Kraftröðunarnefnd Leikdags hefur nú uppfært kraftröðun sína í kjölfar úrslita í vikum 6 og 7. Staðalfrávik kraftröðunarinnar í heild sinni var 2,2 að þessu sinni og lækkar hún milli birtinga en seinast var hún 2,6. Nefndarmenn voru mest sammála með staðsetningu Bengals og Jaguars en staðalfrávikin voru 0,8 hjá báðum liðunum. Nefndarmenn voru minnst sammála um staðsetningu Bears og Broncos en staðalfrávikin þar voru 5,1 og 4,6.
Næsta uppfærsla: 10.11.2021
1. Buccaneers (+1)
Buccaneers eru 6-1 (2-0 frá W5) og sitja þægilega í 1.sæti í NFC South. Liðið vann nauman sigur gegn Eagles í W6, en leikurinn endaði bara 28-22. Aftur á móti náðu Bucs að slátra Bears í W7 38-3, en vörnin fór á kostum ásamt því að Tom Brady náði TD númer 600. Liðið keppir á móti Saints í W8 og bye í W9.
Loftur: Brady komst upp með rán aldarinnar þegar hann lét eiganda TD bolta nr. 600 fá skít og kanil í staðinn fyrir boltann. Fór sáttur að sofa eftir þann sigur. Já, líka með að hafa unnið Bears.
2. Cardinals (+1)
Cardinals eru 7-0 (2-0 frá W5) og er eina taplausa liðið eftir í deildinni á tímabilinu. Liðið vann Browns í W6 og slátraði Texans í W7, en sá leikur fór 31-5 og var leikurinn jafnframt fyrsti leikur í sögu NFL sem endar með þessari stöðu. Hvað þurfa Cardinals að gera til þess að ná fyrsta sætinu? Tjah þeir eiga leik á móti Packers í W8 og 49ers í W9. Ég held að nefndin geti ekki lengur haldið Cardinals frá 1.sætinu ef þeir ná að sigra Packers og 49ers og verða því komnir í 9-0.
3. Bills (-2)
Bills eru 4-2 (0-1 frá W5) eftir tap gegn Titans í W6. Leikurinn var í rauninni spennandi alveg þangað til í lokin, en staðan var 34-31 þegar Bills voru komnir við 3 yds línuna hjá Titans með undir mínútu á klukkunni. Það stefndi allt í sigur hjá Bills eða að minnsta kosti OT, en ákveðið var að láta Josh Allen fá boltann og reyna 4th down QB sneak sem gekk ekki upp. Þrátt fyrir tapið gegn Titans þá eru bjartir tímar framundan hjá Bills liðinu, enda eru þeir í 1.sæti í AFC East og keppa á móti Dolphins í W8, Jaguars í W9 og Jets í W10.
4. Rams (-)
Rams eru 6-1 (2-0 frá W5) eftir sigur gegn Giants í W6 og Lions í W7. Liðið hefur það frekar gott, en það situr samt ekki í fyrsta sæti í sínum riðli þar sem að Cardinals eru 7-0. Rams eru með sterkan sóknarleik og varnarleik, en það sem stendur helst uppúr er gott tímabil hjá Cooper Kupp, en maðurinn er með flest grip á tímabilinu (56), flesta gripjarda (809) og flest gripin snertimörk (9) og er þar af leiðandi besti WR á tímabilinu. Rams keppa næst á móti Texans í W8 og Titans í W9.
5. Packers (+2)
Packers eru 6-1 (2-0 frá W5) eftir að hafa „ownað“ Bears í W6 og sigrað Football Team í W7. Packers eru sannfærandi á þessu tímabili og sitja í 1.sæti í NFC North, en liðið í öðru sæti er bara með 3-3 (Vikings). Það er enginn í Packers liðinu sem er að eiga „monster“ tímabil í raun og veru, en liðið í heild sinni er að vinna vel saman og ná að vinna leiki. Það kemur í ljós hvort að þetta dugi á næstu vikum, en liðið keppir á móti Cardinals í TNF í W8 og Chiefs í W9.
6. Cowboys (-)
Cowboys eru 5-1 (1-0 frá W5) og sitja í 1.sæti í NFC East. Gaman hefur verið að fylgjast með Cowboys á tímabilinu og við skulum ekki gleyma því að eina tapið kom á móti Buccaneers í W1 þar sem þeir töpuðu með aðeins tveimur stigum. Ég held að ástæðan fyrir því að nefndarmenn þora ekki að setja Cowboys hærra er sú að þeir eiga ennþá eftir að sanna sig á móti betra liði, en besta liðið sem Cowboys hafa unnið er Chargers, sem eru í 10.sæti þessa lista. Hin liðin eru í 17.sæti og lægra. Cowboys keppa næst á móti Vikings í W8 og Broncos í W9.
7. Titans (+6)
Titans eru 5-2 (2-0 frá W5). Titans unnu Bills í spennandi leik í W6 og hreinlega slátruðu Chiefs í W7. Liðið situr núna í 1.sæti í AFC South og virka mjög sannfærandi. Derrick Henry er ennþá besti RB í NFL með 869 yds, eða um 124 yds á leik. Skemmtilegir tímar framundan hjá liðinu, en þeir keppa á móti Colts í W8 og Rams í W9.
8. Ravens (-)
Ravens eru 5-2 (1-1 frá W5) eftir sigur gegn Chargers í W6 og tap gegn Bengals í W7. Ravens í raun slátruðu Chargers í W6 og fór leikurinn 34-6, en sagan var öfug í W7 þegar Ravens voru eyðilagðir af Bengals, sem hirtu 1.sætið í AFC North með sigrinum. Liðið er með bye í W8 og keppir síðan á móti Vikings í W9.
9. Bengals (+2)
Bengals eru 5-2 (2-0 frá W5) og sitja efstir í AFC North eftir sigur gegn Lions í W6 og sigur gegn Ravens í W7. Leikurinn gegn Ravens fór 41-17, en það sem stendur hvað mest uppúr hjá Bengals liðinu á þessu tímabili er nýliðinn Ja´Marr Chase. Maðurinn er með 51 targets í 7 leikjum, 35 grip, 754 gripjarda og 6 snertimörk. Ef við gerum ráð fyrir óbreyttum árangri hjá honum út tímabilið gæti hann endaði með 1520 jarda og 15 snertimörk fyrir playoffs.
Loftur: Joe Burrow er enn með hann beinstífan eftir að hafa séð hvað Chase gerði við Ravens vörnina á útivelli. Er orðinn spenntur fyrir restinni af tímabilinu.
10. Chargers (-5)
Chargers eru 4-2 (0-1 frá W5) eftir tap gegn Ravens í W6. Í rauninni var þetta ekki bara tap heldur var þeim slátrað, en leikurinn fór 34-6 og var liðið mjög ósannfærandi. Liðið fékk því miður ekki að bæta stöðu sína eftir lélegan leik þar sem að þeir voru með bye í W7. Chargers keppa á móti Patriots í W8 og Eagles í W9, þessir leikir ættu ekki að reynast liðinu erfiðir.
11. Browns (-2)
Browns eru 4-3 (1-1 frá W5). Browns töpuðu gegn sjóðandi heitu Cardinals liði í W6 og náðu að vinna Broncos naumlega í W7. Browns hafa pínu verið að yoyo-a á þessum tímabili, en þeir byrja á því að tapa gegn Chiefs, vinna svo þrjá leiki í röð á móti Texans, Bears og Vikings, tapa á móti Chargers og Cardinals og vinna síðan Broncos. Niður upp, niður upp. Að vísu er liðið að glíma við meiðsli, en hvorki Hunt né Chubb voru með gegn Broncos í W7. Liðið keppir næst á móti Steelers í W8 og Bengals í W9, lykilleikir fyrir baráttuna um AFC North.
Loftur: Baker Mayfield er farinn að spá hvort hann ætti að snúa sér að leiklistinni og finna sér fleiri auglýsingar til að leika í fyrst þetta mallaði svona vel með Keenum og D’Ernest Johnson á meðan hann og hálf sóknin var meidd.
12. Raiders (+5)
Raiders eru 5-2 (2-0 frá W5) eftir sigur gegn Broncos í W6 og Eagles í W7. Raiders töpuðu heldur betur óvænt gegn Bears í W5, en hafa síðan átt góða endurkomu með því að vinna Broncos og Eagles. Liðið er með bye í W8 og keppa á móti Giants í W9.
13. Chiefs (-3)
Chiefs eru 3-4 (1-1 frá W5). Chiefs unnu Football Team frekar sannfærandi eftir að þeir girtu sig í brók í hálfleik í W6, í raun ekkert sem kemur á óvart hér, enda erum við að tala um Chiefs á móti Football Team… skyldusigur. Chiefs töpuðu hins vegar mjög illa á móti Titans í W7 og er ekki lengur hægt að horfa á Chiefs með sömu augum eftir þennan leik. Chiefs eru í rauninni það lélegir og leiðinlegir akkúrat núna að ég nenni ekki að skrifa meira og ætla bara að leyfa mér að hafa eftir honum Ómari Karl Sigurjónssyni, en hann póstaði á Facebook síðuna NFL spjallið á Íslandi á meðan leiknum stóð: „Það er algjört hrun hjá KC Chiefs þetta hrun er verra en íslenska bankahrunið“. Chiefs keppa á móti Giants í W8 og Packers í W9.
Loftur: Andy Reid er farinn að hafa meiri áhyggjur af varnarleik sinna manna en sínu eigin ostborgara áti.
14. Saints (-2)
Saints eru 4-2 (1-0 frá W5) og sitja í 2.sæti í NFC South. Liðið var í bye viku í W6, en þeir heimsóttu Seahawks í W7 í SNF og unnu leikinn 13-10. Það var ekki mikið skorað í leiknum og virkuðu bæði liðin ryðguð, en Saints náðu allavega að klára leikinn. Liðið keppir næst á móti Buccaneers í W8 og Falcons í W9.
Loftur: Sean Payton hugsar enn um Brees en lítur síðan á völlinn og sér Winston. Það er ekki fallegt.
15. Vikings (+3)
Vikings eru 3-3 (1-0 frá W5) og sitja í 2.sæti í NFC North. Vikings heimsóttu Panthers í W6 og var staðan 28-28 eftir Q4 og fór leikurinn þar af leiðandi í OT. Vikings voru ekki lengi að afgreiða Panthers í OT, en Dalvin Cook skoraði TD eftir góða sókn og endaði leikurinn 34-28. Vikings eiga tiltölulega erfiða leikáætlun framundan, en þeir keppa á móti Cowboys í W8, Ravens í W9, Chargers í W10 og Packers í W11 þannig að vonandi náði liðið að skipuleggja sig vel í bye vikunni.
Loftur: Zimmer með miklar áhyggjur af næsta leik gegn Cowboys. Þakkar fyrir auka tímann sem þeir fengu til undirbúnings en er að sama skapi pirraður að Cowboys fengu jafn mikinn tíma og hann.
16. Colts (+8)
Colts eru 3-4 (2-0 frá W5) og sitja í 2.sæti í AFC South. Colts er hástökkvari útgáfunnar að þessu sinni, en liðið hækkar um 8 sæti frá W5 eftir 31-3 sigur gegn Texans og 30-18 sigur gegn 49ers í SNF. Colts keppa næsta á móti Titans í W8 og Jets í W9.
17. Patriots (+3)
Patriots eru 3-4 (1-1 frá W5) eftir tap gegn Cowboys í W6 og sigur gegn Jets í W7. Patriots slátruðu Jets í W7 og endaði leikurinn 54-13 fyrir Patriots. Patriots keppa næst á móti Chargers í W8 og Panthers í W9.
18. Steelers (+1)
Steelers eru 3-3 (1-0 frá W5). Steelers náðu að vinna Seahawks í W6, sem voru án Russell Wilson, með einu FG. Liðið virkar ekki mjög sannfærandi um þessar mundir þrátt fyrir smá endurkomu í W6. Liðið keppir á móti Browns í W8 og Bears í W9. Steelers sitja neðstir í AFC North og er því Browns leikurinn í W8 mjög mikilvægur ef liðið ætlar sér að henda í alvöru endurkomu á þessu tímabili.
19. 49ers (-4)
49ers eru 2-4 (0-1 frá W5) eftir tap gegn Colts í SNF í W7. 49ers þurfa að fara gefa í ef þeir ætla sér að ná langt á þessu tímabili, enda eru þeir í 3 .sæti í blóðugum NFC West riðli. Liðið þarf að vinna Bears í W8, enda keppa þeir á móti Cardinals í W9 og Rams í W10.
20. Football Team (+5)
Football Team eru 2-5 (0-2 frá W5) eftir tap gegn Chiefs í W6 og Packers í W7. Það er mjög áhugavert að sja WFT hækka um 5 sæti frá síðustu birtingu þrátt fyrir að vera 0-2. Þetta gæti skýrst að hluta vegna þess að liðið stóð sig vel á móti Chiefs í fyrri hálfleik og voru lengir tæpir gegn Packers. Annars eru WFT að hækka útaf hreyfingu annarra liða. WFT keppir næst á móti Broncos í W8 og bye í W9.
21. Falcons (+5)
Falcons eru 3-3 (1-0 frá W5) eftir sigur gegn Dolphins. Leikurinn var mjög spennandi en hann endaði 30-28 eftir game-winning FG frá Younghoe Koo þegar 3 sekúndur voru eftir á klukkunni. Nýliðinn TE Kyle Pitts var með 163 gripjarda.
22. Seahawks (-1)
Seahawks eru 2-5 (0-2 frá W5) og sitja í 4.sæti í NFC West. Russell Wilson er ennþá meiddur og hefur Geno Smith fyllt inn fyrir hann. Liðið tapaði báðum leikjunum sínum með aðeins 3 mörkum á móti Steelers í W6 (23-20) og Saints í W7 (13-10).
Loftur: Pete Carroll óskar sér ekkert heitar en að fá Wilson aftur til baka því hann veit að þetta lið fer ekki neitt án hans.
23. Broncos (-7)
Broncos eru 3-4 (0-2 frá W5). Er það bara ég eða er Broncos leiðinlegt lið? Jújú þeir vinna þarna fyrstu þrjá leiki tímabilsins (á móti reyndar Giants, Jaguars og Jets), en þegar það kemur að mikilvægum leikjum þá geta þeir ekkert gert. Leikurinn á móti Browns var að vísu tæpur, en þeir töpuðu honum samt sem áður og hafa nú tapað (eins og Panthers) fjórum leikjum í röð. Ekkert spennandi að gerast hjá liðinu á þessum tímapunkti og þeir sitja í 4.sæti í AFC West. Liðið keppir á móti Football Team í W8 og Cowboys í W9.
24. Bears (-2)
Bears eru 3-4 (0-2 frá W5) en töpin komu á móti erfiðum andstæðingum, Packers í W6 og Buccaneers í W7. Það má færa rök fyrir því að Bears áttu séns á móti Packers, en Bears voru gjörsamlega eyðilagðir af Buccaneers og endaði leikurinn 38-3. Bears keppa á móti 49ers í W8 og Steelers í W9.
25. Eagles (-2)
Eagles eru 2-5 (0-2) eftir tap gegn Bucs í W6 og Raiders í W7. Það er mjög leiðinlegt að horfa á Eagles spila, bara so sorrí Eagles aðdáendur.
Loftur: Sirianni hugsar sér gott til glóðarinnar þegar hann sá að þeir eiga Lions næst. Er mjööööög spenntur en ég myndi ekki vera svo peppaður. Eagles ekki það mikið betri en Lions.
26. Panthers (-12)
Panthers eru 3-4 (0-2 frá W5) eftir tap gegn Vikings í W6 og tap gegn Giants í W7. Panthers byrjuðu tímabilið mjög vel og voru 3-0, en síðan þá hafa þeir tapað öllum leikjunum. Christian McCaffrey er ennþá meiddur og kemur ekki til með að spila fyrr en W9 gegn Patriots. Panthers keppa á móti Falcons í W8.
Loftur: Sam Darnold er farinn að sjá drauga aftur. Er orðinn mjög hræddur fyrir næstu helgi enda er það hrekkjavakan.
27. Giants (+1)
Giants eru 2-5 (1-1 frá W5) eftir tap gegn Rams í W6 og sigur gegn Panthers í W7. Giants náðu reyndar að slátra Panthers og endaði leikurinn 25-3. Liðið keppir næst á móti Chiefs í W8 og Raiders í W9.
Loftur: Joe Judge er í skýjunum núna! Því miður voru þetta þó bara Panthers og næst fá þeir Chiefs, sem munu slátra þeim á mánudaginn.
28. Dolphins (-1)
Dolphins eru 1-6 (0-2 frá W5) eftir tap bæði gegn Jaguars í W6 og Falcons í W7. Þeir töpuðu leikjunum samt naumlega, Jaguars (23-20) og Falcons (30-28). Dolphins keppa næst gegn Bills í W8 og Texans í W9.
29. Jaguars (+3)
Jaguars eru 1-5 (1-0 frá W5) eftir að hafa unnið Dolphins í W6 í London. Trevor Lawrence náði loksins að vinna leik í NFL. Jaguars keppa á móti Seahawks í W8 og Bills í W9.
Loftur: Urban Meyer slakaði vel á í frívikunni. Var erfitt að sjá hvort hann hefði verið með hugann við ungu dömuna af barnum þó.
30. Lions (-)
Lions eru 0-7 (0-2 frá W5), en liðið tapaði á móti Bengals í W6 og Rams í W7. Lions náðu reyndar að þrauka af frekar lengi á móti Rams og fór leikurinn bara 28-19. D´Andre Swift var með 48 hlaupajarda, 8 grip, 96 gripjarda og 1 snertimark. Lions taka á móti Eagles í W8 og eru með bye í W9.
31. Texans (-2)
Texans eru 1-6 (0-2 frá W5) og fyrir utan sigurinn gegn Jaguars í W1 þá hafa þeir ekkert gert. Liðið er lélegt, en á nokkrum árum hafa lykilmenn eins og De´Andre Hopkins og J.J. Watt yfirgefið liðið og Watson er ennþá í lagalegu basli utanvallar. Óspennandi lið og ég vorkenni stuðningsmönnum þess. Liðið keppir á móti Rams í W8 (bara formsatriði í rauninni) og Dolphins í W9.
32. Jets (-1)
Jets eru 1-5 (0-1 frá W5) eftir tap gegn Patriots. Patriots eyðilögðu Jets, það er bara þannig, en leikurinn fór 54-13, Patriots í vil. Jets keppa næst á móti Bengals í W8 og Colts í W9.
Loftur: Það var ekkert eldsneyti á þessum þotuhreyflum og Saleh vill að birgðirnar verði skoðaðar og hvað fór úrskeiðis.