Það voru alls 16 hlauparar sem toppuðu 1000 jardana á nýafstöðnu tímabili – sjö fleiri leikmenn en árið 2018. Reyndar fór Lamar Jackson líka yfir 1000 jardana en við flokkum hann sem leikstjórnanda í þetta skiptið.
Derrick Henry verður samningslaus um miðjan mars og vænta má að hans launakröfur verði í takt við samninginn sem Ezekiel Elliott skrifaði undir í september síðastliðnum. Hvort það verði Titans sem fellst á kröfur hans verður að koma í ljós en þetta er afar áhugaverð staða í ljósi umræðna um virði hlaupara í deildinni í dag.
Þegar litið er á þá hlaupara sem fengið hafa peningapokann að loknum nýliða samningi sínum þá sjáum við fljótt mynstrið. Heyrst hefur að Rams séu að leita leiða til að losna undan samningi Todd Gurley en hann hefur verið að glíma við gigt, David Johnson hefur ekki náð að framkalla annað gott tímabil eftir að hafa farið hamförum árið 2016. Meiðsli hafa sett strik í þann reikning. Sama er hægt að segja um Devonta Freeman og Jerick McKinnon en Tíu Jardarnir birtu nýlega lista yfir 14 launahæstu hlauparana í NFL í dag sem ýtir undir þá skoðanastefnu að það borgi sig ekki að greiða hlaupurum vel eftir nýliða samninginn.
Steelers neituðu eftirminnilega að borga Le’Veon Bell á sínum tíma en Bell ákvað því að mæta ekki í vinnuna og hvíldi sig í heilt ár. Jets féllust á kröfur hans fyrir seinasta tímabil en dómur fellur ekki strax í því máli en maðurinn spilar fyrir aftan slæma sóknarlínu og undir stjórn Adam Gase en það hefur aldrei verið talið eftirsóknarvert.
- SNAPS: Fjöldi snappa á tímabilinu
- ATT: Fjöldi hlaupatilrauna
- RUSHYDS: Fjöldi hlaupajarda
- REC: Fjöldi gripa
- RECYDS: Fjöldi gripjarda
- TDS: Fjöldi snertimarka (grip og hlaupa TDs)
- 1D: Fjöldi endurnýjuna (1st downs)
- FUMB: Fjöldi boltatapa
Nýliðar
NAFN | SNAPS | ATT | RUSHYDS | REC | RECYDS | TDS | 1D | FUMB |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Josh Jacobs | 460 | 242 | 1150 | 20 | 166 | 7 | 53 | 1 |
Miles Sanders | 613 | 179 | 818 | 50 | 509 | 6 | 30 | 2 |
David Montgomery | 614 | 242 | 889 | 25 | 185 | 7 | 50 | 2 |
Devin Singletary | 530 | 151 | 775 | 29 | 194 | 4 | 37 | 4 |
Josh Jacobs var eini hlauparinn sem tekinn var í fyrstu umferð nýliðavalsins 2019. Menn voru að velta því fyrir sér hvort það væri áhyggjuefni hve lítið hann var notaður af Nick Saban hjá Alabama í háskólaboltanum en það kom ekki að sök og leit strákurinn mjög vel út. Jacobs var ekki notaður mikið í sendingaleiknum en ein af ástæðunum fyrir því er hve góður sendingablokkari hann er.
Miles Sanders, fyrrum varamaður Saquon Barkley hjá Penn State, og David Montgomery fengu flest snöpp nýjustu hlauparanna en þeir skiluðu báðir rúmum 800 jördum. Sanders var þó mikið mun öflugari í heildina og var virkur í sendingaleik Philadelphia Eagles og greip 50 bolta.
Reyndir
NAFN | SNAPS | ATT | RUSHYDS | REC | RECYDS | TDS | 1D | FUMB |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ezekiel Elliott | 937 | 301 | 1357 | 54 | 420 | 14 | 78 | 3 |
Todd Gurley | 787 | 223 | 857 | 31 | 207 | 14 | 51 | 3 |
Derrick Henry | 589 | 303 | 1540 | 18 | 206 | 18 | 73 | 5 |
Dalvin Cook | 604 | 250 | 1135 | 53 | 519 | 13 | 60 | 4 |
Aaron Jones | 663 | 236 | 1086 | 49 | 474 | 19 | 55 | 3 |
Christian McCaffrey | 1039 | 287 | 1387 | 116 | 1005 | 19 | 57 | 1 |
Derrick Henry var hlaupakóngur NFL en hann ruddi inn 18 snertimörkum í það heila og sótti 73 endurnýjanir fyrir Titans á tímabilinu. Aaron Jones átti frábært ár fyrir Green Bay og varð snertimarkakóngur deildarinnar ásamt Christian McCaffrey.
Run CMC tók þátt í yfir 90% sóknarsnappa Panthers annað árið í röð en hann er allt í öllu sóknarlega hjá Carolina. Hann fór yfir þúsund jarda bæði hlaupandi og grípandi en fumblaði bara einu sinni. Galið. Stóra spurningin er hvort Matt Rhule og David Tepper bjóði honum framlengingu en Panthers eru að öllum líkindum að fara að sparka í restart takkann hjá klúbbnum en ljóst er að Tepper vill gefa Rhule tíma til að byggja liðið upp í sinni mynd.