Jæja þá er komið að því að klára seinni hluta platvals 2.0. Endanlega niðurröðun hefur verið staðfest þar sem Chiefs unnu 49ers í flottum Ofurskálar leik.
Vindum okkur í þetta.

Philadelphia Eagles bráðvanta corner og útherja. Ronald Darby og Jalen Mills voru báðir að spila seinasta samningsárið sitt og ólíklegt þykir að Eagles framlengi við þá. Damon Arnette er laus hérna og Eagles sækja sér mann í stærstu holuna í liðinu.

Buffalo yrðu himinlifandi ef Chaisson myndi falla í kjöltu þeirra hérna númer 22. Hraður edge rusher með mikla hæfileika frá LSU en Buffalo þurfa að styrkja edge stöðuna hjá sér. Shaq Lawson er að verða samningslaus en sama hvort þeir nái að framlengja við hann eða ekki, þá taka þeir Chaisson í fyrstu umferð.

Þetta ætti ekki að gerast í alvörunni í apríl en Kinlaw er næstbesti DT-inn í þessu drafti, rétt á eftir Derrick Brown. En eins og við vitum þá falla alltaf einhverjir leikmenn (DK Metcalf) sem búist var við að yrðu valdir mikið ofar. Galinn íþróttamaður með einstaka blöndu af styrk, snerpu og kraft.

Michael Thomas var valinn sóknarleikmaður tímabilsins sem var að klárast en útherja deildin hjá Saints sem heild er ekki sannfærandi. Hvort sem að Brees taki annað tímabil eða ekki, þá væri alls ekki vitlaust að bjóða upp á þann klikkaða hraða sem Hamler býr yfir. Þetta er lítill útherji og returner sem getur sprengt upp varnir með lygilegum hraða.

Trae Waynes og Mackensie Alexander eru báðir samningslausir og heyrst hefur að Vikings muni koma til með að cutta Xavier Rhodes eftir dapurt gengi seinustu tvö tímabil. Þeir taka hér mikinn hund, Jeff Gladney frá TCU, sem er skruggufljótur og afar líkamlegur corner.

Miami heldur áfram að styrkja sóknarlínuna sína og sækir sér öflugan center frá LSU. Cushenberry átti stórkostlega Senior Bowl æfingaviku þar sem hann stóð sig frábærlega í 1-á-1 æfingunum en hann tók Javon Kinlaw og pakkaði honum saman í nokkur skipti. Hluti af sigurliði LSU þar sem hann leiddi sóknarlínuna.

Becton er stærri og þyngri en allir. Maðurinn er tröll að vexti en hreyfir sig ótrúlega vel miðað við það. Hann spilaði left tackle fyrir Louisville og hefur verið að rjúka upp í fyrstu umferð platvala og hérna nappa Seahawks trölli sem mun styrkja slaka sóknarlínu sína frá fyrsta snappi.

Ravens misstu frá sér C.J. Mosley fyrir tímabilið og gætu vel þegið ungan, kraftmikinn og snaran linebacker í hjarta varnar sinnar. Ótrúlegur íþróttamaður sem átti frábæran seinni hluta tímabils með Oklahoma. Þarf að bæta sig í að lesa sóknir og sía burt ruslið (hlaupagöbb, jetmotion ofl.).

Annar leikmaður sem hefur risið mikið upp draft borð að undanförnu. Spilaði off ball linebacker hjá Wisconsin en hann gengdi fjölbreyttu hlutverki í vörn Badgers. Hann var frábær sem pass rusher en stóð sig líka mjög vel í dekkingum. Mikill íþróttamaður sem gæti vel verið tekinn í fyrstu umferð nýliðavalsins í apríl.

Það er ekki erfitt að sjá fyrir sér Jalen Reagor hérna sem pikk Packers en hann myndi gefa þeim aðra vídd sóknarlega með sínum óbeislandi hraða. Þetta myndi henta sóknarleik Packers mjög vel, að para mikinn hraða með Davante Adams. Svipað og að para K.J. Hamler með Michael Thomas. Reagor hefur líka séð um kick og punt return fyrir TCU.

Þetta er pörun sem hefur lengi átt sér stað í platvölum heimsins. 49ers þurfa að styrkja secondary-ið sitt en Jimmie Ward er að verða samningslaus. McKinney er að mínu mati betri en Grant Delpit en ég mikið til í að sjá Niners taka útherja hérna þar sem Sanders er á öllum líkindum á leiðinni burt.

Super Bowl sigurvegararnir frá Missouri þurfa cornerback hjálp, ekki seinna en núna. Ég held að flestir þeirra cornerbacks séu að verða samningslausir og mikið forgangsatriði er að sækja sér allavega tvo í nýliðavalinu. Dantzler er grimmur á bardagalínunni og býr yfir miklum hraða. Hann þarf líklega að þyngja sig aðeins í sumar en þetta er líklega sá corner á eftir Okudah sem er með hæsta þakið að mínu mati.
Platval 3.0 er síðan væntanlegt eftir NFL Combine-ið sem verður vikuna 23. febrúar til 2. mars. Sögusagnir herma að þar verði allnokkur gesta pikk!