Pittsburgh Steelers hafa náð samkomulagi við Oakland Raiders um félagsskipti útherjans Antonio Brown. Oakland lætur af hendi valrétti sína í 3. og 5. umferð nýliðavalsins í apríl 2019.
Verðmiðinn verður að teljast hlægilegur í besta falli en Brown er búinn að vera iðinn við kolann á samfélagsmiðlum og verið óhræddur við að láta ónægju sína í ljós en hann vildi verða hæst launaðasti útherji deilarinnar. Framkoma Brown rak í kjölfarið verðmiða hans niður í rotþró en fyrr í vikunni leit út fyrir að hann væri á leið til Buffalo en hann kallaði það falskar fréttir á Instagram og sagðist ekki koma til með að mæta til vinnu í Buffalo ef skiptin yrðu kláruð.
Raiders hafa nú tekið sénsinn á Brown sem verður 31. árs í sumar en hann hefur spilað 9 tímabil fyrir Steelers síðan þeir völdu hann í 6. umferð nýliðavalsins 2010. Þrátt fyrir að vera umdeildur eru hæfileikarnir óumdeilanlegir en hann hefur gripið yfir 1000 yarda á 7 af 9 tímabilum í deildinni. Árið 2015 greip hann 1834 yarda en það er 4. mest í sögunni yfir eitt tímabil.
Oakland Raiders hafa til að mynda aldrei verið útherja sem hefur gripið yfir 1500 yarda á einu tímabili en Antonio Brown hefur gripið 1524 yarda að meðaltali seinustu 6 tímabil.