Ritstjórnin tók saman mestu aflaklær NBA sögunnar en það ætti ekki að væsa um þessa menn á næstunni. 50 Cent orðaði þetta best:
“I’m laughing straight to the bank with this
(Hah, hah hah hah hah hah, hah, hah hah hah hah hah)”
“I keep nothing but hundred dollar bills in the bank roll
I got the kind of money that the bank can’t hold
Got it off the street movin bundles and O’s”
Takk fyrir þetta Fifty.
Fjórir leikmenn á þessum lista eru enn í deildinni, sjö þeirra eru með hring og einn kvaddi okkur allt of snemma (hvíldu í friði Mamba).

Það kom svolítið á óvart að KG hafi toppað þennan lista en hann var 15 tímabil á launaskrá hjá Timberwolves og þénaði $209M yfir þann tíma. Hann hafði $104M uppúr krafsinu þau sex tímabil sem hann spilaði fyrir Boston Celtics og $12M fyrir eina árið sitt hjá Brooklyn Nets þar sem hann tók þátt í 54 leikjum og spilaði 20.5 mínútur í leik.
LeBron James mun koma til með að hirða toppsætið af Garnett mjög fljótlega en hann á tvö ár eftir af samningi sínum og $80M. Þá er líklegt að hann spili þar til hann hrifsi stigametið af Kareem en hann vantar rúm 4000 stig til þess.
Upplýsingar fengnar af vefsvæði Spotrac.