Nú þegar að nýliðaval NFL er afstaðið, keppast vefmiðlar um að koma frá sér sigurvegurum og töpurum frá þriggja daga veislunni sem nýliðavalið er. Einkunnir eru komnar í hús en við vitum auðvitað að þetta er aðeins til gamans gert – það er jú ekki hægt að dæma hvern draft árgang fyrir sig fyrr en eftir 2-3 ár í hið minnsta.
Það er hinsvegar afar fróðlegt að bera saman árganga liðanna 32ja við svokölluð “consensus big boards” (í. hópgerðar súpertöflur) þar sem fjöldinn allur af styrkleikalistum er soðinn saman í einn lista sem ætlað er að endurspegla skoðun heildarinnar. Vefmiðillinn, The Athletic, birti 300 leikmanna kraftröðunarlista sem gerður var úr 70 einstökum styrkleikalistum draftspekinga sem höfðu stúderað þennan nýjasta árgang NFL leikmanna.
Jafnvel þótt hópgerðar súpertöflur gefi okkur hugmynd um skoðun breiðs hóps sérfræðinga, þá er það þekkt stærð í þessum bransa að NFL lið eiga það til að líta öðruvísi á hlutina. Liðin komast auðvitað yfir langtum meira magn af upplýsingum um leikmennina sem gefur þeim forskot og sverari upplýsingalaug heldur en video-nördana sem horfa á fleiri fleiri klukkutíma af fótboltaleikjum og komast iðulega ekki jafn djúpt í rætur leikmannanna sjálfra.
Þetta er því fyrst og fremst til gamans gert en hér fyrir neðan eru 10 lið sem stóðu sig annaðhvort best eða verst í nýliðavalinu útfrá hvar leikmenn þeirra voru valdir miðað við stöðu þeirra á súpertöflu The Athletic. Þeir leikmenn sem valdir voru en komust ekki inná hópgerðu súpertöfluna fengu þeir allir stöðugildið 300 þar sem taflan innhélt 300 leikmenn. Það þýðir að ef Baltimore Ravens tóku Leikmann A nr. 200 sem var ekki á súpertöflu The Athletic, var áætlað að hann væri nr 260 á súpertöflunni og því myndi Ravens fá -100 stig. Sérliðsleikmenn voru ekki teknir með inní reikninginn hér eins og í töflugerð The Athletic en annars fengu allir leikmenn sama vægi (sem er auðvitað ekki raunverulegt).
Versta frammistaðan
32. Los Angeles Rams: -585 stig
Embed from Getty ImagesHvernig sem á það er litið er erfitt að vera spenntur yfir árgangi LA Rams í ár. Félagið átti ekki 1. umferðar valrétt og notaði 2. umferðina sína í smágerðasta útherja sögunnar, Tutu Atwell frá Louisville Cardinals. Atwell mældist 67 kg fyrir stuttu sem lætur Devonta Smith líta út fyrir að vera í yfirvigt. Samkvæmt súpertöflunni áttu Rams aðeins einn jákvæðan valrétt: bakvörðinn Robert Rochell sem þeir tóku í fjórðu umferð. Verstu pikkin þeirra voru Ernest Jones, Jacob Harris og Earnest Brown IV sem allir fengu -100 stig eða verra. Fjörir seinustu valréttirnir þeirra voru hvergi sjáanlegir á súpertöflu The Athletic.

31. Dallas Cowboys: -408 stig
Embed from Getty ImagesDallas Cowboys áttu 11 valrétti í ár sem telst mjög gott. Þeir nýttu þá hinsvegar afar illa samkvæmt súpertöflunni. Fjórir valréttir sóttu plús stig en flest (+88) komu þau þegar félagið valdi bakvörðinn Israel Mukuamu í sjöttu umferð nr. 227 en súpertaflan taldi hann 139. besta leikmanninn. Versti valréttur nýliðavalsins var bakvörðurinn Nahshon Wright sem tekinn var nr. 99 en var ekki á lista The Athletic og fékk því -201 stig. Chauncey Golston, Quinton Bohanna, Josh Ball og Matt Farniok sóttu líka allir haug af mínus stigum.

30. Atlanta Falcons: -373 stig
Embed from Getty ImagesAtlanta Falcons gerðu vel í upphafi valsins en síðan fór lestin af teinunum. Auðvitað er erfitt að setja mikið út á árgang sem inniheldur einn af bestu leikmönnunum, líkt og Kyle Pitts er, en í þessari æfingu fá allir leikmenn sama vægi. Darren Hall, bakvörður San Diego Aztecs, kemur afar illa út úr æfingunni með -118 stig og stuttu eftir kemur Ta’Quan Graham með -91.

29. Indianapolis Colts: -331 stig
Embed from Getty ImagesChris Ballard, framkvæmdastjóri Colts, hefur lengi verið þekktur fyrir að vera naskur í nýliðavalinu og velur iðulega leikmenn sem sérfræðingar geta sammælst um að séu góðar fjárfestingar en í ár brást honum bogalistin því fyrir utan Kwity Paye má setja spurningarmerki við hvern valrétt sem á eftir kemur. Versti valrétturinn miðað við súpertöfluna var innherjinn Kylen Granson sem fékk -114 stig.

28. Minnesota Vikings: -301 stig
Embed from Getty ImagesÞað voru tveir valréttir sem drekktu möguleikum Vikings í þessari æfingu: Kene Nwangwu og Zach Davidson. Fyrir utan þá hefðu Colts skorað -36 stig sem er alls ekki slæmt. Sóknarlínumennirnir Christian Darrisaw, sem fékkst eftir trade-down, og Wyatt Davis voru góð nýting á valréttum en það var varnarlínumaðurinn Jaylen Twyman sem gaf mestu ávöxtunina.

Besta frammistaðan
1. Denver Broncos: 254 stig
Embed from Getty ImagesGeorge Paton, nýr framkvæmdastjóri Denver, átti besta nýliðavalið samkvæmt súpertöflunni en aðeins einn valréttur af 10 telst sem slæmur: Marquiss Spencer. Margir töldu miðvörðinn Jamar Johnson vera tekinn í 2. eða 3. umferð valsins en Broncos tóku hann í 5. umferð sem tryggði þeim 68 stig. Flest stig fengust þó fyrir Seth Williams og Kary Vincent Jr. en samtals fékk félagið 183 stig fyrir valréttina tvo.

2. Chicago Bears: 234 stig
Embed from Getty ImagesMeð næstbesta árangurinn voru Ryan Pace og Chicago Bears. Pace skipti sér í tvígang ofar í valröðina og sótti í fyrra skiptið leikstjórnandann Justin Fields og í seinna skiptið sóknartæklarann Teven Jenkins. Báðir valréttir voru mjög góðir en það var þriðji valréttur Bears mann í draftinu sem hélt þeim frá því að hreppa efsta sætið: Larry Borom, sem kostaði liðið -84 stig. Pace gerði síðan virkilega vel með næstu fjóra valrétti og raðaði inn stigunum.

3. Carolina Panthers: 211 stig
Embed from Getty ImagesCarolina Panthers áttu þriðja besta árganginn þar sem þyngst vógu hlunkarnir tveir, varnartæklari Iowa Hawkeyes, Daviyon Nixon, og vörður Alabama Crimson Tide, Deonte Brown. Shi Smith valrétturinn bætti síðan 57 stigum í pottinn. Panthers var eina liðið sem valdi langsnappara en það verður eiginlega að refsa þeim fyrir það!

4. Arizona Cardinals: 163 stig
Embed from Getty ImagesÞað voru 6. og 7. umferðar valréttar Steve Keim og Cardinals sem lyftu félaginu upp í 4. sæti listans en fram að því var liðið með -28 stig. Miðvörður Cincinnati Bearcats, James Wiggins, fékk 3. flest stig allra leikmanna með 105 en flestir töldu að hann yrði tekinn mun fyrr en raun bar vitni. Oft er það þannig með þá leikmenn sem skila mesta hagnaðinum í þessari æfingu að rauð flögg utan vallar eða meiðslasaga fellir leikmenn en þetta eru kannski ekki allt upplýsingar sem nýliðavalssérfræðingar vefmiðlanna hafa undir höndum.

5. Detroit Lions: 146 stig
Embed from Getty ImagesÞað kom mér ekki á óvart að sjá Lions nota fyrstu valréttina sína í stóra stráka. Brad Holmes og Dan Campbell vilja þar af leiðandi líklega byggja liðið innan frá og réðust því á línurnar með fyrstu þremur valréttum sínum. Ifeatu Melifonwu, Amon-Ra St. Brown og Jermar Jefferson voru þeirra bestu valréttir samkvæmt súpertöflunni.
