Árið 1982 var fyrsta tímabilið í sögu NFL þar sem lið reyndu fleiri sendingar en hlaup. Tímabilið eftir voru síðan reynd fleiri hlaup en sendingar en allar götur síðan hefur sendingaleikurinn tekið yfir.
Verðmæti hlauparanna hefur því hrunið meðfram þessari þróun innan NFL en það þarf ekki annað en að líta yfir meðal árslaun NFL leikmanna miðað við leikstöður til að sjá hve lágt hlaupararnir eru sokknir.
Einu leikstöðurnar sem eru verr borgaðar að meðaltali eru Long Snapper og Fullback. Það þýðir að Punter, Kicker og Special Teams fá meira borgað að meðaltali en hlaupararnir!
Þrátt fyrir það ætla ég að bjóða ykkur upp á fjóra hlaupalista sem sýna topp 5 liðin frá seinasta tímabili þegar kemur að hlaupa tilraunum, yördum, og snertimörkum samkvæmt The Football Database.




Í ljósi verðhruns hlaupara kom það mörgum á óvart að Gettleman hafi valið Saquon Barkley númer 2 í nýliðavalinu í fyrra en Gettleman hefur einstakt lag á því að gera hluti sem enginn býst við, sjá Daniel Jones, Duke.
Saquon Barkley er vitaskuld, að öðrum ólöstuðum, skemmtilegasti leikmaðurinn í NFL í dag svo skemmtanagildi hlauparanna er hvergi á förum!