Nýliðaval NFL hefur alltaf verið sérstakur viðburður á hverju ári, þar sem NFL lið sýna sérfræðingum og áhorfendum (sem hafa eytt mánuðum í að spá fyrir hvað sé að fara að gerast) að þau viti í raun og veru ekki neitt. Það gerist yfirleitt eitthvað sem hristir upp í NFL heiminum, hvort sem það er stórt nafn að falla niður valréttaröðina, myndband af leikmanni reykja gras með grímu eða leikstjórnandi sem nánast enginn ræddi sérstaklega sprettur upp í fyrstu valréttina. Við hjá Leikdegi ákváðum að kasta fram nokkrum “Bold Predictions” fyrir nýliðavalið.
Matti:
#1 – Las Vegas Raiders munu reyna að bæta útherjahóp sinn, sem inniheldur Tyrell Williams, Hunter Renfrow og Nelson Agholor. Ekki nóg með það þá hugsa þeir að þeir verði að finna einhverja sem geta verið andlit liðsins og reyna þar með við stóru nöfnin í nýliðavalinu og munu vera fyrsta lið í sögu NFL til að taka tvo WR’s í fyrstu umferð (Las Vegas Raiders eiga #12 og #19)
#2 – NFL lið hafa loksins áttað sig á því að það er ekki skynsamlegt að velja RB í fyrstu umferð og það verður enginn RB valinn í fyrstu umferð. Enginn Taylor, enginn Dobbins og enginn Swift!
- Titans munu koma öllum á óvart og treida upp til að verða fyrsta liðið í 2020 nýliðavalinu til að drafta RB og þar með láta okkur vita að Derrick Henry verður líklega laus fyrir lið eftir 2020 tímabilið.
#3 – QB staðan er staðan sem lætur lið ganga, mikilvægasta hlutverk í íþróttum og allt það. Það eru nokkur lið sem vantar leikstórnanda, á meðan önnur lið þurfa að skipta sínum út og svo eru önnur lið í þeirri stöðu að vera með leikstjórnendur sem eru komnir með annan fótinn á hilluna. Þetta mun valda gífurlega miklum sveiflum í draftinu og heilir 6 leikstjórnendur verða valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins.
#4 – Nýliðavalið í ár verður allt á netinu og sökum þess að GM í deildinni eru margir af “gamla skólanum” mun eitt af eftirfarandi gerast:
- Einhver gleymir að mute-a tölvuna sína eftir að hafa valið sér leikmann og við fáum að heyra nokkrar sekúndur af alvöru war room stemningu í beinni.
- Eitthvað lið rennur út á tíma á sínum valrétti vegna tæknilegra vandamála (og allir munu kenna Bill Belichick um það).
#5 – Extra bold: Patriots drafta Tua, hvort sem það verður vegna þess að hann fellur eða vegna þess að liðið mun stökkva upp töfluna.
Atli:
#1 – Eins og svo oft áður vantar öllum liðum hjálp á sóknarlínuna en árið í ár mun vera metár þegar kemur að sóknartæklurum í fyrstu umferð. Ég spái því að við munum sjá átta sóknartæklara tekna í fyrstu umferð en í seinustu þremur nýliðavölum hafa farið samtals níu sóknartæklarar í fyrstu umferð.
#2 – Mike Mayock og Jon Gruden skipta leikstjórnandanum Derek Carr á meðan á nýliðvalinu stendur. Ég tel að Mayock og Gruden séu ástfangnir af Herbert/Love/Hurts og muni koma til með að hlaða í einhvern þeirra á fyrsta degi nýliðvalsins. Carr gæti endað hjá Redskins, Patriots eða Chargers.
Embed from Getty Images#3 – Það verða aðeins þrír varnarleikmenn valdir í topp 10. Við fáum að sjá mikið panik og mikil læti innan topp 10 og ég reikna með að megnið af skiptunum sem Matti spáir fyrir um eigi sér stað innan topp 10. Leikstjórnendur, sóknartæklarar, Chase Young, Jeff Okudah og Isaiah Simmons verða teknir í topp 10.
Kalli:
#1 – Metfjöldi trade-a var árið 2017, 38 sinnum skiptu lið valréttum á milli sín. Þetta met fellur aftur í ár og í fyrsta sinn verða yfir 40 trade í nýliðavalinu. NFL deildin er að færa sig nær því sem við þekkjum í NBA deildinni. Trade eru að verða mainstream hjá liðum og NFL deildin að springa fram í nútímann.
#2 – CeeDee Lamb, Jerry Jeudy og Henry Ruggs III eru stærstu WR nöfnin í nýliðavalinu og góðar líkur eru á að þeir fari rétt eftir valrétt 10. Ég spái því að amk einn fari ofar. Annað hvort sjáum við tilfærslu þar sem að lið lyftir sér upp í fyrstu umferð og velji einn af þessum efnilegu leikmönnum eða að Jaguars sprengi upp nýliðavalið og setji lið eins og Jets, Raiders, Falcons og Broncos í allskonar vandræði. Ef ég ætti að typpa á lið, náðu í þinn mann John Elway, This one is for John!
#3 – Verðandi flutningsliðið (mín skoðun) Los Angeles Chargers færa sig upp í þriðja valrétt og taka þar QB. Auðveldast væri að segja að Chargers væru að gera það til að berja frá sér Miami menn sem flestir gera ráð fyrir að séu æstir í Tua Tagovaiola. Ég held hinsvegar að þar taki Chargers menn Justin Herbert og girði niðrum Dolphins sem ætluðu sér alltaf að taka Herbert með fyrsta valrétti sínum…
#4 – Jordan Love, fyrrum leikstjórnandi Utah State, virðist vera leikmaður sem sérfræðingarnir eiga erfitt með að staðsetja í draftinu. Það er ekkert mál fyrir mig. Hann verður amk 4. leikstjórnandinn sem tekinn verður í nýliðavalinu og verður framtíðarverkefni Patriots á bakvið Jarrett Stidham. Hvort sem Bill þarf að hoppa ofar en 23 til þess að gera það eða lætur reyna á að hann verði ennþá til staðar þegar að þeim kemur.
Embed from Getty Images#5 – Miami Dolphins munu einungis nota einn valrétt af þeim þremur sem þeir eiga í fyrstu umferð. Stórvinir Tíu Jardana verða á ferð og flugi í draftinu og koma til með að færa sig upp og niður nýliðavalið. Dolphins eiga 5., 18. og 26. Það kæmi mér ekkert á óvart ef þeir færa sig frá öllum þessum valréttum, bókiði það.
Keli:
#1 – Justin Herbert verður valinn á undan Tua. Tua skoraði mjög lágt á wonderlic prófinu sínu þar sem hann fékk einungis 13 stig, til að bera það við hina leikstjórnandana í draftinu þá skoraði Fromm 35 stig, Burrow 34 stig, Love 27 stig og Herbert 25 stig. Þetta mun valda því að Tua fellur svo gott sem niður fyrir 20 valréttinn.
#2 – Cowboys velja sér center með sínu fyrsta vali. Travis Fredericks lagði skóna á hilluna fyrir nokkrum vikum og setur það babb í bátinn hjá Cowboys mönnum, ég tel að þeir sleppi því að velja sér DB með fyrsta valrétti og taki sér centerinn Cezar Ruiz frá Michigan.
Embed from Getty Images#3 – Henry Ruggs verður fyrsti útherjinn til að fara í draftinu, Henry Ruggs er nafn sem byrjaði að rísa undir lok seinasta tímabils, ekki bara er hann fljótasti leikmaður draftsins heldur eru hans hæfileikar á boltanum endalausir og tel ég að hann eigi eftir að rísa enn frekar og verður valinn á undan Lamb og Jeudy.