Umræður íslenska NFL samfélagsins á Twitter þykkjast upp eftir því sem líður á tímabilið en búast má við að allskonar fólk rísi upp frá tístdauða, dusti rykið af aðganginum og hlaði í sleggjur í kringum Ofurskálarleikinn sem fer fram aðfaranótt mánudagsins 8. febrúar.
Ritstjórnin tók saman nokkur tíst undir myllumerkinu #nflisland sem lýsa seinustu dögum á twitter síðan Ofurskálar viðureignin var staðfest.