Leikdagur hefur sett saman svokallaða Kraftröðunarnefnd, sem samanstendur af fimm greinendum. Allir nefndarmenn búa til sína eigin kraftröðun og síðan er kraftröðun nefndarinnar í heild sinni fengin með því að taka einfalt meðaltal kraftraða nefndarmanna. Nefndin uppfærir kraftröðun sína að minnsta kosti á tveggja vikna fresti.
Nefndarmenn voru mest sammála um fyrsta sætið og síðasta sætið, en staðalfrávikin voru 0,6 og 0,5 á þessum sætum. Nefndarmenn voru síst sammála um staðsetningu Seahawks liðsins í kraftröðuninni, en staðalfrávikið þar var nokkuð hátt, eða 6,4. Staðalfrávik fyrir kraftröðunina í heild sinni var 2,6 að þessu sinni.
Staðalfrávik mælir frávik frá miðju, þannig bendir mælikvarðinn á að ef allir nefndarmenn væru sammála, væri staðalfrávikið 0.
1. Buffalo Bills (-)
Bills eru komnir í 4-1 eftir sannfærandi sigur á útivelli gegn Chiefs. Bills eru bæði með mjög sterkan sóknarleik og varnarleik og geta komist mjög langt í ár ef þeir halda þessu áfram.
2. Tampa Bay Buccaneers (-)
Buccaneers afgreiddu Dolphins auðveldlega um helgina og endaði leikurinn 45-17 fyrir meistarana. Bucs eru með besta QB allra tíma, Tom Brady, og eins lengi og hann er í liðinu, þá verður erfitt að stoppa þá. Tom nýtur góðs stuðnings frá hlaupavörninni, en vörnin leyfir aðeins 45,8 yds í leik. Bucs eru 4-1 og á góðri leið en eini tapaði leikurinn var á útivelli gegn LA Rams.
3. Arizona Cardinals (-)
Allt virðist ganga upp hjá Cardinals um þessar mundir en liðið er 5-0, með sterka vörn, sterka sókn og fjölhæfan QB.
4. Los Angeles Rams (-)
Eina tap Rams á tímabilinu kom á móti Cardinals. Fyrir utan þann leik hafa Rams verið á frekar þægilegri siglingu og unnu meðal annars meistarana Bucs. Tölfræðilega er Rams liðið ekkert að standa sig frábærlega en liðið er í 8. sæti þegar það kemur að yds í leik sóknarlega (408,2) og í 15. sæti varnarlega (388,2). Liðið er 4-1 og spila gegn vængbrotnu Giants liði í næstu viku. Skyldusigur fyrir lið sem ætlar sér að vinna Ofurskálina.
5. Los Angeles Chargers (-)
Chargers sóknin var rafmögnuð á móti Browns um helgina en sóknin náði að setja upp 47 stig. QB Justin Herbert var svakalegur, en hann endaði leikinn með 398 yds, 4 TD, 0 INT og 122,0 rating. Williams-Herbert kombóið hélt áfram að springa út og var Williams með 165 yds og 2 TD.
6. Dallas Cowboys (-)
Cowboys unnu Giants á sunnudaginn, alveg eins og í viku 5 í fyrra. Staðan var hins vegar öðruvísi þá, en liðið var 2-3 eftir leikinn þá, liðið er hins vegar 4-1 núna og er á blússandi siglingu.
7. Green Bay Packers (-)
Eftir vægast sagt óvænta byrjun í upphafi móts hafa Packers svo sannarlega náð að koma til baka, en liðið er 4-1 eftir OT sigur gegn Bengals um helgina.
8. Baltimore Ravens (-)
Ravens náðu að vinna Colts í MNF, en þeir voru heppnir enda fengu Colts tækifæri til að klára leikinn og koma í veg fyrir OT með vallarmarki. Blankenship setti boltann framhjá og leikurinn fór í OT þar sem Ravens kláruðu hann þægilega. Ravens standa í 4-1 eftir leikinn og hafa verið að sigla tiltölulega lygnan sjó. Þeir taka við rafmögnuðu Chargers liði næstu helgi.
9. Cleveland Browns (-)
Browns liðið náði ekki að afgreiða Chargers á sunnudaginn þrátt fyrir að hafa hleypt að tvíhöfða skrímslinu, Chubb-Hunt, en parið endaði með 222 yds og 3 TD. Liðið er í 3-2 eftir fyrstu 5 vikurnar.
10. Kansas City Chiefs (-)
Gengi liðsins á þessu tímabili er til háborinnar skammar miðað við síðustu ár, en liðið er 2-3 í seinasta sæti í AFC West eftir tap á heimavelli gegn sterku Bills liði. Með allan þennan sóknarþunga í Tyreek Hill, Travis Kelce, CEH og Mahomes, þá er hreinlega skrítið að liðið sé að standa sig svona illa. En í rauninni er það vörnin sem er að draga Chiefs niður. Vörnin er sú lélegasta í deildinni á þessu tímabili. Vörnin leyfir 32,6 stig á leik (32.sæti), 437,4 yds á leik (31.sæti) og 7,1 yds á tilraun (32.sæti). Chiefs þurfa að girða sig í brók, spíta í lófana og alla þessa frasa, ef þeir ætla sér að ná langt á þessu tímabili.
11. Cincinnati Bengals (-)
Bengals töpuðu á móti Packers í OT trylli á sunnudaginn. Leikurinn var vægast sagt spennandi fram að loka sekúndu. Bengals hafa verið að spila skemmtilegan leik á þessu tímabili og virka mjög ferskir, sérstaklega eftir komu JaMarr Chase.
12. New Orleans Saints (-)
Það eru ekkert rosalega spennandi hlutir að gerast hjá Saints um þessar mundir en liðið stendur í 3-2 eftir sigur gegn veiku Washington liði. Liðið tapaði á móti viku Giants liði í viku 4, þannig að þetta er pínu upp og niður hjá þeim í ár en fá WR Michael Thomas og K Will Lutz til baka eftir komandi bye viku.
13. Tennessee Titans (-)
Það er í rauninni mjög skrítið að Titans séu bara 3-2 eftir 5 vikur eftir allt hype-ið fyrir tímabilið, en liðið er með WR Julio Jones, WR A. J. Brown og RB Derrick Henry. Liðið fær ekki mikið credit fyrir að vinna Jaguars eftir tapið gegn Jets í viku 4.
14. Carolina Panthers (-)
Panthers byrjuðu tímabilið vel og voru komnir í 3-0. Síðan þá hafa þeir tapað tveimur leikum í röð, á móti Cowboys í viku 4 og á móti Eagles í viku 5. Liðið er í raun ekki slæmt, vörnin er góð, en það bara vantar þeirra helstu stjörnu, RB Christian McCaffrey, sem meiddist í viku 3 á móti Texans.
15. San Fransisco 49ers (-)
Liðið stendur í 2-3 eftir ekki beint skemmtilegt leikjaprógram. 49ers unnu sína „skyldusigra“ á fyrstu tveimur vikunum gegn Lions og Eagles, en síðan þá hefur lítið heyrst frá liðinu. Liðið náði að halda út frekar lengi á móti Cardinals um helgina, en enduðu á að tapa leiknum.
16. Denver Broncos (-)
Broncos töpuðu heldur betur óvænt gegn veiku Steelers liði á sunnudaginn eftir að hafa byrjað tímabilið 3-1. Liðið er því dottið niður í 3-2 eftir einvígið.
17. Las Vegas Raiders (-)
Eftir sjóðandi heita byrjun hjá Raiders, þá virðast þeir vera byrjaðir að gefa eftir. Liðið byrjaði 3-0, en stendur núna í 3-2 eftir tap gegn Bears á heimavelli. Það verður spennandi að sjá gengi liðsins í ljósi þess að Jon Gruden sagði af sér sem þjálfari liðsins.
18. Minnesota Vikings (-)
Vikings eru með ágætt lið, á blaði í það minnsta. En þeir eru með WR Justin Jefferson, WR Adam Thielen og RB Dalvin Cook. Vikings standa í 2-3 eftir nauman sigur gegn veiku Lions liði.
19. Pittsburgh Steelers (-)
Steelers eru 2-3 eftir 5 vikur, en liðið var 5-0 á sama tíma í fyrra. Liðið náði að vinna Broncos um helgina, en fyrir utan það hafa þeir lítið annað en að vinna Bills í viku 1. Liðið er með 319,6 yds á leik (27.sæti) og 18,8 stig á leik (27.sæti). Steelers vörnin er að standa sig betur en sóknin, en vörnin leyfir 361 yds á leik (16.sæti) og 22,4 stig á leik (10.sæti). Steelers spila næst á móti Seahawks í SNF, sem verða án Russell Wilson.
20. New England Patriots (-)
Mac Jones hefur ekki alveg náð að heilla alla eftir fyrstu 5 vikurnar sem QB hjá Pats. Liðið er 2-3 og er Mac Jones með 86,4 í rating með 5 TD of 5 INT og 1243 yds. Pats náðu rétt svo að vinna Texans um helgina, það segir allt sem þarf að segja um stöðu mála hjá Pats um þessar mundir.
21. Seattle Seahawks (-)
Geta Seahawks eitthvað án QB Russell Wilson? Það er stóra spurningin. Liðið er 2-3 eftir 5 vikur og eiga leik á móti Steelers næstu helgi í SNF.
22. Chicago Bears (-)
Bears eru 3-2 eftir 5 vikur eftir að hafa unnið Raiders þrátt fyrir meiðsli hjá RB David Montgomery. Bears sóknin hefur í rauninni ekki verið að standa sig mjög vel, það er í vörnin sem á heiðurinn á tímabilinu, en liðið leyfir að meðaltali um 20 stig á leik (8.sæti) og um 332 yds á leik (9.sæti).
23. Philadephia Eagles (-)
Eftir lélega byrjun á tímabili náðu Eagles að koma okkur á óvart, en þeir unnu brakandi ferskt Panthers lið á útivelli. Sigurinn var reyndar frekar naumur, en leikurinn endaði 21-18 fyrir Eagles. Eagles eru 2-3 eftir leikinn, en eiga erfiðan leik á móti Bucs í TNF.
24. Indianapolis Colts (-)
Colts voru mjög nálægt því að vinna Ravens í MNF leiknum en því miður fyrir Colts menn þá klúðraði Blankenship vallarmarki á lokastundu í 4ja leikhluta. Colts eru með ágætan leikmannahóp en þeir hafa ekki náð að stilla sig af og vinna leiki. Á meðan liðið er bara með einn sigur eftir 5 vikur, þá er mjög erfitt að setja þá hátt í kraftröðuninni.
25. Washington Football Team (-)
Football Team eru ekki skemmtilegir þessa stundina og er liðið í 2-3 eftir tapið gegn Saints á heimavelli. Fyrir tímabilið bjuggust margir við því að liðið myndi vera með góða vörn á þessu tímabili, en það var rangt. Vörnin hefur leyft 31 stig í leik (31.sæti) og 407,8 yds í leik (27.sæti). Það er ljóst að QB Taylor Heinicke er ekki maðurinn, því miður fyrir Washington menn, hann hefur ekki náð að gera mikið síðan hann tók við af QB Ryan Fitzpatrick í viku 1. Heinicke er með 1208 yds, 8 TD, 5 INT og 90,9 í rating. Liðið keppir næst á móti brohættu Chiefs liði á heimavelli næstu helgi.
26. Atlanta Falcons (-)
Falcons náðu að vinna Jets um helgina í London. Jets er veikt lið þannig Falcons fær ekki mikið credit. Hinsvegar þarf að gefa liðinu credit where credit is due, WR Calvin Ridley meiddur og þá náðu nýliðinn TE Kyle Pitts og RB Cordarrelle Patterson að stíga upp. Falcons eru 2-3, en þeir eru með bye-week næstu helgi og geta notað tímann til að skipuleggja sig fyrir viku 7 gegn Dolphins.
27. Miami Dolphins (-)
Fyrir utan sigurinn gegn Pats í viku 1, hefur liðið ekki gert mikið, en liðið er 1-4 eftir 5 vikur. Tua Tagovailoa meiddist í viku 2 gegn Bills og hefur QB Jacoby Brissett ekki ennþá náð að blómstra með liðinu.
28. New York Giants (-)
Ekkert spennandi að gerast hjá Giants um þessar mundir. Liðið er 1-4 eftir tapið gegn Cowboys. RB Saquon Barkley og QB Daniel Jones kláruðu ekki leikinn vegna meiðsla sem gerir stöðuna mun verri. Liðið tekur á móti Rams næstu helgi.
29. Houston Texans (-)
Texans eru lélegir. QB Deshaun Watson er ennþá í basli utanvallar og liðið er 1-4 eftir 5 umferðir. Ekkert nýtt að frétta hér.
30. Detroit Lions (-)
Lions eru 0-5. Vandamálið hjá þeim virðist vera að þeir geta ekki klárað leiki.
31. New York Jets (-)
Fyrir utan sigurinn gegn Titans í viku 4 hafa Jets ekki gert neitt. Liðið fékk kjörið tækifæri til að komast í 2-3 gegn veiku Falcons liði en þeim tókst það ekki. QB Zach Wilson, nýliði, endaði leikinn með 195 yds, 0 TD og 1 INT. Wilson leiðir deildina í INT, en hann er kominn með 9 á 5 vikum.
32. Jacksonville Jaguars (-)
Jaguars fengu no.1 draft pick QB Trevor Lawrence. Jaguars eru 0-5. Jaguars eru lélegir.