Nú eru þjálfarar farnir að missa vinnuna sína en Houston Texans ráku Bill O’Brien eftir fjóra tapleiki í röð og Atlanta Falcons létu Dan Quinn og Thomas Dimitroff taka pokana sína.
Fyrir stuttu tók ég saman þá þjálfara sem ég tel að séu á heita sætinu og nú þegar hafa tveir þeirra verið reknir. Adam Gase hlýtur að vera sá valtasti en New York Jets riftu samningi sínum við hlauparann Le’Veon Bell sem hefur átt í útistöðum við Gase frá fyrstu tíð.
Til gamans tók ég saman þau lið sem fiktuðu í þjálfarateymi sínu á milli ára og mættu með ný andlit inn í þetta keppnistímabil (í stóru þjálfarastöðunum). Til að gefa breytingunum vægi úthlutaði ég 10 stigum fyrir aðalþjálfara skipti, 5 stigum fyrir varnar- og sóknarþjálfara skipti, 3 stigum fyrir sérliðsþjálfara skipti og 2,5 stigum fyrir sendingaleiks- og hlaupaleiksþjálfara skipti. Samtals NFL reynsla gegnir stöðu jafnteflisbrjóts.
1. Carolina Panthers – 20 stig
Embed from Getty ImagesDavid Tepper, eigandi liðsins, vildi hrista upp í hlutunum í nýja fyrirtækinu sínu og gerði eftirfarandi breytingar:
Aðalþjálfari: Matt Rhule, fyrrum þjálfari Baylor University, var fenginn til að byggja liðið upp frá grunni. Hann hefur notið mikilla vinsælda í háskólaboltanum vegna getu sinnar til að taka við bágt stöddum háskólaprógrömmum og byggja þau upp í sigurlið. Áður en hann tók Baylor í nefið hafði hann gert slíkt hið sama hjá Temple University.
Sóknarþjálfari: Joe Brady er fyrrum umsjónarmaður sendingaleiks og útherjaþjálfari LSU háskólans og hefur fengið mikið lof fyrir að umturna sóknarleik liðsins og spila mikilvægan þátt í upprisu Joe Burrow. Brady er fæddur 1989 og er yngsti sóknarþjálfari deildarinnar (Kellen Moore hjá Cowboys er 1988 módel).
Varnarþjálfari: Phil Snow hefur fylgt Matt Rhule um langt skeið. Hann hefur verið varnarþjálfari Rhule seinustu átta ár. Fyrst hjá Temple, síðar hjá Baylor og nú hjá Carolina Panthers. Tenging þeirra nær langt aftur sem gerir þessa Panthers endurbyggingu virkilega áhugaverða.
Samtals NFL reynsla: 7 ár
Forverar: Ron Rivera, Scott/Norv Turner & Eric Washington.
2. New York Giants – 20 stig
Embed from Getty ImagesEftir tvö ár sem aðalþjálfari Giants var Pat Shurmur (9-23) rekinn á meðan framkvæmastjóri liðsins, risaeðlan Dave Gettleman, hélt starfi sínu. Ásamt Shurmur, hurfu sóknar- og varnarþjálfarar liðsins á braut:
Aðalþjálfari: Joe Judge var ráðinn þjálfari fótboltarisanna, mörgum til undrunar. Eric Bieniemy, Josh McDaniels, Matt Rhule og Mike McCarthy voru allir teknir í viðtal en fyrrum sérliðs- og útherjaþjálfari New England Patriots landaði gigginu. Flestir þurftu að bregða á það ráð að gúggla Joe Judge því hann var aldeilis ekki stórt nafn en flestir bjuggust við að sjá Bieniemy eða McDaniels ráðna í starfið.
Sóknarþjálfari: Jason Garrett, fyrrum aðalþjálfari Dallas Cowboys, var ráðinn í stöðuna. Það vantaði allt karrí í þessa ráðningu en þær gerast ekki meira vanilla en þetta.
Varnarþjálfari: Patrick Graham, fyrrum varnarþjálfari Miami Dolphins, fylgdi skömmu eftir Judge ráðninguna en þeir eiga sína sögu saman. Báðir voru í þjálfarateymi Bill Belichick frá 2012-2015 en það má til gaman geta að Graham þjálfaði varnarlínumenn hjá Giants frá 2016-17.
Samtals NFL reynsla: 47 ár
Forverar: Pat Shurmur, Mike Shule & James Bettcher.
3. Cleveland Browns – 20 stig
Embed from Getty ImagesFreddie Kitchens tilraunin gekk ekki upp eins og flest allt í sögu Cleveland Browns. Hinsvegar vaknaði örlítil von þegar Browns réðu Kevin Stefanski sem aðalþjálfara liðsins fyrir tímabilið:
Aðalþjálfari: Kevin Stefanski kom frá Minnesota Vikings þar sem hann starfaði sem sóknarþjálfari undir Mike Zimmer. Stefanski er 38 ára gamall og hefur getið af sér gott orðspor innan deildarinnar. Hann keyrði mikið á tveggja innherja kerfum í sókninni sinni þar sem hlaupaleikurinn var fókusinn. Hingað til hefur Browns liðið staðið sig vel undir honum og ljóst er að spennandi tímar eru framundan.
Sóknarþjálfari: Alex Van Pelt. Kevin Stefanski valdi AVP til að þjálfa sóknina sína í Cleveland en áður var hann leikstjórnendaþjálfari hjá Cincinnati Bengals.
Varnarþjálfari: Joe Woods og Kevin Stefanski þekkjast vel en þeir unnu saman í átta ár hjá Minnesota Vikings. Woods þjálfaði mið- og bakverðir San Francisco í fyrra en þar áður var hann varnarþjálfari Denver Broncos.
Samtals NFL reynsla: 61 ár
Forverar: Freddie Kitchens, Todd Monken & Steve Wilks.
4. Washington Football Team – 20 stig
Embed from Getty ImagesEftir að hafa rekið Jay Gruden eftir fimm töp í fimm leikjum árið 2019 og stuttu seinna framkvæmdastjórann Bruce Allen, snéri Dan Snyder sér að atvinnulausum Ron Rivera. Eftirfarandi eru þjálfarabreytingar Washington:
Aðalþjálfari: Ron Rivera var ráðinn aðalþjálfari liðsins eftir að hafa verið rekinn frá Carolina Panthers þar sem hann starfaði í níu ár. Rivera er þekktur fyrir að ná vel til leikmanna sinna og er mikill fjölskyldumaður. Hann er harður í horn að taka enda fyrrum línuvörður og sérliðsleikmaður í NFL. Hann er um þessar mundir að berjast við krabbamein á sama tíma og hann reynir að hafa hemil á heljarhóp leikmanna og þjálfara.
Sóknarþjálfari: Scott Turner er sonur Norv Turner, fyrrum sóknarliðsþjálfara Panthers undir Ron Rivera. Scott þjálfaði leikstjórnendur hjá Carolina og fylgdi Rivera norður til Washington.
Ron Rivera HC, Scott Turner OC, Jack Del Rio DC.
Samtals NFL reynsla: 64 ár
Forverar: Jay Gruden, Kevin O’Connell & Greg Manusky.
5. Dallas Cowboys – 18 stig
Embed from Getty ImagesJerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, klippti á snærið þegar hann ákvað að framlengja ekki samningi Jason Garrett, fyrrum þjálfara liðsins. Garrett gengdi stöðunni í níu og hálft tímabil. Ásamt aðalþjálfaranum hurfu á braut varnarþjálfar og sérliðsþjálfari. Kellen Moore, sóknarliðsþjálfari, hélt starfi sínu:
Aðalþjálfari: Mike McCarthy, fyrrum þjálfari Green Bay Packers, var ráðinn í stað Jason Garrett eftir einna nætur gistifjör með Jerry Jones.
Varnarþjálfari: Mike Nolan er fyrrum yfirmaður Mike McCarthy en Nolan var aðalþjálfari San Francisco 49ers árið 2005 og réði McCarthy til sín sem sóknarliðsþjálfara. Sambandið varði stutt því ári seinna var McCarthy orðinn þjálfari Packers. Hér launar hann Nolan greiðann en mikil gangrýni hefur átt sér stað í garð varnar Mike Nolan eftir fyrstu fimm umferðir tímabilsins.
Sérliðsþjálfari: John Fassel hefur verið sérliðsþjálfari í NFL deildinni frá 2005 og hefur unnið fyrir Ravens, Raiders og Rams.
Samtals NFL reynsla: 78 ár
Forverar: Jason Garrett, Rod Marinelli & Keith O’Quinn.
Önnur lið gerðu ekki jafn drastískar breytingar og þessi fimm en það voru til viðbótar 11 lið sem stokkuðu upp í þjálfarateymum sínum að einhverju leyti. Þau lið eru LAR, MIN, CHI, DET, MIA, DEN, JAX, ATL, HOU, NE & PHI.