Nú þegar deildarkeppnirnar eru búnar og úrslitakeppnin handan við hornið er niðurröðun 20 NFL liða klár fyrir nýliðavalið næsta apríl. Í tilefni þess kemur mitt annað platval en ég ákvað að velja aðeins fyrir þessi 20 lið því endanleg niðurröðun verður ekki klár fyrr en eftir Ofurskálina.

Zac Taylor kláraði sitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins og telja flestir að þetta pikk fari í leikstjórnanda LSU Tigers, Joe Burrow. Burrow er bara búinn að setja saman öflugasta tímabil leikstjórnanda í háskólabolta sögunni: 5200 yds, 55 TD, 6 INT og 77.6% cmp%.

Nýr þjálfari og nýr GM vilja sækja sér öflugan leikmann og spá ekki mikið í púðrinu sem fór í treida upp í fyrstu umferð til að sækja Montez Sweat í seinasta vali og velja næst besta leikmanninn í ár, Chase Young frá Ohio State.

Matt Patricia fær annað ár með Lions en þessi varnarþjálfari hefur ekki fengið vörnina sína til að spila vel í ár og taka besta cornerbackinn sem mun koma til með að mynda eitrað teymi með Darius Slay.

Dave Gettleman, GM hjá Giants, mun snúa aftur en þjálfari liðsins, Pat Shurmur, var látinn taka poka sinn eftir 9-23 record á seinustu tveimur árum. Gettleman tók Saquon Barkley númer 2 árið 2018, Daniel Jones númer 6 í ár og nú sér hann glansandi nýtt sóknarleikfang til þess að bæta í safnið sitt. Jerry Jeudy frá Alabama til NY Giants.

Þrátt fyrir óljós skilaboð frá Tagovailoa um framtíð sína í ljósi meiðslanna, þá eiga Dolphins vel efni á því að sækja sér sinn mann, gefi hann kost á sér. Dolphins leyfa honum að jafna sig á meiðslum og sjúga í sig þekkingu og svægi Ryan Fitzpatrick sem hefur staðið sig mjög vel og fær að starta eitt ár í viðbót hjá Dolphins.

Óvíst er hvort Rivers spili annan leik fyrir Chargers og mér þykir ólíklegt að þeir taki QB með þessu pikki en ég sé þá fyrir mér semja heldur við samningslausan leikstjórnanda fyrir næsta season. Liðið er gott og getur vel blandað sér í playoffs á næsta tímabili en þeir hafa ekki þolinmæðina í að bíða eftir að rookie QB átti sig á hlutunum í NFL. Þeir taka heldur protection fyrir QB-inn sinn og drafta LT Andrew Thomas frá Georgia.

Gerald McCoy er samningslaus og næstbesti varnarmaðurinn í draftinu hefur ekki enn fengið símhringingu. Það kæmi ekki á óvart ef Panthers tækju Justin Herbert eða Jordan Love hérna en hver veit nema Cam Newton spili seinasta árið á samningi sínum hjá Panthers.

Arizona tóku Kyler Murray númer eitt seinast og taka hérna tæklara frá Alabama til að verja verðmæta hafnaboltastrákinn sinn.

Maður veit ekki alveg hvert Jaguars fara með sín QB mál en Nick Foles var bekkjaður eftir að hann kom úr meiðslum og Minshew tók við. Líklega verður annar hvor þeirra starterinn þeirra á næsta tímabili og hérna fá þér svakalegan útherja frá Oklahoma sem mun koma til með að hjálpa sóknarleik liðsins gríðarlega. Kemur til með að mynda flott teymi með D.J. Chark sem hefur sprungið út í ár.

Browns styrkja secondary-ið sitt til muna hérna en Delpit er playmaker frá LSU sem mun gefa Browns annan leikbreyti í bakenda varnarinnar. Denzel Ward er eini DB-inn sem þeir geta virkilega stólað á.

Hér stóð valið milli samherjanna Tristan Wirfs og A.J. Epenesa hjá Iowa. Jets taka hérna edge rusher fram yfir sóknartæklara en það eru meiri líkur fyrir þá að ná solid tæklara í annarri umferð heldur en edge rusher. A.J. Epenesa er ekki hraðasti rusherinn en hann er power rusher með þungar hendur og góður gegn hlaupinu.

Svaðalegur íþróttamaður og fjölhæfur varnarmaður. Clemson linebackerinn Isaiah Simmons hefur spilað safety, slot corner og linebacker í vörn Brent Venables í ár og býr yfir gríðarlegum hraða og útsjónarsemi. Raiders eru heppnir að ná svona mikilvægu púsli númer 12.

Colts þurfa sárlega útherja með T.Y. Hilton en þeir þurfa líka QB sem gefur þeim von um árangur í framtíðinni. Jacoby Brissett hefur ekki beinlínis gert það og því sé ég Colts fyrir mér taka leikstjórnanda í fyrstu umferð, hvort sem það verður Herbert eða Love.

Jameis Winston er búinn að spila út samningsárin sín fimm hjá Buccaneers og er nú að vonast eftir $30M+ á ári. Tampa eru líklegri til að franchise tagga Winston en að bjóða honum slíkan samning og taka því hér leikstjórnanda framtíðarinnar, Jordan Love frá Utah State. Love átti frábært tímabil í fyrra en hefur alls ekki náð að fylgja því eftir í ár. Þjálfarabreytingar Utah State milli ára gætu átt þátt í því. Love er ótrúlega snöggur að kasta og er með kraftmikla hendi.

Broncos þurfa sárlega sprettharðan útherja til að ná að teygja vörnina og opna völlinn betur fyrir Drew Lock. Courtland Sutton er eini áreiðanlegi útherji liðsins og orðrómur er á kreiki að Ruggs muni hlaupa undir 4.3 sek í 40yd hlaupinu á NFL Draft Combine.

Falcons styrkja secondary-ið sitt hérna með þessu Fulton pikki. Fulton hefur spilað gríðarlega vel fyrir LSU í ár og er í umræðunni um besta cornerbackinn í þessu drafti. Atlanta hefði ekki slegið hendinni á móti A.J. Epenesa hérna en þeir gætu allt eins sótt sér K’Lavon Chaisson, samherja Fulton, með þessu pikki.

Cowboys ná að öllum líkindum ekki að bjóða CB Byron Jones framlengingu ef þeir ætla að borga Prescott og Cooper. Þeir sjá að litli bróðir Stefon Diggs er laus sækja sér öflugan corner frá Alabama.

Miami velja lífvörð fyrir Tagovailoa með sínum öðrum valrétti í fyrstu umferð. Wirfs spilar RT fyrir Iowa en mun að öllum líkindum geta spilað LT í NFL ef Dolphins kjósa. Stór og sterkur strákur sem hefur sprungið út í vetur.

Raiders sækja sér annað púsl með þessu pikki (frá Bears) en í þetta skiptið sóknarmegin. Shenault er fjölhæfur playmaker í útherja stöðunni. Hann hefur tekið RB snöpp í vetur með Colorado og er notaður á margvíslegan hátt í sókninni og getur alltaf komið á óvart með mikilvægum playum.

Jaguars nota Rams pikkið sitt í að finna eftirmann Jalen Ramsey og Shaun Wade frá Ohio State gæti vel verið sá rétti. Hrikalega efnilegur cornerback sem gæti endað á að vera sá besti úr þessu drafti þegar uppi er staðið.