Kraftröðunarnefnd Leikdags hefur nú uppfært kraftröðun sína í kjölfar úrslita í vikum 8-12. Nefndarmen voru mest sammála staðsetningu Texans (32) og Seahawks (12) en staðalfrávikin þar voru 0 og 1,07. Nefndarmenn voru minnst sammála um staðsetningu Commanders (15) og Chargers (17) en staðalfrávikin þar voru 4,99. Staðalfrávik kraftröðunarinnar í heild sinni var 2,51.
1. Kansas City Chiefs (+2)
Chiefs taka toppsætið í þessari útgáfu kraftraðarinnar og geta þakkað fimm leikja sigurgöngu fyrir það. Mahomes er að eiga all-time tímabil og er að meðaltala 326 kastjarda í leik sem ætti að skila honum í rúma 5500 jarda ef hann heldur peisinu.
2. Philadelphia Eagles (-)
Eagles liðið er búið að vera besta NFC liðið í vetur en hafa verið minna sannfærandi uppá síðkastið. Það verður erfitt að halda þetta út og ballið byrjar núna á sunnudaginn þegar þeir bjóða Titans liðið velkomið á Lincoln Financial völlinn. Það verður alvöru próf fyrir sóknarlínuna sem hefur verið sú besta í deildinni í ár.
3. Buffalo Bills (-2)
Framundan eru tveir riðlaleikir í röð gegn Jets og Dolphins en Bills liðið lagði Patriots á fimmtudaginn og eru þá komnir á topp AFCE með +126 í stigamun sem er langbesti árangurinn í deildinni.
4. Dallas Cowboys (-)
Cowboys standa í stað og eru nokkuð þæginlegir í fjórða sæti listans. Næstu þrír leikir gegn Colts, Texans og Jaguars ættu að vinnast og þá verður komin óþæginleg pressas á Eagles liðið sem má ekki misstíga sig ef þeir vilja fá frívikuna í úrslitakeppninni.
5. San Francisco 49ers (+4)
49ers eru einum leik fyrir ofan Seahawks NFCW en virðast þó vera að toppa núna á meðan Seahawks eru í smá dýfu. Það var dýrt að missa Elijah Mitchell út restina af deildinni og McCaffrey er sjálfur að berjast í gegnum hnémeiðsli. Deebo Samuel og Trent Williams eru líka tæpir og gæti þetta varla verið verri tímasetning fyrir meiðslahrinu..
6. Miami Dolphins (+4)
Dolphins hoppa upp um fjögur sæti milli útgáfa og geta þakkað fimm leikja sigurgöngu fyrir það. Þeir eiga 49ers, Chargers og Bills í næstu þremur leikjum sem verður stóra prófið í ár. Tua er búinn að vera á eldi í vetur og hann fær loks að spreyta sig gegn bestu vörn deildarinnar á sunnudaginn.
7. Cincinnati Bengals (-1)
Bengals eru komnir með þrjá sigra í röð og freista þess að vinna þriðja leikinn í röð gegn Kansas City Chiefs sem mæta til Cincy á sunnudaginn. Síðasti leikur liðsins í ár verður gegn Baltimore Ravens en sá leikur gæti orðið úrslitaleikur um efsta sætið í AFCN.
8. Baltimore Ravens (-1)
Ravens eru jafnir Bengals á toppi AFCN og eiga fjóra riðilsleiki eftir. Fyrst bjóða þeir Denver Broncos í heimsókn sem er algjör must-win leikur. Baltimore þurfa einhvernveginn að finna drápseðlið til að klára þessa leiki sem hafa verið að tapa í vetur. Annars verður stutt stopp í úrslitakeppninni.
9. Tennessee Titans (+5)
Sjö sigrar í síðustu níu leikjum og Titans eru þokkalega rólegir á toppi AFCS og í raun ómögulegt að ímynda sér að Colts eða Jaguars nái að klóra nægilega mikið í bakkann að hann hrynji undan Mike Vrabel og co.
10. Minnesota Vikings (-5)
Vikings maðurinn sjálfur, Kristian Solomon, var lægstur á liðinu af nefndarmönnum en það er afar áhugavert að sjá að Vikings liðið er aðeins með +5 í stigamun þrátt fyrir 9-2 úrslitaskrá. Liðið á nokkuð þægilegt prógram út tímabilið og ætti ekki að yfirgefa topp 10 listann í bráð.
11. Tampa Bay Buccaneers (+1)
Það er möguleiki á því að Tom Brady fari ekki inn í úrslitakeppnina í þriðja skiptið á ferlinum. Það er hinsvegar erfitt að ímynda sér að Falcons, Saints eða Panthers taki skrefið og velti Bucs liðinu af toppi NFCS. Það er ekki sami andi yfir liðinu án Bruce Arians og margir hafa kallað eftir höfði Todd Bowles.
12. Seattle Seahawks (+1)
Þeir sem hlustuðu á ráðleggirnar NFL Stofunnar um að selja bréfin sín í Seahawks eftir sigurinn á Cardinals eru vonandi andandi léttar þessa stundina. Nú er hinsvegar ekki vitlaust að nýta sér lægra verð pr hlut í liðinu og kaupa aftur því þeir eiga Rams og Panthers í næstu tveimur leikjum.
13. New England Patriots (+4)
Með 5 sigra í síðustu átta en tvö töp í röð virðist Patriots vagninn að vera á leið útaf sporinu. Mac Jones æsti sig við Matt Patricia á fimmtudaginn gegn Buffalo Bills. Prógrammið er stíft framundan hjá Belichick sem endar mótið gegn Bengals, Dolphins og Bills.
14. New York Jets (-3)
Mike White lestin stoppar næst í Minnesota og ferðast síðan austur til Buffalo. Jets eru 7-4 og í þriðja sæti AFCE en það er víst allt hægt í þessum bransa og er alveg möguleiki að þeir haldi sæti sínu sem eitt af wildcard liðunum í AFC deildinni.
15. Washington Commanders (+12)
Witt heitasta liðið í deildinni í dag stekkur upp um 12 sæti en þeir spila tvo leiki gegn Giants í röð með kærkominni fríviku á milli. Nú er að duga eða drepast fyrir Taylor Heinicke og co.
16. New York Giants (-8)
Tvö töp í röð gegn Lions og Cowboys fella fótboltarisana í þessari útgáfu kraftröðunarinnar. Þrír riðilsleikir í röð eru á planinu hjá Giants sem vonast til að fá nokkra af meiðslalistanum inn sem fyrst.
17. Los Angeles Chargers (-2)
Chargers eru einum leik frá Bengals og Jets sem eru síðustu liðin inní úrslitakeppnina eins og staðan er núna. Þeir eiga risastóran útileik gegn Raiders á sunnudaginn og svo koma tveir erfiðir heimaleikir gegn Dolphins og Titans. Þessir þrír leikir munu koma til með að ákvarða ýmislegt hjá Brandon Staley og félögum.
18. Cleveland Browns (+5)
Jacoby Brissett stýrði liðinu í sínum síðasta leik sem byrjunarliðsmaður þegar Browns lögðu Buccaneers í framlengdum leik. Þeir eiga útileik gegn Texans á sunnudaginn og verður það fyrsti leikur Deshaun Watson undir senter.
19. Jacksonville Jaguars (+2)
Í síðustu þremur leikjum sóttu Jaguars sigra gegn Raiders og Ravens en Trevor Lawrence er loks að vakna til lífsins og er að bjóða uppá 76,8% sendingaheppnun, 6 snertimarkssendingar og ekkert inngrip. Hrikalega gaman að sjá hann byrja að blómstra.
20. Detroit Lions (+10)
Hástökkvarar umferðarinnar er stórskemmtilegt lið Detroit Lions sem var á þriggja leikja sigurgöngu áður en þeir töpuðu naumlega fyrir Buffalo Bills á Þakkargjörðardaginn. Það eru mögulega 5 sigrar í kortunum af síðustu sex leikjunum í ár. Það myndi hinsvegar flækja öll plön um að sækja sér stjórnanda í næsta nýliðavali..
21. Green Bay Packers (-1)
Tímabilið hjá Packers er búið en framundan eru tveir auðveldir leikir gegn Bears og Rams. Nú er tíminn til að hleypa Jordan Love af stað og vonandi fær hann restina af leikjunum á meðan Aaron Rodgers veltir því fyrir sér hvort hann ætli að setjast í helgan stein eða taka eitt ár til viðbótar.
22. Las Vegas Raiders (-4)
Raiders eru taplausir eftir að Derek Carr opnaði fyrir tilfinningarnar á blaðamannafundinum eftir tapið gegn Colts. Næsti leikur er innanriðils leikur gegn LA Chargers.
23. Atlanta Falcons (-1)
Falcons virðast ekki ná að strengja saman smá álaup en tækifærið til þess er eiginlega runnið út. Tap gegn Panthers, sigur gegn Bears og tap gegn Commanders í seinustu þremur er ekki það sem Arthur Smith og félagar höfðu í huga. Þeir eiga Steelers og Saints í næstu tveimur og eftir það hugsa ég að við fáum að sjá svolítið af Desmond Ridder.
24. Pittsburgh Steelers (+5)
Steelers gerðu rétt að kippa Trubisky úr sambandi og stimpla Kenny Pickett inn í þessa sókn. Vissulega er kastleikurinn einn sá slappasti í deildinni í vetur en púslin eru til staðar. Það myndi ekki koma mér á óvart ef Tomlin og félagar sæktu 4 sigra úr seinustu 6 leikjunum.
25. New Orleans Saints (-1)
2023 er líklega árið sem Saints aðdáendur þurfa að loka augunum og vona það besta. Liðið er áætluðum 63M yfir launaþakið fyrir næsta tímabil og mun væntanlega þurfa að leyfa David Onyemata og Marcus Davenport að leita á önnur mið. Jarvis Landry, Andy Dalton, Mark Ingram, Bradley Roby og fleiri munu spila annarsstaðar en stærsta spurningin hvað Mickey Loomis gerir varðandi leikmenn á borð við Michael Thomas, Cameron Jordan, Marshon Lattimore, Ryan Ramczcyk. Það er ekki endalaust hægt að rúlla snjóboltanum upp brekkuna…
26. Indianapolis Colts (-)
Eftir sigur í fyrsta leik undir Jeff Saturday hafa Colts tapað síðustu tveimur og næstu 4 leikir eru gegn Cowboys (úti), Vikings (úti), Charges (heima) og Giants (úti). Útlitið er dökkt og óvíst hvernig skrifstofan kemur til með að líta út á næsta ári þar sem Chris Ballard virðist vera á hálum ís sem framkvæmdastjóri liðsins.
27. Arizona Cardinals (-8)
Það er allskonar kúkalykt af Keim, Kingsbury og Kyler Murray þessa dagana. Fjórir tapleikir af síðustu fimm og liðið 4-8 í neðsta sæti NFCW. Eins og staðan er núna eiga þeir 7. valrétt nýliðavalsins. Ég neita að trúa því að KKM blandan haldist saman á næsta tímabili…
28. Los Angeles Rams (-12)
Það er allur botn farinn úr þessu tímabili hjá Rams. Þegar þú byggir lið eins og Les Snead hefur byggt Rams, þá er eitt sem ekki má klikka: Stórstjörnurnar þínar MEGA ekki meiðast.
29. Carolina Panthers (+2)
Panthers vörnin er að minna á sig þessa dagana en hún hefur aðeins fengið á sig 12,6 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjum. Næsta mál er hinsvegar að finna næsta aðalþjálfara liðsins, hvort sem það verði með eða án Scott Fitterer. Liðið á 1.umferðar valrétt ásamt tveimur 2.umferðar valréttum ef þeir vilja vera aggresívír í nýliðavalinu…
30. Chicago Bears (-5)
Bears eru á fimm leikja tapgöngu en eiga fjóra heimaleiki af seinustu fimm leikjunum í ár. Justin Fields fær að spreyta sig gegn Eagles og Bills vörnunum og munu Bears allavega taka smá meðbyr og von inn í þetta off-season.
31. Denver Broncos (-3)
Vonlausir sóknarlega. Það er ekki góð blanda að missa út heila sóknarlínu, besta hlauparann þinn, þrjá af topp fjórum útherjunum þínum ásamt því að að vera lið þjálfað af manni sem veit ekkert hvað hann er að gera. Russell Wilson er síðan auðvitað að skila af sér slöppustu frammistöðu byrjunarliðsstjórnanda í deildinni – eins og við sáum öll fyrir…
32. Houston Texans (-)
Texans liðið er búið að tapa sex leikjum í röð og bekkjaði Davis Mills fyrir leikviku 12. Kyle Allen steig inn í byrjunarliðið og virðist liðið því vera búið að kasta inn hvíta handklæðinu í ár og stefnir væntanlega fast að því að tryggja sér fyrsta valréttinn í nýliðavalinu á næsta ári.