Þá er opni markaðurinn kominn á fullt, lið henda peningum í leikmenn í örvæntingu en ekkert verður skjalfest fyrr en í dag þegar leikárið 2019 hefst opinberlega. Þá verða þessar fréttir allar staðfestar endanlega og launaþakslistinn snarbreytist. Indianapolis Colts með sínar $94m í lausu ætla, að því virðist, að taka því rólega, leyfa storminum að líða hjá og sjá hvað gleymist. Það er ekki hægt að gagnrýna þá aðferð því flest þessara liða eru að borga vel umfram virði leikmannanna.
Helstu viðskipti:
Til þess að tryggja þér gæða leikmenn á opnum markaði þarft þú að vera tilbúinn að kafa djúpt í vasana því samkeppnin er hörð. Þetta eru þeir herramenn sem skrifuðu undir flesta dollara hjá nýjum félögum á seinustu dögum:
Trey Flowers til Lions. $90m, 5 ár.
Nick Foles til Jaguars. $88m, 4 ár.
C.J. Mosley til Jets. $85m, 5 ár.
Landon Collins til Redskins. $84m, 6 ár.
Za’Darius Smith til Packers. $66m, 4 ár.
Trent Brown til Raiders. $66m, 4 ár.
Kwon Alexander til 49ers. $54m, 4 ár.
Preston Smith til Packers. $52m 4 ár.
Ja’Wuan James til Broncos. $51m, 4 ár.
Fjörið mun halda áfram næstu daga en það er haugur af öflugum leikmönnum sem eru ekki enn búnir að skrifa undir. Helst ber að nefna Earl Thomas, bakvörð Seahawks, og Bryce Callahan, útvörð Chicago Bears.