9. mars síðastliðinn fór áttundi þáttur NFL stofunnar í loftið þar sem tekist var á um í hvaða röð leikstjórnendur deildarinnar skyldu raðast í þegar kemur að styrkleikaröðun leikstöðunnar. Ekki var verið að líta langt til fram- eða fortíðar heldur voru spurningarnar einföld: Hverjir eru bestu leikstjórnendur deildarinnar í dag (70%) og hvernig mun þeim vegna í ár (30%)?
Ekki er allt klippt og skorið þegar kemur að svona stykleikaröðun. Þónokkrir leikstjórnendur listans voru á förum, voru komnir í annað lið en þeir kláruðu seinasta tímabil með eða eiga eftir að skipta um lið. Slíkar hreyfingar hafa áhrif á ákvaðarnir höfunda og besta dæmið er Ryan Tannehill hjá Miami Dolphins og síðan Tennessee Titans. Þess vegna er mikilvægt að gefa spurningunni “hvernig mun þeim vegna í ár?” örlítið vægi.
