Washington Football Team voru fyrsta liðið á seinasta keppnistímabili til að reka þjálfarann sinn, Jay Gruden, en þeir klipptu á spottann eftir 0-5 byrjun liðisins. Félagið var þó ekki það eina sem rak stjórann sinn á miðju tímabili en vanalega fara þessar framkvæmdir fram á milli tímabila.
David Tepper, nýr eigandi Carolina Panthers, batt enda á samstarf félagsins og Ron Rivera í kjölfar leikviku 13 (3. des 2019). Það fór svo að Dan Snyder og Washington Football Team réðu Ron Rivera til sín sem aðalþjálfara á meðan David Tepper fór í aðra átt. Hann gaf Matt Rhule, fyrrum þjálfara Baylor og Temple í háskólaboltanum, 10 ára samning en Rhule er þekktur fyrir að byggja upp góð háskólaprógrömm.
Cleveland Browns ráku Freddie Kitchens eftir tímabilið í fyrra en New York Giants gerðu slíkt hið sama með Pat Shurmur. Stuttu seinna var komið að Jerry Jones að opinbera ákvörðun sína um að láta Jason Garrett fara.
Átta lið eru nú án sigurs og ætla má að ólin styttist og þrengist hjá þjálfurum þessara liða með hverjum sigursnauðum leiknum. Liðin eru: NYJ (Gase), NYG (Judge), DEN (Fangio), ATL (Quinn), MIN (Zimmer), HOU (O’Brien), PHI (Pederson) og CIN (Taylor).
Vic Fangio, Adam Gase, Zac Taylor og Joe Judge eru allir nýjir í starfi sínu og búnir að vera við stjórnvölin í 20 mánuði eða skemur. Það þyrfti því, að ég tel, eitthvað mikið að gerast á næstu vikum svo þessir þjálfarar yrðu reknir. Það er, fyrir utan Adam Gase. Hann hlýtur að teljast valtur í sessi á þessum tímapunkti en ráðiningin fékk, á sínum tíma, gríðarlega mikla gangrýni. Gase hefur ekki tekist að vinna sér inn traust aðdáenda félagsins en aðalástæða ráðningarinnar var hversu góður leikstjórnenda kennari hann átti að vera.
Mike Zimmer, Bill O’Brien, Dan Quinn og Doug Pederson eru allir búnir að gegna sínum stöðum í fjögur tímabil eða lengur – ekki ólíkt Jay Gruden og Ron Rivera, áður en þeir voru reknir. Mike Zimmer hefur komið Minnesota Vikings í úrslitakeppnina þrisvar sinnum á sex árum (hann er á sínu sjöunda tímabili með liðið núna). Bill O’Brien hefur komið Houston Texans fjórum sinnum í úrslitakeppnina á sex árum (er á sínu sjöunda). Dan Quinn hefur komið Atlanta Falcons tvisvar sinnum í úrslitakeppnina á fimm árum (er á sínu sjötta). Doug Pederson hefur komið Philadelphia Eagles í úrslitakeppnina þrisvar á seinustu fjórum árum (er á sínu fimmta ári með liðið).
Er hægt að reka svona menn? Svarið er já. Líklega eru Mike Zimmer og Doug Pederson öruggir í starfi, en bæði lið hafa litið skelfilega út og undir þeim komið að rétta úr kútnum. Hvað með Bill O’Brien og Dan Quinn? Fylgjendur liðanna hafa verið háværir með ónægju sína varðandi spilamennsku liðanna undanfarin misseri. Bill O’Brien er bæði GM og aðalþjálfari Texans en hann fer varla að reka sjálfan sig. Hver kippir í tauminn hjá Houston Texans?
Dan Quinn er nú undir smásjánni en Falcons liðið hans hefur tekist að skjóta sig ítrekað í lappirnar eftir að hafa byggt upp rausnarlega forystu í seinustu tveimur leikjum. Fyrir seinasta tímabil ráku Falcons sóknar-, varnar- og sérliðsþjálfara sína og réðu Dirk Koetter sem sóknarþjálfara og Dan Quinn tók að sér að stýra vörninni. Eftir 1-7 byrjun steig Quinn niður sem stjórnandi varnar á leikdögum og fól Raheem Morris ábyrgðina. Atlanta Falcons unnu 6 af 8 leikjum þar sem vörnin steig upp og var ekki algjör áhorfandi.
Vörn Falcons er aftur komin á núllpunkt en hún hefur fengið á sig 108 stig í þremur leikjum og staðið sig óboðlega í seinni hálfleik leikja:
Fyrir neðan eru nokkrir kandídatar sem ég tel líklegasta til að verða rekna á næstunni eða eftir yfistandandi tímabil:
1. Adam Gase, New York Jets
Ég spái því að Joe Douglas fái að reka Adam Gase áður en tímabilið klárast. Douglas gæti hinsvegar leyft Gase að njóta covid vafans en þá mun öxin bara falla eftir tímabilið. Bókið það.
2. Dan Quinn, Atlanta Falcons
Það er kominn tími á breytingu hjá Atlanta og hún gæti komið fyrir lok tímabils nái Quinn ekki að stýra flekanum úr brælunni. Dan Quinn gæti verið einu seinni-hálfleiks-klúðri frá uppsögn.
3. Matt Patricia, Detroit Lions
Það var í raun ótrúlegt að Matt Patricia hafi ekki verið rekinn eftir frammistöðu seinasta tímabils en sigurhlutfall Lions með Patricia við stýrið er 10-24-1. Þeir álpuðust til að vinna Arizona Cardinals í seinustu viku en ég trúi ekki öðru en ólin sé stutt í Detroit.
4. Bill O’Brien, Houston Texans
Bill O’Brien er þriðji aðalþjálfari Texans frá upphafi og fer nú að ná starfslengd Gary Kubiak sem stýrði liðinu í tæp átta ár. O’Brien varð ekki vinsælli eftir að hann ákvað að skipta burt besta leikmanni liðsins, DeAndre Hopkins. Það er bara komið að því að taka aðeins til og Bill O’Brien er fyrsta húsgagnið sem fer á haugana.
5. Anthony Lynn, Los Angeles Chargers
Anthony Lynn er þjálfari sem gæti verið látinn fara eftir tímabilið en leikmannahópur félagsins inniheldur allskonar gæðaleikmenn og það er í raun ótrúlegt hve fáir sigrar náðust á seinasta tímabili. Líklega verða þeir svipað margir í ár með annahvort Justin Herbert eða Tyrod Taylor undir senter en komist félagið í úrslitakeppnina í ár mun þolinmæðin endurstillast hjá Tom Telesco og skrifstofunni.