3-1 síðan þá og unnu núna seinast Chiefs, þar sem Tannehill spilaði vel og komið af stað almennilegum hugleiðingum um það hvar þetta lið væri ef það hefði ágætis leikstjórnanda.
Miðað við stöðuna í dag eru Titans að fara að velja númer 15 en þá verða Burrow og Tua örugglega farnir en þeir leikstjórendur sem talið er að fari á eftir þeim tveim eru Justin Herbert, Jordan Love og Jacob Eason.
Miðað við velgengni Lamar Jackson munu einhver lið horfa hýrum augum til Jalen Hurd, leikstjórnanda Oklahoma, en hann er einmitt mikill íþróttamaður og góður hlaupari sem myndi gefa Titans sókninni nýja vídd.
Tampa Bay Buccaneers
Bruce Arians tók við Buccaneers fyrir tímabilið en hann er þekktur sem QB gúrú en er virkilega hægt að bjarga Jameis Winston?
Jameis Winston hefur ekki enn náð að átta sig á því að stundum er betra að halda boltanum og taka sackið frekar en að reyna að finna samherja undir pressu. Winston situr á 105 snertimarkssendingum gegn 72 interceptions á ferlinum og er 17/14 í ár.
Þrátt fyrir erfiðleikana sagði Arians um daginn að ef Winston heldur áfram að gefa Bucs séns í næstu leikjum, þá séu mjög góðar líkur á að hann fái nýjan samning frá félaginu.
Arians hlýtur að hafa bullandi trú á getu sinni að ná því besta útúr QB-unum sínum því ég held að nánast allir á plánetunni séu búnir að gera upp hug sinn varðandi framtíð Winston hjá Tampa, eða þá NFL ef því er að skipta.
Ef NFL deildin myndi klárast í dag þá ættu Tampa Bay áttunda valréttinn í fyrstu umferð í næsta nýliðavali og þá er auðvelt að ímynda sér að ef Justin Herbert sé enn bíðandi eftir símtali að Jason Licht og Bruce Arians taki upp tólið og bindi enda á feril Winston hjá sjóræningjunum.
Washington Redskins
Case Keenum, Colt McCoy og Dwayne Haskins eru þeir leikstjórnendur sem hafa byrjað leiki fyrir Redskins á tímabilinu. Keenum var fenginn til liðsins fyrir tímabilið en félagið valdi Dwayne Haskins í seinasta nýliðavali númer 15 frá Ohio State. Ætli hugmyndin hafi ekki verið að fá Keenum til að spila þetta ár og leyfa Haskins að sjúga í sig þekkinguna og færnina sem þarf til að stjórna NFL sókn.
Byrjun Haskins hefur verið frekar glötuð en hann á enn eftir að kasta snertimarkssendingu en hefur þegar kastað 4 interceptions. Ætli egóið í Bruce Allen og Dan Snyder komi ekki í veg fyrir að þeir drafti QB á næsti ári en Haskins er ekki mjög hreyfanlegur leikstjórnandi og manni finnst eins og deildin sé að fara að setja þá kröfu á leikstjórnendur framtíðarinnar að þeir geti hlaupið jafnvel og þeir geta kastað.
Persónulega held ég að Haskins sé sú týpa af leikmanni sem verður í útrýmingahættu eftir nokkur ár en Watson, Jackson og Murray eru þessir hybrid leikstjórnendur sem geta framlengt sóknir og sótt yarda með löppunum og þær týpur af QB-um sem deildin muni sækjast meira og meira í.
Ég held að Redskins segi pass við QB-um í næsta nýliðavali og haldi sig við Simba.
Los Angeles Chargers
Philip Rivers er á sínu seinasta samningsári hjá klúbbnum og stjórnarformenn liðsins eru að öllum líkindum með einhversskonar hugmynd um næstu skref varðandi leikstjórnendastöðuna. Rivers hefur ekki misst úr leik síðan hann tók við byrjunarliðsstöðunni á sínu þriðja ári í NFL en fyrstu tvö árin var hann backup fyrir Drew Brees.
Rivers, sem verður 38 ára í næsta mánuði, leiðir deildina í sendinga yördum það sem af er ári en er aftur á móti með 3. flest interceptions og átti glataðan dag seinasta sunnudag gegn Raiders í viku 10. Hann er enn að spila á þokkalegu leveli en miðað við gengi Chargers í ár eru þeir að fara að drafta númer 12 á næsta ári sem gefur þeim glufu á að landa einhverjum eins og Justin Herbert hjá Oregon. Vissulega væri ekki vitlaust hjá þeim að styrkja sóknarlínuna eða sækja sér einn öflugan cornerback en ef rétti QB-inn er laus, þá væri skynsamlegt að grípa þá gæs hvort sem þeir bjóði Rivers 1-2 ára framlengingu eða ekki.
Heyrst hefur að Tom Brady hafi mögulegan áhuga á að spila fyrir Chargers en ef það tækifæri stæði til boða væri front office-ið heilalamað að stökkva ekki á það.
Chicago Bears
Ef að Titans eru lið sem vantar ágætis leikstjórnanda til að vera contender þá eru Bears lið sem vantar bara þokkalegan til að verða eitt af bestu liðunum í NFL. Vörnin er ekki alveg að skila sama árangri og í fyrra en fyrrum varnarþjálfari liðsins er nú aðalþjálfari Denver Broncos. Liðið er þó stútfullt af hæfileikaríkum varnarmönnum, sóknarlínan er fín, útherjarnir flottir og Matt Nagy þjálfari liðsins vann Þjálfari Ársins á seinasta tímabili.
Vandamál Bears er eins og flestir vita Mitchell Trubisky. Aumingja Trubisky virðist bara ekki taka neinum framförum og varnir annarra liða lesa strákinn eins og sögubók fyrir 1. bekkinga. Spekingar vestanhafs hafa þó líka viljað kenna Matt Nagy og hans playcalling um heimaslátrunina sem sóknarleikur Bears hefur verið. Hlaupaleikur liðsins er ekki nægilega sterkur en Bears treiduðu Jordan Howard til Eagles fyrir tímabilið og Tarik Cohen og David Montgomery hafa ekki náð að ógna nógu mikið.
Þeir skora sem þora og Bears þorðu heilan helling að treida upp í NFL nýliðavalinu árið 2017 til að taka Trubisky á undan Mahomes og Watson sem er ekki ósvipað því og að komast einn í gegn og skora sjálfsmark fyrir opnu marki andstæðingsins.
Bears eiga tvo valrétti í annarri umferð og væri ekki vitlaust að grípa Jake Fromm eða Jalen Hurts ef þeir eru enn lausir. Ian Rapaport segir líklegt að Cam Newton muni spila fyrir annað lið árið 2020 og segir að samkvæmt sínum heimildum sé Cam opinn fyrir skiptum til Chicago Bears.
Ef Cam Newton myndi ná sér góðum af þessu axlar- og fótaveseni sem hefur verið að hrjá hann að því virðist að eilífu og gæti beitt sér að einhverju leyti í hlaupaleiknum eins og hann hefur verið þekktur fyrir, þá er engum blöðum um það að fletta að Bears væru komnir með algera uppfærslu í leikstjórnendastöðuna.
Pittsburgh Steelers
Hve mikið á Big Ben Roethlisberger eftir? Hann meiðist á olnboga í öðrum leik Steelers á tímabilinu og fór fljótlega eftir það í aðgerð sem mun halda honum frá keppni í allan vetur.
Roethlisberger kom 22 ára gamall inn í deildina árið 2004 og spilaði seinustu 13 leiki Steelers það tímabilið eftir að Tommy Maddox, byrjunarliðs leikstjórnandi liðsins, meiðist í þriðja leik á olnboga. Big Ben sem var valinn númer 11 í nýliðavalinu nokkrum mánuðum áður, fyllir skarð Maddox og fer taplaus í gegnum seinustu 13 leikina.
Eftir að Roethlisberger meiðist á olnboga kemur inn Mason Rudolph frá Oklahoma State, tekinn í þriðju umferð 2018 nýliðvalsins. Hér endurtekur sagan sig nema Mason Rudolph er ekki Big Ben Roethlisberger og mun líklega aldrei leika eftir feril hans. Hann hefur byrjað 7 leiki og eru Steelers 4-3 í þeim leikjum. Sóknin hjá Pittsburgh hefur verið erfið áhorfs og vörnin séð um að skora og vinna leiki.
Steelers létu fyrsta valrétt sinn í 2020 nýliðavalinu frá sér til Dolphins þegar Minkah Fitzpatrick gekkst til lið við þá gulu og svörtu svo þeir eru ekki að fara að spá mikið í leikstjórnanda næsta apríl. Líklegast er að þeir rúlli með Rudolph sem QB út tímabilið og Big Ben taki aftur við keflinu árið 2020 og front office-ið leysi langtíma leikstjórnanda stöðuna með tíð og tíma.
NFL mun halda opinn æfingatíma fyrir Colin Kaepernick á morgun, laugardaginn 16. Nóvember vegna hve mörg lið hafa haft yfirlýstan áhuga á Kaepernick í þónokkurn tíma. Hann hefur ekki spilað NFL leik í 3 ár en spurningin er hvort Steelers menn sjái sér leik í borði þar sem þeir eru enn í bullandi úrslitakeppnis baráttu.
Denver Broncos
Joe Flacco er kominn á IR listann hjá Broncos og Brandon Allen startaði seinasta leik gegn Cleveland Browns og stóð sig ágætlega í sínu fyrsta NFL starti. Hann er þó að öllum líkindum ekki svarið í QB stöðunni hjá John Elway.
Elway draftaði QB-inn Drew Lock frá Missouri snemma í annarri umferð seinasta nýliðavals en hann er fyrst núna að byrja að æfa eftir að hafa tognað illa á hægri þumli á undirbúningstímabilinu. Það er ekki víst hvort Broncos komi til með að virkja hann inn í 53ja manna hópinn en þeir hafa 3 vikur til að meta það.
Flestir stuðningsmenn liðsins vilja fá Lock sem fyrst inn í byrjunarliðið til að hægt sé að meta hvort drafta þurfi annan QB í næsta drafti eða hvort hann hafi það sem þarf til að stýra NFL liði. Elway verður að teljast ansi líklegur til að reyna við Philip Rivers eða Drew Brees ef færi gefst á og mögulega Cam Newton þar sem framtíð hans hjá Panthers hefur verið í lausu lofti síðan Kyle Allen kom inn fyrir hann. Það virkaði heldur betur vel þegar Elway samdi við Peyton Manning en hann reyndi að endurvekja þá tíma þegar hann samdi við fyrrum Super Bowl MVP-inn Joe Flacco fyrir tímabilið en ég hugsa að Frelsisstytta Bandaríkjanna hreyfist meira í vasanum en Joe Cool.
New Orleans Saints
Meistari Drew Brees er á seinasta samningsári sínu hjá félaginu en hann gekk til liðs við Saints árið 2006 og hefur átt Hall of Fame feril síðan. Hann er All-Time NFL Passing Leader en er orðinn 40 ára gamall og spurning hvenær það fer að hægjast á honum.
Saints sitja á Teddy Bridgewater sem spilaði nokkra leiki í fjarveru Brees í ár en Teddy, sem er dýrasti backup QB deildarinnar, skrifaði undir 1 árs samning uppá 7.25 milljónir USD í mars síðasliðnum og verður líka samningslaus eftir tímabilið.
Það eru allar líkur á að Saints semji aftur við Brees en það er nokkuð ljóst að Bridgewater mun reyna á frjálsa markaðinn í leit að byrjunarliðssæti svo Saints þurfa að huga að nýjum backup og framtíðarlausn í stöðunni.
Draumur okkar allra er auðvitað að Taysom Hill taki við stöðunni og valti yfir varnir deildarinnar næstu 10 árin en svo er spurning hvort Rauði Riffillinn Andy Dalton sé ekki bara fínasti system QB fái hann séns að spila fyrir betra félag en Cincinnati Bengals. Gæti vel trúað því að Dalton myndi fúnkera fínt undir Sean Payton eða Bill Belichick en hann var auðvitað settur á bekkinn um daginn og verður frjáls allra mála eftir 2020 tímabilið sem þýðir að Bengals gætu reynt að treida honum fyrir þann tíma.
New England Patriots
Þótt ótrúlegt megi virðast hefur verið umtal um að Tom Brady muni spila fyrir annað lið en Patriots á næsta tímabili. Hvort það sé bara gripið úr rassgatinu á einhverjum vitleysingi eða hvað þá hefur Los Angeles Chargers verið nefnt sem ákjósanlegur klúbbur fyrir Brady. Hvað sem því líður þá er ekki ólíklegt að Brady og Belichick muni haldast í hendur þar til ferill Brady er á enda, labbandi í átt að sólsetrinu sögufræga.
Patriots dröftuðu leikstjórnanda Auburn í seinasta nýliðavali, Jarrett Stidham, og einhvernveginn finnst manni líklegt að hann þeim takist að ná öllu útúr þeim ágæta dreng, hvort svo sem það verði í skiptum eða sem byrjunarliðsmanni.
Ef Brady ákveður að breyta til, þá gæti ég séð Belichick reyna við Andy Dalton eða Teddy Bridgewater. Þeir myndu sætta sig við samning undir markaðsvirði leikstjórnenda til að fá tækifæri að spila undir Bill og það kæmi ekkert á óvart að Belichick myndi ná að kreista fram aukna framleiðslu hjá þeim.