Deildarkeppnin 2018


Þjálfari: Andy Reid (frá 2013)
Heimavöllur: Arrowhead Stadium (sætafjöldi 76.416)
Kansas City Chiefs enduðu tímabilið með árangurinn 12-4 og sigruðu AFC West deildina. Leikstjórnandinn Patrick Mahomes átti stórkostlegt tímabil og var valinn mikilvægasti leikmaður NFL deildarinnar. Chiefs leiddu deildina með 425,6 sóknar-yarda að meðaltali í leik með Mahomes, Hunt, Hill og Kelce í broddi fylkingar. Varnarlega voru Chiefs hinsvegar hræðilegir, þeir gáfu upp næst flesta yarda í leik með 405,5 að meðaltali.
Í úrslitakeppninni sigruðu þeir Indianapolis Colts 31-13 og tryggðu sér miða í úrslitaleik AFC deildarinnar. Þar mættu þeir New England Patriots í hörku leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í framlengingu, 37-31 Patriots í hag.
Komnir:
- Tyrann Mathieu (S) frá Texans – laus samningur
- Damien Wilson (LB) frá Cowboys – laus samningur
- Alex Okafor (DE) frá Saints – laus samningur
- Carlos Hyde (RB) frá Jaguars – laus samningur
- Bashaud Breeland (CB) frá Packers – laus samningur
Farnir:
- Mitch Morse (C) til Bills – laus samningur
- Steven Nelson (CB) til Steelers – laus samningur
- Demetrius Harris (TE) til Browns – laus samningur
- Kareem Hunt (RB) – samningi rift
- Dee Ford (OLB) til 49ers – skipti
- Justin Houston (OLB) – samningi rift
- Eric Berry (S) – samningi rift
Líkleg byrjunarlið 2019:


Nýliðaval & næsta tímabil
Kansas er í tómu rugli þessa dagana. Það eru stór spurningarmerki í kringum NFL framtíð Tyreek Hill þessa stundina en Hill er Chiefs fáránlega mikilvægur og mega þeir varla við annarri blóðtöku eftir að hafa rift samningi við Kareem Hunt vegna hegðunar hans utan vallar.
Vörnin, sem var sú næst lakasta í fyrra, er orðin enn verri því farnir eru Dee Ford, Justin Houston og Eric Berry. Helstu veikleikarnir á þessu liði eru varnarlega og því má ætla að þeir velji einna helst varnarmenn í nýliðavalinu í lok apríl. Ef þeir enda á að rifta samningi sínum við Tyreek Hill þá má bæta útherja á innkaupalista þeirra fyrir NFL nýliðavalið.
Ég henti í þriggja umferða mock draft á NFL Mock Draft Simulator frá The Draft Network til að sjá hvað verður sirka í boði fyrir Chiefs í lok apríl:

Ef Kansas City eru að leita af hröðum útherja til að koma inn fyrir Hill þá ætti Emanuel Hall frá Missouri að vera laus seint í annarri umferð en hann er rosalegur íþróttamaður – hraður, langur og með sturlaðan stökkkraft.

Þjálfari: Anthony Lynn (frá 2017)
Heimavöllur: Dignity Health Sports Park (sætafjöldi 27.000)
Los Angeles Chargers enduðu í öðru sæti AFC West þrátt fyrir sama árangur og Chiefs, 12-4. Chargers spiluðu sitt þriðja ár í Los Angeles og komust í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið síðan 2013. Þeir njóta ekki heimavallakrafta því þeir sitja í seinasta sæti yfir mætingu á leiki (völlurinn tekur einungis um 30.000 manns) og töpuðu 3 af sínum 4 tapleikjum á tímabilinu á heimavelli sínum. Árangur þeirra á útvöllum var hinsvegar magnaður – 8 sigrar og 1 tapleikur.
Árangur Chargers verður að teljast merkilega góður miðað við lítinn stuðning á heimavelli og öll þau meiðsl sem dundu yfir liðið á tímabilinu. Bakvörðuinn Jaylen Watkins og útvörðurinn Jason Verrett spiluðu ekki leik á tímabilinu, innherjinn Hunter Henry missti af öllum leikjunum sömuleiðis, sóknarvörðurinn Forrest Lamp spilaði 2 leiki, Joey Bosa náði 7 leikjum og útvörðurinn Trevor Williams lék 9 leiki.
Chargers mættu Baltimore Ravens í fyrstu umferð og sigruðu 23-17. Þeir mættu síðan Patriots í annari umferð en höfðu ekki erindi sem erfiði og töpuðu þeim leik 41-28.
Komnir:
- Tyrod Taylor (QB) frá Browns – laus samningur
- Thomas Davis (OLB) frá Panthers – laus samningur
Farnir:
- Tyrell Williams (WR) til Raiders – laus samningur
- Jason Verrett (CB) til 49ers – laus samningur
- Darius Philon (DT) til Cardinals – laus samningur
- Jahleel Addae (S) – laus samningur
Líkleg byrjunarlið 2019:


Nýliðaval & næsta tímabil
Chargers munu koma til með að sakna Tyrell Williams en þeir eru með annan Williams – Mike Williams sem er ungur og efnilegur en Chargers munu klárlega koma til með að velja sér útherja í nýliðavalinu í apríl. Varnartæklarinn Philon er farinn til Cardinals og Corey Liuget er með lausan samning og ekki er útlit fyrir að Chargers muni koma til með að framlengja við hann. Þessvegna má bæta varnartæklara á óskalistann hjá LA-mönnum. Sam Tevi, hægri sóknartæklari, byrjaði 15 leiki fyrir Chargers á seinasta tímabili en ljóst er að þeir muni koma til með að plokka einn hægri tæklara til sín úr fyrstu tveimur umferðum nýliðavalsins.

Nýliðavalsvélin er MVP þegar kemur að því að leika sér fyrir valið sjálft. Dalton Risner var besti hægri tæklarinn sem var laus nr 28 og því var þetta einfalt val. Næsta pikk er það sama og ég valdi fyrir Chiefs hér fyrir ofan en ástæðan er sú að Tyrell Williams er stór og stæðilegur útherji sem var öruggt skotmark fyrir Phillip Rivers, en Emanuel Hall er sjálfur aðeins minni en Williams en bætir það upp með fáránlegum stökkkrafti og snerpu.
Ef Chargers velja vel í fyrstu þremur umferðunum og fá leikmenn sem geta hjálpað þeim um leið, þá er nokkuð ljóst að Chiefs eru komnir með enn harðari samkeppni um AFC West titilinn á næsta tímabili. Ef Chargers verða heppnir með meiðsli!

Þjálfari: Vic Fangio
Heimavöllur: Mile High Stadium (sætafjöldi 76.273)
Denver Broncos áðdáendur vilja líklega gleyma stjórnartíð Vance Joseph sem fyrst en hann stýrði liðinu seinustu tvö tímabil með samanlagðan árangur uppá 11-21. Leikstjórnandinn Case Keenum var fenginn til liðsins eftir fínt tímabil hjá Vikings 2017 en náði ekki að taka sókn Broncos upp á annað plan. Besti sóknarmaður Denver, Emmanuel Sanders, sleit síðan hásin á æfingu og missti af síðustu fjórum leikjunum – sem töpuðust allir.
Þrátt fyrir erfitt tímabil, þá var ekki allt svart því nýliðarnir Bradley Chubb og Phillip Lindsay áttu stórkostleg tímabil. Chubb, sem var valinn númer 5 í nýliðavalinu 2018 endaði með 12 sökk og hlauparinn Lindsay, sem var ekki einu sinni valinn í nýliðavalinu, endaði níundi yfir flesta hlaupa yarda.
Komnir:
- Joe Flacco (QB) frá Ravens – skipti
- Ja’Wuan James (RT) frá Dolphins – laus samningur
- Kareem Jackson (DB) frá Texans – laus samningur
- Bryce Callahan (CB) frá Bears – laus samningur
Farnir:
- Case Keenum (QB) til Redskins – skipti
- Matt Paradis (C) til Panthers – laus samningur
- Bradley Roby (CB) til Texans – laus samningur
- Shaquil Barrett (OLB) til Buccaneers – laus samningur
- Matt LaCosse (TE) til Patriots – laus samningur
- Billy Turner (G) til Packers – laus samningur
- Darian Stewart (S) – samningi rift
- Brandon Marshall (ILB) – samningi rift
- Max Garcia (G) til Cardinals – laus samningur
Líkleg byrjunarlið 2019:


Nýliðaval & næsta tímabil
Þær stöður sem Broncos þurfa að huga að í nýliðavalinu eru akkeri, sóknarvörður hægri, innherji, innri línuvörður og varnartæklari. Vic Fangio, nýr þjálfari Denver Broncos er alræmdur línuvarðaþjálfari og varnarséní. Það verður því að teljast líklegt að hann fái sitthvað að segja um fyrsta valið hjá Broncos sem er númer 10 í röðinni. Sóknarlínuþjálfari Broncos, nýráðinn Mike Munchak, er talinn einn sá besti í sinni stöðu og hefur náð virkilega góðum árangri í að ná fram bætingum hjá minni spámönnum. Sóknarlínan er klárlega veikleiki hjá Broncos og verður nauðsynlegt að ná fjölhæfum sóknarlínumanni í annari eða þriðju umferð.
Þrátt fyrir að Joe Flacco sé mættur til Colorado, þá þurfa John Elway og Vic Fangio samt sem áður að huga að því að finna framtíðar leikstjórnanda fyrir liðið. Hvort þeir láti vaða í fyrstu, annari eða þriðju umferð verður að koma í ljós.

Það er ljós að með tilkomu nýs þjálfarateymis, eftir að Vance Joseph og félagar voru látnir taka pokana sína, að þá ríkir vongóð eftirvænting í Denver fyrir 10 sigra tímabili. Þrír leikir á seinasta tímabili töpuðust með 3 stigum eða minna og með öflugri þjálfara og betri hóp, geta aðdáendur liðsins talið sér trú um nokkra sigra í viðbót.

Þjálfari: Jon Gruden
Heimavöllur: Oakland Coliseum (sætafjöldi: 63.132)
Fyrir tímabilið réðu Raiders Jon Gruden aðalþjálfara liðsins en hann skrifaði undir 10 ára samning upp á $100m. Khalil Mack var skipt til Chicago Bears fyrir fyrstu umferðar valrétt 2019 og 2020 ásamt fleiri verðminni valréttum. Raiders enduðu tímabilið 4-12, seinastir í AFC West og þýðir lítið að rýna í frammistöðu þeirra inná vellinum því það var ekkert að frétta. Fyrir lélegan árangur sinn á tímabilinu fengu Raiders pikk númer 4 í nýliðavalinu 2019 en þeir höfðu skipt Amari Cooper til Cowboys í október fyrir fyrsta valrétt þeirra í sama nýliðavali.
Oakland Raiders sitja því á þremur fyrstu umferðar valréttum, númer 4, 24 og 27 sem og fleiri pikkum í seinni umferðum.
Komnir:
- Antonio Brown (WR) frá Steelers – skipti
- Trent Brown (LT) frá Patriots – laus samningur
- Tyrell Williams (WR) frá Chargers – laus samningur
- LaMarcus Joyner (FS) frá Rams – laus samningur
- Josh Mauro (DT) frá Giants – laus samningur
- J.J. Nelson (WR) frá Cardinals – laus samningur
- Vontaze Burfict (OLB) frá Bengals – laus samningur
- Nevin Lawson (CB) frá Lions – laus samingur
- Mike Glennon (QB) frá Cardinals – laus samningur
- Jordan Devey (G) frá Chiefs – laus samningur
- Brandon Marshall (ILB) frá Broncos – laus samningur
- Isaiah Crowell (RB) frá Jets – laus samningur
Farnir:
- Jared Cook (TE) til Saints – laus samningur
- Jon Feliciano (G) til Bills – laus samningur
- A.J. McCarron (QB) til Texans – laus samningur
- Jordy Nelson (WR) – samningi rift
Líkleg byrjunarlið 2019:


Nýliðaval & næsta tímabil
Raiders eru búnir að vera mjög virkir á leikmannamarkaðinum og hafa fengið til sín fjóra sterka byrjunarliðsmenn og misst aðeins einn. Þeir eiga þrjá valrétti í fyrstu umferð og hafa því gríðarlega höggþyngd í nýliðavalinu. Þeim vantar einna helst hlaupara, sóknarvörð vinstra megin, innherja, útvörð og varnarenda. Þeir eru til alls líklegir þegar kemur að því að velja leikmenn, skipta valréttum og þar fram eftir götunum með Jon Gruden í brúnnni.

Ég get alveg ímyndað mér að Gruden sé stórhrifinn af hæfileikum Devin White til að taka hann númer 4, sem er líklega fullhátt fyrir White. Raiders hafa síðan bullandi séns á að taka besta hlauparann í ár með sínum öðrum valrétti í fyrstu umferð. Ferrell er stuldur ef hann fæst svona neðarlega og Raiders myndu glaðir plokka hann upp. Eric McCoy væri síðan fullkominn í vinsti sóknarvörðinn og gefur þeim fjölbreytni því hann spilaði akkeri allan sinn Texas A&M feril.
Það er sjóðandi séns á að sóknin hjá Raiders verði eiturð á næsta tímabili með tilkomu Antonio Brown og Tyrell Williams. Spurningin er hvort Derek Carr geti verið stöðugur og nákvæmur í sendingunum sínum.
Það er ljóst að AFC West hefur hýft sig upp í átt að toppi styrkleikalista NFL deildanna. Við ætlum að fjalla um tvær aðrar mjög sterkar deildir á næstunni en Keli ætlar að hlaða í rándýran AFC North pistil og Matti mun fara yfir stöðu mála í NFC West deildinni.