Dauðir dollarar (eða frosið fé) er sú upphæð sem NFL félag skuldar leikmanni eða leikmönnum sem eru annaðhvort hættir að spila eða spila fyrir önnur félög.
Baltimore Ravens eru t.a.m. að borga sóknarverðinum Marshal Yanda fjórar kúlur í ár en Yanda lagði skóna á hilluna á dögunum. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum en þar sem upphæðin var skráð sem samningabónus en ekki sem laun enda Ravens á að borga Yanda þennan pening.
New England þurfa að borga Tom Brady 13,5 milljónir USD og Antonio Brown 4,5 millur USD í ár. Þetta eru engar hnetur en það er mjög eðlilegt að vera með 6-10 milljónir af dauðum dollurum í bókinni á ári hverju. Þessi bransi er afskaplega hverfull en loforð eru brotin og svikamyllur byggðar á sandi hvert ár.

Það er nánast ógerlegt að vera ekki með neitt frosið fé en Tampa eru 90 þúsund dollurum frá því eins og staðan er núna! 49ers fylgja fast á hæla þeirra með 300 þúsund dauða dollara en rekstrar- og mannauðssvið klúbbana er með allt uppá tíu þetta keppnistímabilið.
Los Angeles Rams, með brækurnar um hælana, eru að borga Brandin Cooks, útherja Texans, lamaðar 21 milljónir bandaríkjadala þetta tímabilið en þeir fengu nýverið 2. umferðar valrétt fyrir leikmanninn. Les Snead þyrfti að skella sér til læknis og láta athuga ákvörðunar- og rökfærsluhluta heila síns en hann er búinn að kaffæra framtíð Rams næstu 2-3 árin með ákvörðunum sínum upp á síðkastið.