Í seinustu viku fórum við yfir hvaða félög við teljum líkleg til að bæta við sig þremur sigurleikjum frá því í fyrra en nú er komið að því að skoða hvaða sex félög við teljum líklegust til þess að tapa 3 eða fleiri leikjum en þau gerðu í fyrra.
Það voru átta lið sem töpuðu þremur leikjum eða meira í fyrra frá því árið 2019.
Lið | 2019 | 2020 | Fjölgun tapleikja |
---|---|---|---|
49ers | 13-3 | 6-10 | 7 |
Texans | 10-6 | 4-12 | 6 |
Jaguars | 6-10 | 1-15 | 5 |
Jets | 7-9 | 2-14 | 5 |
Patriots | 12-4 | 7-9 | 5 |
Ravens | 14-2 | 11-5 | 3 |
Falcons | 7-9 | 4-12 | 3 |
Vikings | 10-6 | 7-9 | 3 |
Baltimore Ravens sker sig hér úr í flokki en þeir féllu ekki niður fyrir 50% sigurhlutfall en það er skiljanlega snúið að endurtaka frammistöðu liðsins frá árinu 2019 þegar Lamar Jackson leiddi liðið til 14 sigurleikja.
Hér fyrir neðan eru sex lið sem ritstjórnin telur líklegust til að falla í sama flokk og liðin hér að ofan.
Houston Texans (4-12)
Embed from Getty ImagesÞað kæmi nákvæmlega engum á óvart ef Houston skyldi veikjast um 3 sigurleiki, annað árið í röð. Það er fátt spennandi að gerast hjá félaginu og liðið sem Nick Caserio hefur safnað saman er alls ekki líklegt til árangurs.
Framtíð Deshaun Watson er óljós en nokkuð víst þykir að hann muni ekki koma til með að spila fyrir Cal McNair, eiganda félagsins, einhverntíman á næstunni.
Úrslitaskráarspá: 1-16.
Pittsburgh Steelers (11-5)
Embed from Getty ImagesPittsburgh Steelers náði á einhvern ótrúlegan hátt að halda sigurgöngu sinni lifandi í gegnum fyrstu 11 leiki tímabilsins en skullu síðan harkalega til jarðar. Fáir bjuggust við því að sjá félagið halda sér á floti eins og það gerði, sér í lagi í ljósi þess að Ben Roethlisberger snéri aftur á völlinn eftir olnbogaaðgerð á kasthendinni.
Það verður brekka að mati margra fyrir Steelers menn að gera tilkall til AFC North titilsins en bæði Cleveland og Baltimore líta betur út á pappír.
Úrslitaskráarspá: 7-10
New Orleans Saints (12-4)
Embed from Getty ImagesSean Payton og félagar í New Orleans verða án Drew Brees í fyrsta skiptið síðan 2005 þegar hann kom til félagsins frá San Diego Chargers. Auk Brees verða Michael Thomas og David Onyemata ekkert með í allavega fyrstu 6 leikjum liðsins. Marshon Lattimore gæti einnig misst af hluta tímabilsins eftir að hafa komist í kast við lögin í sumar.
Vopnabúr Saints manna verður því aðeins Alvin Kamara og Taysom Hill. Jameis Winston gæti endurheimt sæti sitt sem byrjunarliðsleikstjórnandi í þessari deild og verður afar fróðlegt að sjá hvernig það kemur til með að ganga í nýju umhverfi.
Úrslitaskráarspá: 8-9
Detroit Lions (5-11)
Embed from Getty ImagesÞað er heldur betur margt búið að breytast hjá Lions frá því á síðasta keppnisári. Brad Holmes var ráðinn nýr framkvæmdastjóri liðsins, Dan Campbell tók við þjálfunartaumunum og Jared Goff verður undir senter í vetur.
Það er því einfalt að sjá fyrir brekku í Detroit, sér í lagi þar sem gæði vantar sárlega víðsvegar um völlinn hjá ljónunum.
Úrslitaskráarspá: 2-15
Green Bay Packers (13-3)
Embed from Getty ImagesÞað er útlit fyrir að Aaron Rodgers hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Green Bay Packers. Hvort hann ákveði að leggja skóna á hilluna, sleppa því að mæta til æfinga eða að Packers hreinlega skipti honum frá sér mun koma í ljós á komandi vikum.
Þá hefur Davante Adams slitið framlengingarviðræðum við félagið en Adams og Rodgers eru vinir miklir og ýmsar getgátur eru um það hvernig og hvort framtíð þeirra annarsstaðar sé samofin.
Spili Packers Jordan Love út í vetur, þá má ætlast til þess að nokkuð fall verði á skilvirkni liðsins sóknarlega og í kjölfarið mun sigurleikjum fækka.
Úrslitaskráarspá: 8-9
Las Vegas Raiders (8-8)
Embed from Getty ImagesÞað er hægt að velta vöngum yfir því hvort Jon Gruden og liðsmenn hans í Raiders hafi yfir höfuð náð að styrkja sig að einhverju viti. Vissulega var Yannick Ngakoue sóttur og Trevon Moehrig valinn í nýliðavalinu en vörnin verður líklega áfram lausskrúfuð. Gus Bradley mætir á svæðið sem nýr varnarþjálfari með cover-3 vörnina sína og ætla má að félagið bæti sinn leik örlítið þeim megin.
Sóknarmegin verður ekki úr miklu að moða fyrir Derek Carr sem missti Nelson Agholor, besta útherjann sinn frá því í fyrra. Það mun mæða mikið á Darren Waller og Josh Jacobs í vetur en stóra spurningin er hvernig sóknarlínan kemur til með að líta út eftir bratthvörf Trent Brown, Gabe Jackson og Rodney Hudson.
Úrslitaskráarspá: 5-12