NFL rásin á YouTube gefur árlega út helvíti langt myndband með öllum bestu gripunum frá hverju tímabili. Það er auðvitað dýrlegt áhorf en það dugar mér ekki því ég vil fá að sjá númeraðan topplista svo ég geti hneykslast eða sammælst. Það er nákvæmlega það sem þið eruð að fara að fá hérna í dag.
Ég er búinn að grandskoða hundruði gripa og komið mér upp tveimur topp 5 listum. Annarsvegar bestu snertimarksgrip og hinsvegar bestu ekki-TD gripin.
Það er í raun algjörlega galið að reyna að flokka og sortera þessi grip en ég lét þónokkur tilkomumikil grip sitja utan þessara lista því í mínum huga eru bestu gripin þau grip þar sem sóknarmaður er fulldekkaður og ætti í raun ekki að eiga neitt erindi að grípa þessa bolta. Aðdragandi gripsins skiptir líka máli en leikstjórnendurnir eiga oft sinn þátt í að koma gripunum á listann.
Topp 5: Almenn grip
#5 – Christian McCaffrey vs. Texans
#4 – Kelvin Harmon vs. Lions
Kelvin Harmon with a ~ridiculous~ one-handed catch.
— Chad Ryan (@ChadwikoRCC) November 24, 2019
That's incredible. #Redskins pic.twitter.com/XXrNmRnw0f
#3 – Willie Snead vs. Chiefs
#2 – Will Fuller vs. Saints
#1 – Odell Beckham Jr. vs Jets
Topp 5: Snertimarksgrip
#5 – Amari Cooper vs. Vikings
#4 – Terry McLaurin vs. Packers
#3 – Breshad Perriman vs. Falcons
#2 – Courtland Sutton vs. Chargers
Tyler Lockett vs. Rams
Svo vil ég þakka NFL fyrir að leyfa ekki spilun á YouTube myndböndum annars staðar en á YouTube síðunni sjálfri. Þess vegna þarf ég að græja þetta yfir í GIF og gæðin og endursýningarnar eru eftir því!