Það er yfirleitt ekki hægt að stóla á nýliða til að leggja mikið af mörkum á sínu fyrsta tímabili í NFL deildinni. Oft er það þó nauðsynin sem knýr þjálfarann til að senda græningjann út á völl eða hreinlega gæði leikmannsins. Leikmenn sem eru valdir ofarlega í fyrstu umferð fá oftar en ekki eins mörg snöpp og hægt er. Á seinasta tímabili voru fimm nýliðar sem spiluðu yfir 1000 snöpp. Það voru:
- Byron Murphy, bakvörður Arizona Cardinals (1105)
- Kaleb McGary, sóknartæklari Atlanta Falcons (1105)
- Jawaan Taylor, sóknartæklari Jacksonville Jaguars (1091)
- Erik McCoy, senter New Orleans Saints (1058)
- Kyler Murray, leikstjórnandi Arizona Cardinals (1009)
Sóknarlínu nýliðar fá oft stórar rullur strax á fyrsta degi en vandasamt er oft að manna þetta fimm manna teymi. Það er bara alls ekki mikið til af tveggja metra og 140 kílóa mönnum sem búa yfir góðri samhæfingu og styrk. Furðulegt.
Hér fyrir neðan eru tíu nýliðar sem hafa spilað mest allra úr 2020 árganginum. Þeim er raðað eftir hlutföllum snappa sem þeir hafa spilað og síðan fjölda snappa:
1. Joe Burrow, Cincinnati Bengals
Staða: Leikstjórnandi
Valréttur: 1
Hlutfall snappa: 100%
Fjöldi snappa: 306
2. Trevon Diggs, Dallas Cowboys
Staða: Bakvörður
Valréttur: 51
Hlutfall snappa: 100%
Fjöldi snappa: 299
3. Tristan Wirfs, Tampa Bay Buccaneers
Staða: Hægri sóknartæklari
Valréttur: 13
Hlutfall snappa: 100%
Fjöldi snappa: 275
4. Lloyd Cushenberry, Denver Broncos
Staða: Senter
Valréttur: 83
Hlutfall snappa: 100%
Fjöldi snappa: 269
5. Solomon Kindley, Miami Dolphins
Staða: Hægri sóknarvörður
Valréttur: 111
Hlutfall snappa: 100%
Fjöldi snappa: 269
6. Antoine Winfield Jr., Tampa Bay Buccaneers
Staða: Frjáls miðvörður
Valréttur: 45
Hlutfall snappa: 100%
Fjöldi snappa: 256
7. Andrew Thomas, New York Giants
Staða: Vinstri sóknartæklari
Valréttur: 4
Hlutfall snappa: 99%
Fjöldi snappa: 251
8. Jaylon Johnson, Chicago Bears
Staða: Bakvörður
Valréttur: 50
Hlutfall snappa: 98%
Fjöldi snappa: 278
9. Jonah Jackson, Detroit Lions
Staða: Vinstri sóknarvörður
Valréttur: 75
Hlutföll snappa: 97%
Fjöldi snappa: 256
10. Jeremy Chinn, Carolina Panthers
Staða: Sterkur miðvörður/slot bakvörður
Valréttur: 64
Hlutföll snappa: 97%
Fjöldi snappa: 252