Þegar kemur að mikilvægustu leikstöðunni í amerískum fótbolta, leikstjórnendastöðunni, þá heyrir maður yfirleitt talað um að ef maður ætlar að eiga séns á framtíðarspaða þá þurfi að taka þá snemma í draftinu og mörg lið eyða miklu púðri í að færa sig ofar í draftröðina til þess að sækja sér draumapiltinn.
Núna seinast voru 4 leikstjórnendur teknir í topp 10 og 5 í heildina í fyrstu umferð. Árið 2017 voru þrír slíkir valdir í topp 12. Fljótt á litið, þá meikar þetta sens. Bestu leikstjórnendurnir úr háskólaboltanum eru mikils virði og hafa besta sénsinn á að verða spaðar.
Þegar við lítum á hlutfall núverandi byrjunarliðsleikstjórnenda sem voru teknir í topp 10 þá er útkoman 19 af 32 eða 59%.
28% byrjunarliðsleikstjórnenda (9/32) voru teknir eftir fyrstu umferð. Þar á meðal Drew Brees, sendingayarda kóngur NFL, Russell Wilson, já og Tom friggin Brady.
Hér fyrir neðan er strimill sem sýnir hvar þessir leikstjórnendur voru teknir á sínum tíma. Stjarna fyrir aftan leikstjórnanda merkir Super Bowl sigurvegara.

1 af þessum 7 leikstjórnendum sem hafa unnið Ofurskálina var tekinn í topp 10 í sínu drafti. Ég geri mér fulla grein fyrir að helmingurinn af þessum strákum eru tiltölulega nýkomnir inn í deildina og því ekki haft jafn mörg tækifæri á að vinna endakallinn. Carson Wentz fær ekki stjörnu því Nick Foles vann Ofurskálina sem byrjunarliðs leikstjórnandi Philadelphia Eagles.
En hugmyndin með þessum lista er bara að benda á að það að taka QB með allra fyrstu pikkunum er ekki einhver gullregla þegar kemur að því að fá í hendurnar framtíðarfák.
Aðalástæða þessa pósts er hins vegar að skoða formúleraðan lista GridFe heimasíðunnar yfir bestu leikstjórnendur allra tíma. Þeir útskýra þá hluti sem þeir nota í formúlunni sem og vægi þeirra og hafa þá í raun búið til stærðfræðilegan lista bestu leikstjórnenda NFL sögunnar útfrá framlagi og árangri.
Til gamans ætla ég einnig að taka fram hvenær þessir leikstjórnendur voru teknir í nýliðavalinu á sínum tíma.

Hér kennir ýmissa grasa en einn spaði, Kurt Warner, var bara hreinlega ekki draftaður. Steve Young var tekinn í viðbótardrafti árið 1984 en viðbótardraft er fyrir leikmenn sem voru ekki löglegir í aðalvalið vegna banns eða vera undir samningi hjá annarri fótboltadeild. Steve Young spilaði fyrir Los Angeles Express í USFL deildinni en það fjaraði undan henni fljótlega eftir að hann skrifaði undir 10-ára, 40 milljón dollara samning. Það er ekki gott að segja hvenær hann hefði verið draftaður í undir venjulegum kringumstæðum en Young lenti í öðru sæti í kosningu um Heisman bikarinn á lokaári sínu í háskólafótboltanum. Líklega hefði Young verið tekinn í topp 5.
40% þessara leikstjórnenda voru teknir í topp 10 í sínu nýliðavali. Það er athyglisvert að sjá að aðeins tveir leikmenn (Manning og Graham) af sex efstu voru teknir í fyrstu umferð.
Það eru fjórir spaðar enn virkir í deildinni og væri gaman að sjá þrjá þeirra færast aðeins ofar á listann, en Tom Brady kemst varla mikið hærra!