Los Angeles Rams hengdu hatt sinn í fyrra á varnarleik sinn, sem var til fyrirmyndar en liðið fékk á sig fæst stig allra liða og leyfði fæsta jarda á sóknarkerfi. Aaron Donald vann DPOY verðlaunin (varnarmaður ársins) og hinn nýji varnarþjálfari, Brandon Staley, virtist komast vel frá sínum verkum – í raun svo vel að nágranninn, L.A. Chargers, gerðu sér lítið fyrir og buðu manninum aðalþjálfarastöðuna sína, sem hann þáði.
Því verður einkar forvitnilegt að sjá hversu þéttir Rams verða varnarlega á komandi tímabili en ásamt Staley hafa miðvörðurinn John Johnson, fimman Troy Hill og árásaendarnir Samson Ebukam og Morgan Fox yfirgefið vörnina.
Línuvarðasveit liðisins er heldur þunn og samanstendur af Micah Kiser, Troy Reeder og Kenny Young. Miðvarðaparið Jordan Fuller og Taylor Rapp eru búnir með þrjú ár samtals í deildinni svo liðið verður óreynt baka til, nema félagið sæki ódýran miðvörð á opna markaðinum.
Sóknarmegin sjá Rams á eftir innherjanum Gerald Everett og útherjanum Josh Reynolds en fengu í staðinn brennarann DeSean Jackson frá Philadelphia Eagles. Jackson er kominn vel á aldur en hann verður tæplega 35 ára gamall þegar keppnistímabilið hefst og hefur aðeins náð að koma við sögu í 8 leikjum á seinustu tveimur tímabilum með Eagles.
Stærsta viðbótin er án efa félagsskipti Matt Stafford og Jared Goff og ætti koma Stafford að opna nokkra kafla í sóknarbiblíu Sean McVay. Á pappír er Rams sóknin gríðarlega vel skipuð en helsta spurningarmerkið verður senterstaðan. PFF áætlar að Brian Allen verði á boltanum í vetur en hann spilaði ekki snapp í fyrra.
(umferð. valréttur: nafn, leikstaða – háskóli)
2.57: Jamin Davis, LB – Kentucky
Embed from Getty ImagesAð mínu mati er það ofarlega á forgangslista Rams í nýliðavalinu að tryggja sér einn ef ekki tvo línuverði og ekki er verra að þeir séu miklir íþróttamenn. Jamin Davis hefur stokkið upp drafttöflur undanfarna mánuði og er um þessar mundir að blanda sér í 1.-2. umferða umræðuna. Davis þénaði sér inn haug af peningum með frammistöðu sinni á Pro Day Kentucky háskólans. Sprengikrafturinn í leikmanninn er hreinlega ótrúlegur og svo mældist hann hlaupa 40 jardana á litlum 4.37 og 4.41. Í ár var PFF einkunnin hans 81.6 en þar á meðal var hann með þrjár stolnar sendingar og 28 hlaupastopp (33. besti árangurinn í fyrra á meðal allra LB).
3.88: Josh Myers, C – Ohio State
Embed from Getty ImagesÍ ljósi þess að liðinu sárvantar senter ákvað ég að sækja Ohio State senterinn Josh Myers í þriðju umferð sem kemur vonandi til með að eigna sér stöðuna næstu 10-15 árin. Þetta er stór (195 sm, stórt miðað við senter) og stæðilegur leikmaður sem gæti vel leyst stöðu varðar, kjósi liðið að fara þá leið.
3.103: Tay Gowan, CB – UCF
Embed from Getty ImagesJalen Ramsey og Darious Williams eru glæsileg tvenna á vængjunum hjá Rams en eftir það eru aðeins þrír bakverðir undir samningi og því aðkallandi að bæta við leikmanni. Tay Gowan spilaði ekkert í ár en átti stórgott ár með UCF árið 2019 þar sem hann hlaut 81 í PFF einkunn. Hann er náttúrlega silkimjúkur íþróttamaður sem hefur hæðina (187 sm) og tikkar í öll boxin.
4.141: Justin Hilliard, LB – Ohio State
Embed from Getty ImagesÉg ákvað að tvítryggja mig fyrir hönd Rams í þessu nýliðavali þegar ég sá Justin Hilliard lausan á töflunni minni. Hilliard er ekki jafn snöggur til og Jamin Davis en þetta er fyrrum fimm-stjörnu háskólanýliði sem hefur þurft að glíma við þrjú meiðsli sem hafa bundið enda á þrjú af fjórum tímabilum hans hjá Ohio State. Rams taka því hérna sénsinn á að hann nái að halda sér á vellinum og vona að leikmaðurinn sannreyni þau loforð sem við hann voru bundin fyrir um 4 árum.