Til að binda slaufu á 2020 NFL tímabilið hefur ritstjórnin ákveðið að gefa út fjöldan allan af topp 10 listum sem ætlað er að raða, í styrkleikaröð, bestu leikmönnum hverrar leikstöðu fyrir sig. Ekki var horft til fortíðar né framtíðar við gerð þessara lista og því einungis notast við frammistöður í nýafstaðinni deildakeppninni.
Bakverðir 2020: Topp 10
Þristar 2020: Topp 5
Útherjar 2020: Topp 10
Leikstjórnendur 2020: Topp 10
Línuverðir 2020: Topp 10
Hlauparar 2020: Topp 10
Senterar 2020: Topp 5
Miðverðir 2020: Topp 10
Eins og í alvörunni, þá spila meiðsli hér rullu því aðeins koma leikmenn til greina sem spiluðu 12 leiki eða meira á tímabilinu.
Fimma er mín tilraun til að íslenska hugtakið slot corner en til að halda þessu einföldu þá er það fimmti varnarbakkarinn í vörninni (sá hinn sami og dekkar slot receiver andstæðingsins). Til að vera fimma þarf bakvörður að spila rúmlega helming varnarsnappa sinna í slottinu.
SV: Sendingum varist
SS: Stolnar sendingar
SM: Snertimörk
Grip leyfð/tilraunir (gripprósenta leyfð)
1. Marlon Humphrey, Baltimore Ravens
8 SV – 1 SS – 65/106 (61,3%) og 651 jardar leyfðir – 3 SM leyfð
2. Jonathan Jones, New England Patriots
6 SV – 2 SS – 53/81 (65,4%) og 530 jardar leyfðir – 4 SM leyfð
3. Byron Murphy, Arizona Cardinals
8 SV – 0 SS – 53/81 (65,4%) – 538 jardar leyfðir – 2 SM leyfð
4. Kenny Moore, Indianapolis Colts
13 SV – 4 SS – 73/101 (72,3%) og 846 jardar leyfðir – 5 SM leyfð
5. Troy Hill, Los Angeles Rams
10 SV – 3 SS – 64/91 (70,3%) og 638 jardar leyfðir – 4 SM leyfð
Ég minni á Leikdagur á facebook. Endilega líkið við síðuna til að fá fréttir af nýju efni á síðunni!