Off-seasonið í ár markaði tímamót í sögu Cincinnati Bengals því útherjinn A.J. Green sagði skilið við félagið sem valdi hann nr. 4 í nýliðavalinu 2011. Green kvaddi Bengals sem besti útherji klúbbsins frá upphafi en hann var valinn sjö sinnum í Pro Bowl leikinn á fyrstu sjö árunum sínum í deildinni þar sem hann bauð uppá 8213 gripjarda og 57 snertimörk.
Félagið sagði einnig skilið við árásaendann Carl Lawson, bakvörðinn William Jackson og útherjann dýrkeypta, John Ross. Hinsvegar sótti Mike Brown, framkvæmdastjóri liðsins, Trey Hendrickson frá Saints, Mike Hilton frá Steelers, Chidobe Awuzie frá Cowboys og Larry Ogunjobi frá Browns svo eitthvað sé nefnt. Þá snýr bakvörðurinn Trae Waynes til baka eftir að hafa misst af seinasta keppnistímabili vegna slitins brjóstvöðva.
Sóknarlínan er helsti veikleiki liðsins og ljóst að félagið þarf að nýta einn ef ekki tvo valrétti í ár til að þétta hópinn. Tæklarinn reyndi Riley Reiff fékk eins árs samning og er ætlað að manna hægri hliðina á meðan Jonah Williams stendur vaktina vinstra megin. Hinsvegar ætti koma Reiff ekki að hræða Mike Brown frá því að fjárfesta snemma í leikstöðunni þegar að draftinu kemur.
Bengals eiga valrétt númer fimm í ár svo við þurfum ekkert læðast meðfram veggjum: það er fullt af holum í þessu liði og í raun aðeins staða leikstjórnanda og miðvarðar (Jessie Bates) sem óþarfi er að hafa áhyggjur af. Þeir þurfa að eyrnamerkja haug af púðri til að verja Joe Burrow og svo er ekki vitlaust að velja besta leikmanninn hverju sinni, óháð leikstöðu.
(umferð. valréttur: nafn, leikstaða – háskóli)
1.5: Penei Sewell, OT – Oregon Ducks
Embed from Getty ImagesÉg er 100% á Sewell umfram Chase/Pitts lestinni þegar kemur að þessum valrétti. Þetta snýst um að byggja liðið rétt upp og hefst endurvinnslan á línunum þar sem leikstjórnandinn er nú þegar mættur í hreiðrið. Penei Sewell er af flestum talinn besta tæklaraveðmálið og ekki skemmir það fyrir að hann er einn af yngstu leikmönnum árgangsins. Ekki flækja þetta að óþörfu, þetta er ekki skrautskift.
2.38: Landon Dickerson, C – Alabama Crimson Tide
Embed from Getty ImagesEins og ég sagði áðan, Bengals ættu að eyða hraustlega í línuna sína og hérna valdi ég fyrrum senter Alabama háksólans, Landon Dickerson. Dickerson er hrikalega stór og ofbeldisfullur fótboltamaður sem, ef ekki væri fyrir erfiða meiðslasögu, væri án vafa í umræðunni um 10 bestu leikmennina í árganginum. Dickerson spilaði tæklara á sínum yngri árum og gæti í raun leyst hvaða stöðu sem er á línunni en mér lýst vel á hann á boltanum, kallandi út verndir línunnar og komandi auga á blitsandi varnarmenn andstæðingsins.
3.69: Joe Tryon, EDGE – Washington Huskies
Embed from Getty ImagesJoe Tryon er í miklu uppáhaldi hjá draftsérfræðingnum Daniel Jeremiah og situr Tryon í 35. sæti á topp 50 lista Jeremiah og því var tilvalið að sækja strákinn sem getur keppst um byrjunarliðssæti andspænis Trey Hendrickson á varnarlínunni. Ótrúlega árásargjarn leikmaður sem þekkir ekki hik né mýkt – fulla ferð áfram!
4.111: Josh Palmer, WR – Tennessee Volunteers
Embed from Getty ImagesJosh Palmer gæti komið á óvart næstu árin í NFL deildinni en hann spilaði fyrir Tennessee háskólann og greip aldrei meira en 34 bolta á tímabili á fjögurra ára ferli sínum með Volunteers. Í þokkabót var hann ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að spila með almennilegum leikstjórnendum svo hann gæti sýnt sitt rétta andlit þegar hann fær sendingar frá Joe Burrow.
5.149: Trill Williams, CB – Syracuse Orange
Embed from Getty ImagesTrill (stutt fyrir Atrilleon) Williams er stór og stæðilegur bakvörður sem spilaði nær eingöngu sem fimma á seinasta tímabili en 2019 og 2018 var hann á vængnum. Williams er í raun bara 5. umferðar veðmál og myndi berjast um CB5 stöðuna hjá Bengals með möguleika á að verða framtíðarleikmaður einn daginn.