Á hverju ári sjáum við leikmann endurstilla markaðinn fyrir tiltekna stöðu. Nú síðast Myles Garrett fyrir varnarendana og Christian McCaffrey fyrir hlauparana. Amari Cooper náði ekki að toppa meðalárslaun Julio Jones með sínum 5-ára, $100M samningi en í byrjun janúar endurstillti Eddie Jackson markað frjálsra miðvarða.
Í ár voru 15 leikmenn franchise-taggaðir og í kvöld rennur út samningsviðræðufrestur þessara leikmanna sem vinna nú hart að því að tryggja sér margra ára framlengingu. Náist ekki samþykkt beggja aðila mun leikmaður spila á eins-árs samning (nema hann neiti að spila, sjá Le’Veon Bell) og hefst ferlið aftur að ári.
Reikna má með einhversskonar höggi á vöxt launaþaksins sökum COVID-19 en þar til það skýrist betur reiknast þessi listi útfrá þokkalega eðlilegri þróun launþaks næstu ára.
Fyrir neðan eru 10 leikmenn sem verða samningslausir eftir 2020 tímabilið og eru, að mínu mati, líklegastir til að endurstilla þann markað sem þeir tilheyra.
1. George Kittle, SF49 – Innherji
Embed from Getty ImagesNúverandi launatoppur: Hunter Henry (LAC): $10,607,000 meðalárslaun (franchise-tag)
Það mætti alveg sækja hamarinn og meitilinn og byrja að að staðfesta það að George Kittle verði launahæsti innherji NFL deildarinnar að ári. Kittle er í raun besti leikmaður San Francisco 49ers og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í sóknarleik liðsins.
Líkur á endurstillingu: 99,9%
2. Jalen Ramsey, LAR – Bakvörður
Embed from Getty ImagesNúverandi launatoppur: Darius Slay (PHI): $16,683,333
Los Angeles Rams veðsettu framtíð sína þegar þeir sóttu Jalen Ramsey í skiptum frá Jacksonville. Rams gáfu af hendi tvo 1. umferðar valrétti (2020 & 20201) og einn 4. umferðar valrétt (2021) fyrir bakvörðinn. Ramsey er klárlega einn sá besti í sinni stöðu og ætla má að hann sætti sig ekki við neitt minna en endurstillingu en Rams hreinlega verða að borga manninum eftir að hafa greitt hraustlega fyrir þjónustu hans.
Líkur á endurstillingu: 95%
3. David Bakhtiari, GBP – Vinstri tæklari
Embed from Getty ImagesNúverandi launatoppur: Laremy Tunsil (HOU): $22,000,000
Það verður fróðlegt að sjá hvernig framtíð Aaron Rodgers þróast hjá Green Bay en Bakhtiari verður samningslaus eftir næsta tímabil og gæti farið svo að framtíðir þeirra haldist í hendur. Það er nokkuð ljóst að tæklarinn verður sjóðheitur biti á opnum markaði, komist hann svo langt. Brian Gutekunst hlýtur þó að tryggja að svo fari ekki en Bakhtiari hefur verið einn besti tæklari deildarinnar undanfarin ár.
Líkur á endurstillingu: 85%
4. Justin Simmons, DEN – Frjáls miðvörður
Embed from Getty ImagesNúverandi launatoppur: Eddie Jackson (CHI): $14,600,000
Það eru hverfandi líkur að John Elway og Justin Simmons nái að komast að samkomulagi um framlengingu fyrir frestinn í kvöld en báðir aðilar hafa lýst yfir áhuga á áframhaldandi samstarfi. Simmons sprakk út á seinasta tímabili í vörn Vic Fangio og var gjörsamlega frábær í dekkningu. Hann er einstaklega jarðtengdur og hógvær en það mun líklega ekki koma í veg fyrir að hann endurstilli markað frjálsra miðvarða.
Líkur á endurstillingu: 81%
5. Alvin Kamara, NOS – Hlaupari
Embed from Getty ImagesNúverandi launatoppur: Christian McCaffrey (CAR): $16,015,875
Christian McCaffrey átti sannarlega skilið að endurstilla markað hlaupara en ég bjóst ekki við að Carolina Panthers væri liðið sem myndi borga honum þar sem þeir eru í endurræsingarferli. Alvin Kamara er sá hlaupari sem ég tel líklegastann til að þéna meira en CMC en Dalvin Cook, Derrick Henry og Aaron Jones gera einnig tilkall. Vandamálið er að NFL deildin er hrædd við stóra hlaupara samninga en ef ég myndi veðja á einhvern, þá myndi ég veðja á Kamara.
Alvin Kamara er búinn að hnoða saman frábærum fyrstu þremur árum í deildinni en hann nýtist jafnt sem hlaupari og grípari í sókn Sean Payton hjá New Orleans Saints.
Líkur á endurstillingu: 76%
6. Joey Bosa, LAC – Varnarendi
Embed from Getty ImagesNúverandi launatoppur: Myles Garrett (CLE): $25,000,000
Joey Bosa er búinn að vera frábær í vörn Los Angeles Chargers síðan hann kom inn í deildina árið 2016. Hann er aðeins 25 ára og klárlega einn af kjarnaleikmönnum liðsins. Melvin Ingram er 32 ára og verður einnig samningslaus á næsta ári en mér þykir ansi líklegt að skrifstofan undirbúi risavaxna framlengingu fyrir Bosa og láti Ingram prófa opna markaðinn.
Líkur á endurstillingu: 68%
7. Shaq Barrett, TBB – Ytri línuvörður
Embed from Getty ImagesNúverandi launatoppur: Khalil Mack (CHI): $23,500,000
Barrett tók 1-árs, $4M “sannaðu þig” samning hjá Tampa Bay Buccaneers fyrir tímabilið í fyrra og flengdi deildina í kjölfarið. Strákurinn hlóð í 19,5 sacks og þvingaði 6 tapaða bolta og opnaði um leið augu allra. Hann mun spila á franchise-tagginu í ár en nái hann að valda svipað miklum usla í bakgarði andstæðinga sinna verður að teljast líkegt að hann muni endurstilla ytri línuvarða markaðinn.
Líkur á endurstillingu: 64%
8. Ryan Kelly, IND – Senter
Embed from Getty ImagesNúverandi launatoppur: Rodney Hudson (LVR): $11,250,000
Ryan Kelly gæti orðið næsti senterinn til að endurstilla markaðinn en hann hefur verið stabíll í miðjunni hjá Indianapolis Colts seinustu tvö ár og það er nóg til af liðum sem gætu ímyndað sér að uppfæra senter stöðuna sína. Stórir peningapokar gætu lokkað hann frá herbúðum Colts en það hlýtur að vera gaman að spila með mönnum á borð við Quenton Nelson og Anthony Castonzo.
Líkur á endurstillingu: 60%
9. Chris Godwin, TBB – Útherji
Embed from Getty ImagesNúverandi launatoppur: Julio Jones (ATL): $22,000,000
Spili Chris Godwin um það bil pari á næsta tímabili mun hann koma sér þægilega fyrir við samningsborðið. Spurning er hvort það nægi til að toppa 22 kúlur að meðaltali á ári eins og Julio Jones er að hala inn. Amari Cooper skrifaði nýverið undir risasamning hjá Dallas Cowboys sem hljóðaði upp á 5-ár, $100M. Það dugði ekki til að velta Jones úr sessi en spurningin er hvort Glazer-fjölskyldan sé með nægilega langar hendur til að seilast svo djúpt ofan í vasana að Godwin endurstilli markaðinn.
Líkur á endurstillingu: 55%
10. Joe Thuney, NEP – Vörður
Embed from Getty ImagesNúverandi launatoppur: Brandon Scherff (WAS): $15,030,000 (franchise-tag)
Bill Belichick franchise-taggaði Joe Thuney fyrr á árinu en í ár verður hann næstlaunahæsti sóknarvörður deildarinnar, hársbreidd á eftir Brandon Scherff. Thuney er árinu yngri og gæti endurstillt markaðinn semji hann ekki um framlengingu hjá New England Patriots og skipti um félag. Belichick er allavega ekki að fara að borga verði rúmar 15 bingókúlur á mánuði. Bókaðu það.
Líkur á endurstillingu: 52%