Associated Press hefur staðið fyrir NFL All-Pro kosningu síðan 1940, en alls kjósa 50 íþróttafréttamenn á landsvísu í kosningunni, sem heiðrar aðeins allra bestu fótboltamennina á hverju tímabili.
Ég skoðaði úrslit AP All-Pro 1st team kosninga frá árinu 2010 og hér fyrir neðan eru þeir leikmenn sem oftast hafa verið kosnir.

Ég tók einnig saman hvenær allir þeir leikmenn sem kosnir hafa verið í þessi lið voru teknir á sínum tíma í nýliðavalinu. Mig langaði að sjá hvort það væru stöður innan NFL þar sem hátt draftaðir leikmenn eru líklegri til að eigna sér AP All Pro heiðurinn á ári hverju. Að sama skapi var ég spenntur að sjá hvaða stöður hafa oftar verið skipaðar lágt dröftuðum eða jafnvel ódröftuðum leikmönnum.
Hér fyrir neðan er meðal draftpikk leikmanna hverrar stöðu sem AP hefur kosið inn í All-Pro 1st team síðan 2010. Athugið að fullbacks hafa ekki hlotið atkvæði frá AP síðan 2016 svo þeir verða á hliðarlínunni í þessu úrtaki.

Varnarendarnir eru oftar skipaðir hátt metnum háskólaleikmönnum og Antonio Brown setur sterkan svip á meðaltalið hjá útherjunum. Brown var valinn númer 195 í nýliðvalinu 2010 og hefur verið kosinn í 1st team All Pro fjórum sinnum.
Þessi tölfræði er langt frá því að vera einhversskonar stimpill á gildi leikstaða í NFL en gefur okkur þá nokkra hugmynd um verðgildi þeirra í augum NFL liða þegar kemur að því að velja leikmenn úr háskólaboltanum.