Launaþak liða fyrir 2019 leiktíðina eru 190 milljónir bandaríkjadala en þakið fyrir nýafstaðið tímabil voru rétt rúmar 177 milljónir dollara. Ég er búinn að útbúa meðfylgjandi lista úr gögnum frá OverTheCap til að gefa ykkur tækifæri á að skoða stöðu ykkar liða eins og staðan er þegar þessi grein er skrifuð. Leikmannamarkaðurinn opnar opinberlega 13. mars en ákvaðarnir um að framlengja samninga, rifta þeim eða skipta leikmönnum eru nú þegar komnar á flug.
Tölurnar sýna hve langt undir (eða yfir í tilfelli Jacksonville) launaþakinu liðin eru miðað við núverandi samninga fyrir komandi tímabil. Margt mun breytast í þessu á næstu vikum og mánuðum en þetta er yfirlit yfir stöðuna eins og hún er í dag.
