Í dag skoðum við framvindu nýjustu bakvarðanna í NFL, þeirra sem spiluðu nægilega mikið til að hægt væri rýna almennilega í tölfræði framlög þeirra. Við erum auðvitað ekki að bera epli saman við epli því ekki allir spila sömu bakvarðarstöðuna. Darnell Savage var til dæmis í hlutverki frjálsa bakvarðarins hjá Green Bay og Taylor Rapp var sterkur bakvörður hjá LA Rams.
Til hliðsjónar sótti ég mér tölfræði þeirra allra bestu í þessum stöðum í NFL deildinni í dag (eða þeirra launahæðstu) og setti einnig upp í töflu til að bera saman við niðurstöður nýliðanna.
- SNAPS: Fjöldi snappa á tímabilinu
- TKL: Fjöldi tæklinga
- MTKL: Fjöldi misheppnaðra tæklinga
- INT: Fjöldi stolinna bolta
- PD: Fjöldi varinna sendinga
- TGT: Fjöldi sendingatilrauna á svæði varnarmanns
- CMP%: Hlutfall heppnaðra sendinga á svæði varnarmanns
- YDS: Fjöldi jarda leyfðir
- TDS: Fjöldi snertimarka leyfð
- BLTZ: Fjöldi skipta í blitz pakka varnar
Nýliðar
NAFN | SNAPS | TKL | MTKL | INT | PD | TGT | CMP% | YDS | TDS | BLTZ | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Juan Thornhill | 996 | 58 | 14 | 3 | 5 | 28 | 46.4% | 121 | 2 | 12 | |
Darnell Savage | 865 | 55 | 8 | 2 | 5 | 30 | 56.7% | 197 | 2 | 17 | |
Taylor Rapp | 823 | 100 | 3 | 2 | 8 | 62 | 61.3% | 373 | 1 | 22 | |
Will Harris | 668 | 43 | 6 | 0 | 3 | 23 | 56.5% | 204 | 3 | 5 | |
C. Gardner-Johnson | 546 | 49 | 4 | 1 | 8 | 51 | 70.6% | 304 | 2 | 30 |
Savage, Rapp og Thornhill spiluðu 74% snappa liða sinna eða meira í vetur en Will Harris og Gardner-Johnson voru inná vellinum í rúm 50% hvor. Þrátt fyrir það var Gardner-Johnson targetaður hlutfallslega langoftast. Réttilega svo, því í 70% tilvika heppnaðist sending á hans svæði/leikmann, sem verður að teljast fullmikið. Hann var hinsvegar mikið notaður í blitz og líklega hefur það verið ákveðinn léttir fyrir hann að fá þau tækifæri frekar heldur en að láta rista sig í dekkningu trekk í trekk.
Reyndir
NAFN | SNAPS | TKL | MTKL | INT | PD | TGT | CMP% | YDS | TDS | BLTZ |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Landon Collins | 1057 | 117 | 16 | 0 | 4 | 67 | 70.1% | 467 | 5 | 27 |
Kevin Byard | 1099 | 84 | 2 | 5 | 9 | 47 | 57.4% | 422 | 3 | 10 |
Earl Thomas | 894 | 49 | 8 | 2 | 4 | 25 | 44.0% | 113 | 0 | 54 |
Harrison Smith | 970 | 85 | 10 | 3 | 11 | 33 | 63.6% | 194 | 0 | 30 |
Tyrann Mathieu | 1080 | 75 | 14 | 4 | 12 | 80 | 56.3% | 409 | 2 | 43 |
Jamal Adams | 961 | 75 | 4 | 1 | 7 | 38 | 55.3% | 187 | 2 | 90 |
Kevin Byard átti frábært tímabil, eins og liðið hans í heild sinni. Byard spilaði 99% varnarsnappa Titans á tímabilinu, átti 84 heppnaðar tæklingar og aðeins tvær misheppnaðar. Það er ótrúleg skilvirkni í tæklingum en hann stal líka fimm sendingum á tímabilinu.
Blekið á nýjum samningi Landon Collins hefur ekki enn þornað en hann bauð Redskins brassinu og aðdáendum upp á tölfræðilegt uppistand í vetur í tilefni $84M, 6-ára samnings. Collins bauð upp á fimm snertimörk andstæðings og 70.1% heppnaðar sendingar á sitt svæði/mann. Washington Redskins áttu ekki gott tímabil og auðvitað spilar þetta allt saman inn í, það er ekki hægt að skella skuldinni alfarið á okkar helsta mann, Landon Collins. En vá.
Pro-Bowlerinn og nýkrýndi Super Bowl meistarinn, Tyrann Mathieu átti stórkostlegt tímabil og á mikið í endurlífguninni sem átti sér stað varnarlega í Kansas City, Missouri. Hunangsgreifinginn var targetaður 80 sinnum, langoftast í þessu úrtaki, en leyfði aðeins 56.3% sendingaheppnun og varðist 12 boltum. Hann kryddaði tímabilið með fjórum stolnum sendingum en hann reyndist óskilvirkur tæklari og klúðraði 15.7% tæklingatilrauna sinna.