Í fyrra voru átta NFL lið sem bættu við sig 3 eða fleiri sigrum á milli ára. Cleveland Browns og Miami Dolphins bættu við sig 5 sigurleikjum, Indianapolis Colts, Pittsburgh Steelers, Tampa Bay Buccaneers og Washington Football Team bættu við sig 4 sigrum og Arizona Cardinals og Buffalo Bills bættu sig um 3 sigurleiki. Í ár spilum við 17 leiki, sem eykur líkurnar á því að fleiri lið bæti sig um a.m.k. 3 sigurleiki.
Ef við skoðum ástæðurnar á bakvið bætingarnar þá sjáum við fljótt að rauði þráðurinn er annaðhvort nýr þjálfari sem nær að hrista upp í félaginu (MIA, CLE og WAS), nýr leikstjórnandi (TBB, IND) eða framfarir ungs leikstjórnanda (ARI og BUF). Hjá Pittsburgh er hægt að klína þessu á Big Ben sem snéri aftur úr olnbogameiðslum.
Þjálfari eða leikstjórnandi. En hvað með meiðsli?
San Francisco 49ers (6-10)
Embed from Getty Images49ers voru mest meidda liðið í fyrra (covid-fjarvistir meðtaldar) en á meðal þeirra leikmanna sem þeir söknuðu voru Nick Bosa, Dee Ford, Jimmy Garoppolo, Richard Sherman, George Kittle og Deebo Samuel. Allt saman öflugir byrjunarliðsmenn en svo var aragrúi minni spámanna sem fóru einnig á meiðslalistann.
Það mun því muna helling fyrir félagið að fá þessa leikmenn inn heila í ár (Sherman er FA) en helstu viðbæturnar við leikmannahópinn eru senterinn Alex Mack (frá Falcons) og Trey Lance. Það verður að koma í ljós hvort Lance verði aðalleikstjórnandi liðsins í ár eða ekki en eitt er víst: tími Jimmy Garoppolo undir senter hjá 49ers er hér um bil liðinn.
Úrslitaskráarspá: 10-6
Jacksonville Jaguars (1-15)
Embed from Getty ImagesJaguars voru lélegasta liðið í fyrra og fengu því boðsmiða á Trevor Lawrence lestina. Með Lawrence undir senter og nýjan stjóra í brúnni verður áhugavert að fylgjast með framgangi mála í Jacksonville. Það er aðeins ein leið af botninum – og það er upp.
Þrátt fyrir að vera með nýliða undir senter og nýliða í brúnni, þá þarf ekki frjótt ímyndunarafl til þess að sjá þann raunveruleika þar sem Jaguars bæta sig örlítið og ná í 4-5 sigra (jafnvel meira, hver veit!).
Fyrir utan Lawrence, þá bætti Trent Baalke engum kanónum við leikmannahópinn. Marvin Jones kom frá Lions, Rayshawn Jenkins frá Chargers, Shaquill Griffin frá Seahawks, Roy Robertson-Harris frá Bears og Travis Etienne og Tyson Campbell í gegnum valið.
Úrslitaskráarspá: 4-13
Denver Broncos (5-11)
Embed from Getty ImagesFootball Outsiders stilltu Broncos upp í 7. sæti yfir þau list sem fengu mest að kenna á meiðslum og covid í fyrra. Von Miller og Courtland Sutton snúa báiðir tilbaka úr meiðslum sem ætti að teljast góð búbót. Í Denver gætum við fengið að sjá nýjan leikstjórnanda snúa blaðinu við en Teddy Bridgewater var fenginn frá Panthers til að veita Drew Lock samkeppni um giggið.
EDSF telja liðið eiga 5. auðveldasta leikjaprógrammið í vetur og síðan hefur liðið náð að styrkja sendingavörnina sína töluvert með komu Kyle Fuller frá Bears, Ronald Darby frá Washington og Patrick Surtain úr nýliðavalinu.
Vic Fangio gæti verið á heita sætinu svo hann má ekki við öðru tímabili með fleiri töp en sigra.
Úrslitaskráarspá: 10-7
New England Patriots (7-9)
Embed from Getty ImagesPatriots komu illa úr covid hjásetum í fyrra en Marcus Cannon, Dont’a Hightower og Patrick Chung (ásamt fleirum) spiluðu ekkert í fyrra sökum covid-hræðslu. Þá spiluðu Julian Edelman, Isaiah Wynn og Sony Michel minna en Belichick kærði sig um.
Á leikmannamarkaði voru þeir síðan spólgraðir og sóttu fleiri vopn í búrið fyrir Cam Newton (Mac Jones?). Sóknarlínan verður að öllum líkindum gífurlega sterk að venju og vonir standa til að Matt Judon nái að brjóta sér leið að leikstjórnendum deildarinnar í gríð og erg.
Hverjar eru síðan líkurnar á því að Belichick eigi annað úrslitakeppnislaust tímabil?
Úrslitaskráarspá: 11-6
Washington Football Team (7-9)
Embed from Getty ImagesWashington liðið tikkar bæði boxin. Ron Rivera er nýr þjálfari og með honum er gífurlegur meðvindur frá því í fyrra þegar hann stýrði liðinu inn í úrslitakeppnina á milli þess sem hann lumbraði á krabbameini sem hann greindist með fyrir mót.
Undir senter í Washington er síðan mættur sá seiðugi, Ryan Fitzpatrick, frá Miami Dolphins en hann átti fínasta tímabil í fyrra þar sem hann byrjaði 7 leiki og kom inná tvisvar sinnum til að draga Tua og höfrungana að landi. Fitzpatrick er ekki fullkominn, langt því frá, en hann mun koma til með að vera uppfærsla í leikstjórnandastöðu Washington.
Hlauparinn Antonio Gibson og skyndiliðinn Chase Young munu taka næsta skref í sinni þróun og viðbæturnar Curtis Samuel, Adam Humphries og William Jackson eiga eftir að leggja hönd á plóg.
Úrslitaskráarspá: 10-7
Dallas Cowboys (6-10)
Embed from Getty ImagesNái Dak Prescott fullri heilsu í fætinum að nýju, þá verður þetta borðleggjandi í Dallas. Prescott var, eins og flestir muna, á sögulegri siglingu áður en hann meiddist illa á ökkla á síðasta tímabili. Ásamt Prescott, þá var liðið löngum köflum ‘i fyrra án Tyron Smith, La’el Collins, Chidobe Awuzie, Leighton Vander Esch og Blake Jarwin.
Veikleikar liðsins lágu fyrst og fremst í vörninni og nú er fyrrum varnarþjálfari Seahawks og aðalþjálfari Falcons, Dan Quinn mættur í gamla hlutverkið sitt og vonast stuðningsmenn Dallas að það muni hafa jákvæðar breytingar með í för.
Cowboys eiga næstléttasta leikjaprógrammið á árinu á eftir Philadelphia Eagles og því ætti ekki að reynast erfitt að telja til nokkra auka sigra hjá félaginu í vetur.
Úrslitaskráarspá: 9-8