Kraftröðunarnefnd Leikdags hefur nú uppfært kraftröðun sína í kjölfar úrslita í vikum 12 og 13. Staðalfrávik kraftröðunarinnar í heild sinni var 2,2 að þessu sinni og hækkaði hún milli birtinga en seinast var hún 2,1. Nefndarmen voru mest sammála staðsetningu Panthers (25) og Jaguars (30) en staðalfrávikin þar voru 0,5. Nefndarmenn voru minnst sammála um staðsetningu Steelers og Titans en staðalfrávikin þar voru 5,3 og 3,9.
Næsta uppfærsla: 22.12.2021
1. Buccaneers (+1)
Akkúrat núna er ekkert lið sem er líklegra að vinna Super Bowl en Bucs. Það er bara þannig. Sigurinn gegn Colts á útivelli í W12 segir í rauninni allt sem segja þarf. Bucs eru rankaðir 1. sæti í DVOA, 4. sæti í Elo og 4. sæti í Pythagorean projection… og já… þeir eru með Tom Brady.
2. Cardinals (-1)
Cardinals detta niður um eitt sæti, ekkert slæmt sem gerðist á þessum tveimur vikum en ekkert mjög gott heldur… voru með bye í W12 og unnu bara Bears í W13…
3. Patriots (+5)
Patriots halda áfram að gera góða hluti. Í þetta skipti hoppar liðið upp um heil 5 sæti, upp í fjórða sætið, eftir sigur gegn Titans í W12 og Bills í W13. Titans og Bills hafa reyndar verið að gefa eftir á undanförnum vikum þannig að kannski eru þessir sigrar ekkert mjög sjokkerandi, en svona er þetta. Það var mat nefndarinnar að Pats eiga skilið 3.sætið. Ég verð reyndar að játa mig sekan, ég setti Pats í 1. sætið hjá mér og hafði því gífurleg áhrif á þeirra sæti innan kraftröðunarinnar. En ef við skoðum aðeins Pats tölfræðilega: þeir eru 1. sæti í Pythagorean projection, 2. sæti í DVOA og 3. sæti í Elo og eru í fyrsta sæti í AFC. Til hamingju Pats menn!
4. Packers (-1)
Packers vinna Rams í W12 og áttu bye í W13 en lækka um eitt sæti að mati nefndarinnar… erum við með gullfiskaminni? Gæti verið. En skoðanir nefndarmanna geta auðvitað breyst miðað við úrslit annarra liða, t.d. Pats. Ég sjálfur var með Packers í 9.sætið að þessu sinni á meðan annar nefndarmaður setti þá í 1. sætið. Það er allur gangur á þessu. Staðalfrávik liðsins var 2,9.
5. Chiefs (-)
Bye í W12 og vinna mikilvægan sigur gegn Broncos upp á AFC baráttuna, sem er mjög þétt í ár. 1. sætið (Pats) eru 9-4 á meðan Chiefs eru í 4. sæti með úrslitaskrána 8-4. Hver leikur skiptir máli núna og ljóst er að 2-3 töp í röð geta sett þig beint úr playoff sæti niður í 10. – 12.sætið.
6. Bills (+1)
Bills unnu sterkan sigur gegn Saints í W12, en náðu ekki að gera neitt í Pats leiknum… rætt var innan nefndarinnar hvort að Bills sé með nægilega fjölbreytta sókn til að fara alla leið og hvort að Bills blaðran væri sprungin. Bills eru allavega komnir með smá spurningarmerki í bili.
7. Rams (-3)
Eins og fjallað var um seinast þá hafa Rams alltaf verið í 4. sæti þessarar kraftröðunar. Það breyttist núna. Þrátt fyrir sigur gegn Jaguars, þá ákvað nefndin að henda Rams niður um 3 sæti milli birtinga. Packers tapið og hækkun Pats gera það að verkum að Rams lækka milli birtinga.
8. Cowboys (-2)
Cowboys töpuðu gegn Raiders í W12 og unnu Saints í W13… liðið er byrjað að flökta meira en í upphafi tímabils og er það pínu no-no fyrir nefndina.
9. Colts (+1)
Colts halda áfram að hækka, þrátt fyrir tap gegn Bucs í W12. 31-0 sigur gegn Texans er nóg til að halda þeim í top 10 að þessu sinni.
10. Chargers (+2)
Ég reyndar bjóst ekki við því að Chargers myndu vinna Bengals, ég verð að játa það. Þessi sigur var greinilega nóg til að halda þeim í top 10 þar sem að liðið tapaði fyrir Broncos í W12…
11. Ravens (-2)
Ég fékk smá gagnrýni á mig eftir W11 birtinguna vegna þess að ég fjallaði um Ravens án þess að minnast á meiðslin sem liðið glímir við. Ég ætla því að taka það fram hér að við erum meðvitaðir um að liðið glímir við meiðsl og meiðsl annarra liða. Meiðsl eru meiðsl, úrslit eru úrslit. 8-4 árángur með öll þessi meiðsl er reyndar svakalegt, en hins vegar þarf líka að horfa á tölfræði fyrir þetta season: Liðið er í 14. sæti í Pythagorean projection, 16. sæti í DVOA og 6. sæti í Elo. Liðið er að skora að meðaltali 23,5 stig á leik á meðan efstu liðin eru að skora allt að 31,4 stig á leik… Vörnin er góð, en ekki nægilega góð til að vega meira en slöpp sókn.
12. 49ers (+2)
49ers unnu Vikings í W12, en töpuðu gegn Seahawks í W13, það er greinilega nóg til að fá tveggja stiga hækkun milli birtinga.
13. Titans (-2)
Guð minn góður… HVAR ER DERRICK HENRY?? HVAR ERU ALLIR?? Liðið er í frjálsu falli…
14.Bengals (+1)
Bengals slátra Steelers 41-10 og tapa síðan gegn Chargers… pínu anti climatic…
15. Browns (+1)
Ég var búinn að gleyma að Browns væru til… fyrir þá sem eru á sömu nótum og ég, rifjum aðeins upp hvað er búið að gerast hjá þeim á undanförnum vikum:
W13: Bye
W12: Skora 10 stig gegn Ravens og tapa 16-10…
W11: Skora 13 stig gegn Lions og vinna 13-10…
W10: Skora 7 stig gegn Pats og tapa 45-7…
Þetta eru 10 stig að meðaltali á leik… eitt TD og eitt FG… Þetta er lið sem átti að komast í Super Bowl… pælið aðeins í því…
Liðið hækkar vegna hreyfinga annarra liða.
16. Eagles (+2)
Ég veit ekki með ykkur, en mér persónulega finnst pínu fáranlegt að Eagles eru svona háir, svona ef ég lít til baka…
W13: Vinna Jets 33-18
W12: Tapa gegn Giants 13-7
W11: Vinna Saints 40-29
W10: Vinna Broncos 30-13
W9: Tap gegn Chargers 27-24
W8: Vinna Lions 44-6
W7: Tapa gegn Raiders 33-22
Hvers vegna er ég að telja upp öll þessi lið? Jú vegna þess að öll liðin sem Eagles unnu á ofangreindu tímabili eru léleg… meðal sæti þeirra innan kraftröðunarinnar er 25,5… Liðin sem Eagles töpuðu á móti eru síðan Giants, Raiders og Chargers… Eagles eiga ekki skilið að vera svona háir að mínu mati… Ég myndi breyta minni kraftröðun, en við erum allir búnir að skila inn þannig að ég ætla að fylgjast með liðinu í W14 og W15 og sjá hvar þeir eiga skilið að vera…
17. Vikings (-4)
Tveggja stiga tap gegn 49ers og tveggja stiga tap gegn LIONS! Þetta er sárt… þetta er mjög sárt… Mér finnst eins og allir leikir á þessu tímabili hafa verið ákveðnir á loka sekúndum leikjanna…
Kristján Kristófersson: “Vikings mesta jójó lið deildarinnar by far”.
18. Steelers (+1)
Það er augljóst að sigur gegn Ravens (með einu stigi) vegur meira í huga nefndarinnar heldur en 41-10 tap gegn Bengals…
19. Broncos (+1)
Broncos taka Chargers 28-13 og tapa síðan gegn Chiefs í W13…
20. Football Team (+2)
WFT vinna bæði Seahawks og Raiders með stöðunni 17-15 og eru komnir í 6-6 og eru komnir í playoffs sæti. Ég held að WFT séu að fara í playoffs í ár. Það virðist allavega enginn nenna að berjast um wild card í NFC í ár…
21. Raiders (+2)
Raiders hafa pínu verið að jójó-a á þessu tímabili, en þeir vinna Cowboys og tapa síðan gegn WFT…
22. Dolphins (+3)
DOLPHINS coming through… Liðið var 1-7 og það er núna 6-7… hvað er að gerast?? 5 leikja sigurhrina… smá upprifjun:
W13: 20-9 sigur gegn Giants
W12: 33-10 sigur gegn Panthers
W11: 24-17 sigur gegn Jets
W10: 22-10 sigur gegn Ravens
W9: 17-9 sigur gegn Texans
Ok fyrir utan Ravens sigurinn þá hefur leikjaáætlunin ekki beint verið erfiðust, en sigur er sigur. Liðið er síðan með bye í W14 og spilar gegn Jets í W15 og geta komist í 7-7.
23. Saints (-6)
Hvar er Alvin? Hvar er Drew Br… ah já hann er hættur.
24. Seahawks (-)
Seahawks náðu að vinna 49ers í W13, það er jákvætt… eeen þeir töpuðu gegn WFT í W12 þannig að þeir geta því miður ekki hækkað neitt milli birtinga.
25. Panthers (-4)
CMC meiddur.
26. Falcons (+2)
Ég án djóks veit ekki hvar liðið væri án Cordarrelle Patterson… maðurinn spilar RB, WR og backup Safety…
27. Bears (-1)
Bears vinna Lions í W12… hágæða Thanksgiving leikur. Bears tapa síðan gegn Cardinals í W13, ekkert spennandi að gerast hér. Bears eru lélegir og komast ekki í playoffs á næstu árum.
28. Giants (-1)
Giants er bara svo óspennandi lið… er einhver sem heldur með þeim? Það má endilega hafa samband við mig ef einhver heldur með Giants… Tapa gegn Dolphins 20-9 og vinna Eagles 13-7… jejj…
29. Jets (+2)
Jets hækka um 2 sæti eftir sigur gegn Texans þrátt fyrir að skíta á sig gegn Eagles..
30. Jaguars (-)
Jaguars er lélegt lið.
31. Lions (+1)
Lions náðu að vinna sinn fyrsta leik… njótið Lions menn… það eru 364 dagar í ykkar næsta sigur…
32. Texans (-3)
Texans eru lélegir.