Leikdagur.is fæddist í Vestmannaeyjum í janúar 2019. Fyrsta greinin birtist 15. febrúar sama ár – og nú, fjórum árum seinna, eru greinarnar 289 talsins. Þessi póstur verður því sá 290. í röðinni.
Eftir að hafa fært kvíarnar út fyrir hlaðvarpsgeirann, skrapp tíminn fyrir skrifað efni gríðarlega mikið saman. Þetta NFL tímabilið hefur lítið sem ekkert nýtt komið inná síðuna og sé ég það ekki breytast á komandi árum.
Ég þakka heimsóknirnar, lesturinn og þátttökuna í trívíunum. Heimasíðan og allt efnið verður tekið niður í lok mánaðar.
Áfram íþróttir og íþróttaumfjöllun.