Kraftröðunarnefnd Leikdags hefur nú uppfært kraftröðun sína í kjölfar úrslita í vikum 8 og 9. Staðalfrávik kraftröðunarinnar í heild sinni var 2,3 að þessu sinni og hækkar hún milli birtinga en seinast var hún 2,2. Nefndarmen voru mest sammála staðsetningu Cardinals (1) og Texans (31) en staðalfrávikin þar voru 0,4. Nefndarmenn voru minnst sammála um staðsetningu Vikings (18) og Seahawks (19) en staðalfrávikin þar voru 5,2 og 4,7.
Næsta uppfærsla: 23.11.2021
1. Cardinals (+1)
Enginn Murray, enginn Watt, enginn Hopkins og á útivelli… EKKERT mál. Liðið virðist vera vel skipulagt og er Cardinals eina liðið með aðeins 1 tap á tímabilinu.
2. Buccaneers (-1)
TB tapaði óvænt á móti Saints í W8 og missa því fyrsta sætið í kraftröðuninni, vonandi nýtti liðið sér bye vikuna vel, en Bucs keppa næst á móti WFT. Ég held að Brady og co. hafi hlegið vel á sunnudaginn þegar Falcons unnu Saints.
3. Packers (+2)
Packers eru að trenda upp á við, þeir voru í 7.sæti í W5, 5.sæti í W7 og núna fá þeir 3.sætið. Þeir töpuðu jú á móti Chiefs í W9, en Rodgers spilaði ekki þannig að nefndin sá enga ástæðu til að halda því mikið gegn þeim.
4. Rams (-)
Rams hafa verið frekar stöðugir, en þeir hafa alltaf verið í 4.sæti í þessari kraftröðun. Skyldusigur gegn Texans og tap gegn Titans náði greinilega að sannfæra nefndina til að halda liðinu í 4. sætinu. Liðið er þó eitt af þremur liðum með úrslitaskrána 7-2 þannig að kannski er það líka bara verðskuldað. Aðeins Cardinals eru 8-1.
5. Titans (+2)
Enginn Derrick Henry, eeekkert vandamál… Titans eru að trenda VEL upp á við. Þeir voru í 13.sæti í W5, 7.sæti í W7 og fá 5.sætið núna. Síðasta tap Titans kom í W4 á móti Jets, en síðan þá hefur liðið ekkert tapað og sitja í 1. sætinu í AFC South með úrslitaskrána 7-2.
6. Bills (-3)
Bills unnu skyldusigur gegn Dolphins í W8, yay! Liðið spilaði síðan á móti Jaguars og töpuðu leiknum 9-6. Jújú það var ekki mikið skorað í leiknum, en ég naut þess að sjá Josh Allen taka niður Josh Allen… Líklega óvæntustu úrslit tímabilsins.
7. Ravens (+1)
Ravens hækka um eitt sæti á milli birtinga, kannski er það bara réttilega verðskuldað enda var liðið með bye í W8 og unnu Vikings í OT í W9. Mér líður eins og Ravens hafa verið tiltölulega þöglir á þessu tímabili (þrátt fyrir að vera 6-2)… er það bara ég?
8. Cowboys (-2)
Sigur gegn Vikings ok, en tap gegn Broncos á heimavelli – það er ekki mjög kúrekalegt allavega ekki miðað við tímabilið hjá Cowboys hingað til. Kúrekar ríða hestum, ekki öfugt, en á sunnudaginn voru það hestarnir sem fengu að njóta sín. Sóknin og vörnin hjá Cowboys brotnuðu niður og í raun skitu þeir á sig. Það var ekki fyrr en á loka mínútum leiksins sem Cowboys fengu einhver stig, en það var alltof seint. Broncos leiddu 30-0 þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum.
9. Chargers (+1)
Chargers náðu sem betur fer að vinna Eagles í W9 eftir tapið gegn Pats í W8. Sigurinn var þó naumur, en hann endaði með vallarmarki þegar aðeins 2 sek voru OTC.
10. Chiefs (+3)
Chiefs unnu Giants í W8, reyndar bara með einu vallarmarki og voru síðan heppnir því Rodgers spilaði ekki vegna COVID-19 í W9. Chiefs sóknarleikurinn er lélegur og ekki er vörnin skárri. Eitthvað er ekki alveg að smella hjá Mahomes og félögum, en þeir ná ekkert að tengja saman.
11. Browns (-)
Maður veit ekkert hvað Browns gera næst, þetta hefur verið pínu yoyo tímabil hjá þeim… OBJ brotthvarfið virtist ekki hafa strítt þeim mikið á móti Bengals allavega. Browns halda í 11.sætið á milli birtinga, en voru í 9.sæti í W5. Þeir hækka ekki vegna tapsins á móti Steelers í W8.
12. Saints (+2)
Saints hækka upp í 12. sætið, úr 14. eftir sigur gegn Bucs, þrátt fyrir að tapa gegn Falcons í W9. Saints hefðu líklega komist í top 10 ef þeir hefðu ekki tapað á móti Falcons.
13. Patriots (+4)
Pats hækka um heil 4 sæti milli birtinga. Þetta má mest rekja til sigursins gegn Chargers í W8, en við megum samt ekki gleyma Panthers sigrinum í W9, en sá leikur fór 24-6 fyrir Pats.
14. Raiders (-2)
Raiders voru með bye í W8 og töpuðu síðan á móti Giants í W9. Þetta tap kemur kannski ekki mikið á óvart, enda er mórallinn í liðinu kannski ekki upp á 10 akkúrat núna.
15. Bengals (-6)
Bengals lækka um 6 sæti milli birtinga og kemur það kannski ekki mikið á óvart. Liðið tapaði á móti JETS í W8 og skeit á sig gegn Browns í W9. Bengals voru í 1. sæti í AFC eftir W7. Ekki bara í AFC North, heldur í AFC. Liðið er tveimur vikum seinna í 10. sæti í AFC og 4. sæti í AFC North. Alveg skelfilegt hvað liðið hrapaði illa á svona stuttum tíma eftir góða byrjun.
16. Steelers (+2)
Steelers náðu að vinna Bears í MNF og unnu Browns í W8. Þeir eru skyndilega komnir í 2. sætið í AFC North eftir að hafa unnið 4 leiki í röð.
17. Colts (-1)
Colts stóðu sig ágætlega á móti Titans í W8, en enduðu með að tapa honum, en þeir náðu að skora 45 stig gegn Jets í W9, en fengu þó á sig 30, sem er pínu mikið að mínu mati… Þeir falla um eitt sæti milli birtinga.
18. Vikings (-3)
Vikings falla um heil 3 sæti frá W7 eftir 20-16 tap gegn Cowboys í W8 og 34-31 tap gegn Ravens í W9. Verðskuldað? – mögulega. Málið með Vikings er að þeir virðast ekki ná að klára leikina sína. Þeir eru með gott lið á blaði, en það er ekki að fúnkera í samræmi við það í raunveruleikanum. Zimmer er undir mikilli pressu akkúrat núna, en ef liðið tapar gegn Chargers (W10) og Packers (W11) þá verður hann líklega látinn fara. Nefndarmenn voru minnst sammála um staðsetningu Vikings, en lægsta sætið var 26. á meðan hæsta sætið var 12. Þetta gæti verið vegna þess að sumir hafa meiri trú á liðið vegna þess hversu gott liðið er á blaði á meðan aðrir horfa á niðurstöður og komandi leikáætlun.
19. Seahawks (+3)
Seahawks unnu Jaguars í W8 og voru með bye í W9, en hækka samt um heil 3 sæti. Nefndarmenn voru að vísu frekar ósammála um staðsetningu liðsins í kraftröðuninni, en hæsta sætið var 11. og lægsta var 22. Nefndarmenn tókust smá á þegar minnst var á staðsetningu Seahawks í kraftröðuninni.
20. Broncos (+3)
Margt hefur gerst á sl. 2 vikum, en Broncos hafa gjörsamlega náð að snúa við sínum leik, en núna er aftur gaman að horfa á Broncos, en liðið vann WFT í W8 og upset sigur gegn Cowboys í W9. Ég persónulega hefði viljað sjá Broncos tveimur sætum ofar, en ekki voru allir á sömu blaðsíðu og var einn nefndarmaður með liðið í 24.sæti.
21. 49ers (-2)
49ers voru með kjörið tækifæri til að ganga frá Cardinals í SNF í W9, en náðu því ekki þrátt fyrir að Murray, Watt og Hopkins spiluðu ekki… Að minnsta kosti unnu þeir Bears í W8.
22. Falcons (-1)
Tapið gegn Panthers í W8 er greinilega að halda Falcons til baka, enda unnu þeir Saints í W9 í frekar spennandi leik, en hann endaði í 27-25 og vannst leikurinn þegar 0 sek voru OTC með vallarmarki frá Younghoe Koo.
23. Panthers (+3)
Á sama tíma og Falcons lækka vegna Panthers, þá hækka Panthers mikið vegna sigursins gegn Falcons, enda skeit liðið á sig gegn Pats í W9.
24. Eagles (+1)
Eagles slátruðu Lions í W8. Eagles er lélegt lið, en Lions er bara annað lélegt þannig að þeir kannski fá ekki eins mikið credit fyrir þessa slátrun. Liðið tapaði síðan á móti Chargers í W9 þannig að þeir hækka bara um 1 sæti milli birtinga.
25. Giants (+2)
Giants töpuðu gegn Chiefs í W8 og unnu Raiders i W9. Þeir standa í 3.sætið í NFC East og djöfull er þessi riðill eitthvað leiðinlegur alltaf… kannski fyrir utan Cowboys í ár. Er það bara ég?
26. Bears (-2)
Svekkjandi tap gegn Steelers í MNF, en gaman samt að hjá Montgomery aftur, kannski bara því ég er með hann í Fantasy… Annars eru bara Bears að vera Bears, töpuðu á móti 49ers í W8 33-22, hvað annað er nýtt?
27. Football Team (-7)
WFT tapaði á móti Broncos í W8 og bye í W9… ég hef ekkert meira að segja. Liðið er lélegt og það er leiðinlegt að horfa á þá spila. Því miður.
28. Jaguars (+1)
Hvernig náðu Jaguars að vinna Bills? Ég er ennþá að reyna átta mig á því… Eru Jags að verða góðir eða voru Bills bara svona lélegir? Voru þetta í alvörunni tveir Josh Allen?
29. Dolphins (-1)
Dolphins töpuðu á móti Bills í W8, það kom bara alls ekki óvart, en liðið náði að sigra Texans í W9, sem kom heldur ekki á óvart enda eru Texans lélegir.
30. Jets (+2)
Jets unnu Bengals í W8 og töpuðu síðan í 75 stiga leik gegn Colts í W9, en staðan var 45-30. Fyrir þennan sigur og fyrir að ná að skora 30 stig á Colts vörnina hækkar liðið um 2 sæti.
31. Texans (-)
Texans eru lélegir.
32. Lions (-2)
Ég vorkenni D’Andre Swift fyrir að vera í þessu lélega liði. Ég væri mjög mikið til í að sjá hann í eitthvað lið sem þarf alvöru RB t.d. Bills eða Chiefs.